Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 12
FREYR
180
ÁSGEIR L. JÓNSSON:
ROTÞRÆR
Til þess að skólpveita geti verið í lagi,.
þurfa viss skilyrði að vera til staðar. Með-
al annars þarf halli pípuleiðslunnar að
vera nægilegur (helzt ekki minni en 1:30
fyrir 4" pípur, eða 1:100 fyrir 6" pípur), en
fyrst og fremst verður skólpið að leiðast
það langt í burtu og með þeim hætti, að
óþef leggi ekki af því heim að bænum eða
næsta umhverfi hans og að sóttkveikju-
hætta sé fyrirbyggð. Séu staðhættir þann-
ig, að þessu verði ekki komið við, nema þá
með óhæfilega miklum kostnaði, þá er
gripið til þess að byggja rotþró. Má velja
um tvo stærðarflokka:
1. Þró, sem hefir að minnsta kosti 0.5 m3
rúm á hvern íbúa. í þró af þessari stærð
dvelst skólpið aðeins um 5 daga. Rotnunin
verður því mjög lítil („ófullkomin rotn-
un“), föstu efnin botnfalla, en vatnið renn-
ur burtu. Botnfallið verður að fjarlægja
við og við. Vatnið (þ. e. skólpið), sem burtu
rennur, hefir sterka lykt af brennisteins-
vatnsefni og er mengað eitruðum efnasam-
böndum, er myndast við ófullkomna klofn-
ingsstarfsemi rotnunargerla.
2. Þró, sem hefir að minnsta kosti 1.5 m:í
rúm á hvern íbúa. í þró af þessari stærð
dvelst skólpið um 15 daga. Á þetta löngum
tíma hafa rotnunargerlarnir allgóðan
starfsfrið, botnfallið verður lítið, svo að
mjög sjaldan þarf að hreinsa þróna. („Full-
komin rotnun“). Rotþró er venjulega höfð
þrihólfa, en getur annars haft margskonar
lögun. Kostur er, að rennslisleið skólpsins í
gegnum þróna sé sem lengst.
Mynd A sýnir 8 gerðir af rotþróm. Örv-
arnar sýna rennslisleið skólpsins í gegn um
þrærnar. Leiðin er stytzt í gegnum gerð 8,
en lengst í gegn um gerð 5, annars er leiða-
lengdin i þessari röð: 8; 7; 1; 2; 4; 3; 6; 5.
Venjulega eru stærðarflutföll hólfanna
þau, að annað og þriðja hólfið hafi sömu
stærð og séu til samans jafn stór, fyrstu
hólfin. Gerð 6 sýnir 4-hólfa þró, enda eru
hólfin stundum höfð það mörg og jafnvel
fleiri.
Hringlaga þrær krefjast minna bygging-
arefnis en 4-hliða þrær, miðað við sömu
stærð, útheimta aftur á móti meiri móta-
vinnu. En hérlendis munu rotþrær aðailega
vera gerðar úr steinsteypu, þótt byggja
megi þær einnig úr timbri eða stálþynnum.
Mynd B sýnir rotþró úr steinsteypu fyrir
10 manna heimili miðað við stærðarflokk
II. Notað rými hennar nemur 15 m;i, mið-
að við 1.5 m. vatnsdýpi. Innrennslispípan
liggur 10 cm. hærra en útrennslispípan, en
í framhaldi af samtalinu við Eggert Ól-
afsson, sem gefur til kynna hvað gert var og
hver afköstin voru á Þorvaldseyri í fyrra, og
orðstír fór af um allt land, er þá að lokum
vert að undirstrika þetta:
Það mun láta nærri, að öflun þeirra 2000
hestburða af heyi — þvínær tómrar töðu —
hafi kostað vinnu karlmanns, kvenmanns
og 12 ára drengs í hæsta lagi 60 daga.
Afköstin hafa þá verið að meðaltali ná-
lægt 35 hestburðum á dag eða sem næst
kýrfóðri af heyi. Veðráttan var hagstæð —
og grasvöxtur var góður. Þetta má undir-
strika með Eggerti. En hvorutveggja var
einnig annars staðar og eiginlega víðast
um land. Hins vegar er það víst, að ekki *
hafa allir fengið eftirtekju eins og Eggert
fyrir hverja stund mannsvinnu. Vinna lið-
léttinga nýtist vel þegar þeir fara með vél-
ar og þeim mun meiri afköst beggja sem
vélavinnan er fjölþættari. Þegar svo langt
er komið, að mannshöndin gerir naumast
annað en stýra vélum við störfin ,þá er víst
komið nærri hámarki gagnnýtingar á
mannsorkunni. En á Þorvaldseyri var varla
unnið með handverkfærum við heyskapinn.
Það hefir sjálfsagt orkað mestu.