Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 14
182
FRE YR
steypumölinni séu ekki stærri molar en 3
cm í þvermál.
Vanda þarf mótin, svo að veggirnir verði
sléttir. En múrhúðun er gagnslaus. Ekki er
heppilegt að verja veggina með bikhúðun,
því að tjöruefnin leysast upp og hafa slæm
áhrif á gerjunina. Rennslið hólf úr hólfi fer
um 15 mm (1.5 cm) víða rauf, sem er um.
90 cm á hæð og 30 cm frá þróarbotni (sjá
mynd B).
Þróarþakiö er varanlegast úr járnbentri
steinsteypu. Þverskurður þess er sýndur á
mynd C. En það má ekki steypast fast yfir
alla þróna, því nauðsynlegt er að geta kom-
ist ofan í öll þróarhólfin. Mun hentugt að
hafa laust þak á ca 50 cm breiðu belti þvert
yfir þróna á tveim stöðum, t. d. yfir rauf
D og yfir inn- og útrennsli. Þetta lausa
þak getur annað tveggja verið úr trjám
4"x5" eða verið staurar úr járnbentri stein-
steypu, 10X12 og 12x12 cm í þvermál og
3.50 m að lengd (sjá mynd D), sem raðað
er þétt saman. Steinsteypustaurarnir eru
járnbentir með 4 járnum 7 mm að endi-
löngu og girtir með 5 mm járnum með 15
cm millibili. Þyngd þeirra mun verða um
90—110 kg, og því meðfærilegir 2 mönnum.
Hér að framan er gert ráð fyrir að þró-
in sé niðurgrafin, og oftast munu stað-
hættir leyfa það að meira eða minna leyti,
en þann hluta, sem upp úr jörðu stendur,
verður að hylja með það þykku jarðlagi, að
frost komist ekki verulega að þrónni. Að
veggjunum ætti fyllingin ekki að vera
minni en 1.5 m að þykkt og ofan á þakinu
ekki undir 50 cm. Frá efri þakbrún og nið-
ur að skólpinu eru 50 cm, og verður þá fjar-
lægð skólpsins frá yfirborði þakfyllingar-
innar 1 m. Þessi einangrun þróarinnar er
nauðsynleg, til þess að starfsemi rotnun-
argerlanna geti haldist í kuldatíð.
Ef vel er frá öllu gengið, þá mun sjald-
an — jafnvel aðeins á nokkurra ára bili —
þurfa að opna þróna.
Við rotnunina myndast hiti og ofurlítil
ólga, þannig að loftbólur koma upp á yfir-
borðið og gasloft leitar útrásar. Nokkuð af
þessu lofti kemst út um afrennslispípuþró-
arinnar, en aðallega leitar það til inn-
rennslispípunnar (þ. e. frárennslispípu
hússins) og er það rétta leiðin. En til þess
að loftið stöðvist ekki við vatnslása skólp-
veitukerfis hússins, þá þarf að opna því
leið fram hjá vatnslásunum og upp í gegn
um þak hússins (sjá mynd E). Gasloftið
má ekki fá útrás niður við jörð, í nálægð
hússins, því það skapar mikla ólykt.
JÓN H. ÞORBERGSSON:
Um sauðf járrækt
Úr gömlum bréfum.
í minni tíð, hjá Búnaðarfélagi íslands,
(1909—1919), var það meðal annars, sem ég
hafði fyrir stafni að útvega áhugasömum
bændum hrúta til kynbóta, af beztu ætt-
stofnum víðsvegar um land. Losnaði ég ekki
við það starf, þótt ég hætti hjá Búnaðarfé-
laginu. Ég reyndi jafnan að fylgjast vel með
því, hvernig tilraunir þessar gáfust. Birti ég
hér til gamans og fróðleiks fáeina kafla úr
bréfum frá bændum, sem fengið höfðu
kynbótahrúta úr Suður-Þingeyjarsýslu og
frá Möðrudal. En úr fleiri héruðum keypti
ég valda hrúta eftir óskum manna. Stefán
Einarsson í Möðrudal var fjármaður mik-
ill og þrautvaldi fé sitt, en hélt því mjög
til útigangs. Hann hafði oft um 700 fjár
á vetrarfóðri. Fé hans var kynjað einkum
frá Einari Einarssyni, föður Stefáns, sem
bóndi var á Brú á Jökuldal og var einn allra
fyrsti fjárræktarbóndi, er sögur fara af
hér á landi. Sagt er, að Jón Illugason í
Baldursheimi hafi náð í kynbótakindur frá
Einari. Stefán valdi sér hrúta, rækilega,
bæði af sínum stofni, af Jökuldal og úr
Suður-Þingeyjarsýslu. Koma þá hér bréfa-
kaflarnir:
Magnús Finnbogason bóndi í Reynisdal
í Mýrdal segir í bréfi til mín 31. jan. 1924:
„Haustið 1920 fékk ég Þingeyinginn Gvlfa, er ég
nefndi svo. Haustið eftir voru lömbin undan hon-
um mjög væn; fallþungi lambhrútanna, sem ég