Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1954, Page 7

Freyr - 01.06.1954, Page 7
FRE YR 175 legt og hollt en fyrirskrift annarra manna. Ég vil líka taka þaS fram, að þótt ég vilji firra Björgvin ómaklegu ámæli, er mér það fjarri skapi að fordæma fjárrækt Þingey- inga, eins og hún hefir verið rækt. Hún reyndist ágætlega á sauðasöluöldinni, og ég trúi því, að enn skili beztu fjárstofnar þeirra meiri afurðum í góðu árferði og við góða umhirðu en nokkurt sauðfé annað hér á landi. En ég held, að þeim, er fengið hafa þingeyskt sauðfé suður á land, sé enginn greiði með því gerður að telja þeim trú um, að það sé gallalaust og ágætt allt saman. Slikt mundi fyrst og fremst valda meiri von- brigðum en þörf er á. Ég held, að miklu hollara sé, að menn hafi augun galopin fyr- ir göllum fjárins á svipaðan hátt og Björg- vin í Garði. Ég óska þess líka af heilum hug, að menn megi öðlast vit hans og þor til að fara eigin leiðir í fjárræktinni og ná þvílíkum árangri og hann. Ég mundi sízt af öllu vilja telja þá menn, er slíkt tækist, meira en lítið geggjaða. Það er mín skoð- un, að við eigum ekki eina leið allir í fjár- ræktinni. Ég óttast meira skrum sumra fjárræktarmanna af því fé, sem öðrum þræði hefir þegið vænleik sinn af ofureldi, en gagnrýni hinna, sem séð hafa gegnum gyllingarnar, j afnvel þótt gagnrýnin sé ekki öfgalaus. Það er sá fénaður, sem meiri er í sýnd en raun, — einkum ef hann hefir hlotið viðurkenningu, — sem helzt hefir vakið þá trú, sem nú er ekki óalgeng, að öll fjárræktarviðleitni sé og hafi verið hé- gómi, og stundum jafnvel sjónhverfingar í því skyni gerðar að fá fáfróða menn til að ofborga kindur, er eigendurnir vilja losa sig við. Þrátt fyrir talsverð mistök og þarf- laust skrum er sú trú alls ekki makleg. Þá sanngirni vil ég sýna Helga á Hrafn- kelsstöðum að viðurkenrta skilyrðislaust, að mér þykir hann bæta mjög fyrir sér, er hann lætur prenta hlið við hlið umsögn Björgvins um þingeyzkt fé og Halldórs Páls- sonar um Helluvaðsfé. Óþarft mun að taka fram, að ekki eru þessar lýsingar af ná- kvæmlega sama fénu. Björgvin lýsir þing- eyzku fé af lakasta tagi, Halldór fegursta fé, er lagð hefir borið í Þingeyjarsýslu, a.m.k. að því, er ég veit bezt. Báðir krydda lýsingar sinar eilítið, Björgvin með pipar og salti, Halldór með sykri og rjóma. Vissu- lega er lýsing Halldórs sætari í munni, en trúað gæti ég, að lengur verjist lýsing Björgvins því, að í hana slái. Mér finnst líka vel fara á því, að Helgi stilli þeim upp hlið við hlið sem jafningjum, Björgvin og Hallc’óri. Af því að mér er ekki alveg ótta- laust, að Björgvin verði varla fullkomlega ánægður með, að Halldóra sé tekinn hon- um til jafnaðarmanns, vil ég benda honum á, að hrifning Helga af Halldóri er svo ein- læg, að ekki er hægt annað en taka þessu vel, enda er Halldór svo vel að manni í sinni grein, að enginn vanzi getur að þessu verið. Svo margt er einnig vel um Helga sjálfan, að mig langar að lokum máls míns að biðja þess Björgvin í Garði, að hann fyr- irgefi honum, að hann fellir í bland dóma, sem eigi haldast. Svo undarlega hefir til tekizt, að um leiö og Helgi á Hrafnkelsstöðum hóf í Frey mál sitt, birtist mynd af hrútum tveimur i Núpstúni, öðrum frá Jóni á Laxamýri, hin- um frá Björgvin í Garði. Hvort tveggja eru þetta vænlegar kindur. En rétt þykir mér að taka það fram, að fara mundi mér líkt og Hallsteini, fyrrum samlagsbónda mín- um, er hann hélt trú sinni á fjárkyn Björg- vins, þótt skógsmogni hrúturinn dræpist. Ég mundi halda minni trú á fjármennsku Björgvins, þótt sá kollótti frá honum héldi ekki til jafns við kollega sinn, hrútinn frá Laxamýri. Laxamýrarhrúzi er af þingeyzk- um sauðaðli í allar álfur, og ef myndina má marka, einhver hin allra fegursta kind, er nokkru sinni hefir borin verið í gjörvallri Þingeyjarsýslu. En Kollur frá Björgvin er bara blendingur, eins konar hálfþurs und- an þeim eina hrút, er Björgvin hefir átt kost á að fé vestan fyrir Skjálfandafljót; og var bráðlega drepinn vegna uggs um það, að fjárpestir kynnu að berast með því- líkum fjárflutningum yfir fljótið. Þó að svona ójafnt sé á komið með þeim hrút- unum í Núpstúni, gæti verið gaman að því, að Guðmundur bóndi þar lógaði ekki þeim kollótta fyrr en hann væri fullreyndur. 4. apríl 1954.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.