Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 22

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 22
190 FREYR S O G V Ö R N Þegar kýrnar koma á beit eru alltaf nokkrir einstaklingar, kýr og kálfar, sem finna up á þeim óvana að sjúga mjólk- andi kýr. Sumar kýr sjúga sig sjálfar. Að vonum er leitað ráða til að fyrirbyggja þetta en það gengur misjafnlega. Um öll lönd hafa menn prófað sitt af hverju til þess að koma i veg fyrir þennan ann- marka, en ekkert hefur reynzt örugg vörn. Það eru ekki til ráð, sem fyrirbyggja með öllu, að skepnurnar sjúgi sig eða aðrar kýr, þegar þær ganga lausar úti. En hið litla áhald SOGVÖRN, sem um áraraðir hefur verið notuð á Norðurlöndum og víða um Norður-Evrópu, og hér á landi síðustu ár- in, reynist eins vel til þess að fyrirbyggja þetta eins og ýmis dýrari tæki, sem notuð hafa verið eða prófuð. Sogvörnin fyrirbyggir þetta mjög oft en ekki alltaf. En hún er ódýrasta tækið, sem fæst til að fyrirbyggja að kýrnar sjúgi sig eða að aðrar skepnur sjúgi þær. Sogvörnin er fest í miðsnesi skepnanna og hangir niður fyrir munninn. Skepnan lærir strax að kasta henni fram þegar hún er á beit, svo að hún er ekki hindruð í að bíta gras- ið, en það kemur fyrir að skepna týnir sog- vörninni á beit af því að hún er of laust klemmd á miðsnesið. Búnaðarfélag íslands hefur Sogvörn á bæði kýr og kálfa og send- ir hana gegn póstkröfu. 5 gefur hliðstæðar upplýsingar um lömbin 1953, flokkuð eftir því, hvort þau eru ein- lembingar eða tvílembingar, undan tvæ- vetlum eða lambgimbrum. Bæði árin gefa hrútarnir frá Múla í Nauteyrarhreppi bezta raun, sérstaklega þó Grettir. Fyrra árið gefa hrútarnir undan Gretti um 4 kg. meiri niðurlagsafurðir en hrútarnir undan Hrotta frá Laugabóli og Kjóa frá Arngerð- areyri. Siðara árið gefa hrútarnir undan Gretti og Malkusi 3.8 kg meiri niðurlagsaf- urðir en hrútarnir undan Prúð. Fyrra árið reyndist Prúður prýðilega, sjá töflu 4, en síðara árið laklega. Skjöldur hefir gefið væn lömb bæði árin en þó hlutfallslega vænni fyrra árið. Roði frá Arngerðareyri og Glámur frá Laugabóli hafa báðir gefið á- gætlega væn lömb, en fremur grófbyggð og hefur því enginn hrútur verið alinn upp undan þeim enn á Hesti. Móri frá Lauga- landi gaf þyngst lömb á fæti haustið 1953, en þau höfðu lægri kjötprósentu en lömb undan nokkrum hinna hrútanna og lögðu sig því aðeins i meðallagi, enda fremur illa gerð. Nökkvi frá Eyri reyndist vel síðara árið en lakar en í meðallagi fyrra árið. Steinn frá Laugabóli, eign Jakobs Magnús- sonar á Snældubeinsstöðum í Reykholts- dal, reyndist prýðilega. Einkum voru lamb- gimbralömbin undan honum væn saman- borið við lambgimbralömbin undan Hnykli. Lömbin af kollóttu stofnunum hafa yfirleitt hærri kjötprósentu en lömbin af hyrndu stofnunum

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.