Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 6

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 6
174 FRE YR verið í Þingeyjarsýslu. Á þeim árum, er flest var sótt af kynbótafé til Þingeyinga, sótti hann sér kynbótafé austur í Möðrudal.Á síð- ustu árum hefir hann sótzt eftir Vest- fjarðafé. Þetta hefir hann gert af yfirlögðu ráði, vitandi vits. Ég hygg, að það sé af þessum sökum, að Helga á Hrafnkelsstöð- um hefir dottið í hug, „að hann væri meira en lítið geggjaður". Hugsanlegt er líka, að Björgvin hafi einhvern tíma flutt Helga sínar trúarjátningar af nokkuð miklum ákafa. A. m. k. er mér minnisstætt, er ég varð honum eitt sinn samferða gangandi yfir Hrútey, milli brúnna á Skjálfanda- fljóti á þjóðveginum yfir þveran Bárðardal, og hann lýsti íyrir mér sínum skoðunum á þingeyskri fjárrækt. Ég neita því ekki, að ég örvaði hann heldur en hitt, enda hefir ekki nema einu sinni verið yfir mér lesið af þvílíkri andagift og mælsku um sauð- fjárrækt og fjárhirðingu. Það var þegar Sören Vilhjálmur Jónsson, bóndi í Glaum- bæjarseli, sá er fyrstur hóf að fóðra sauðfé á síldarmjöli með beit, prédikaði yfir mér um ágæti þeirrar fóðrunar, enda reis hann þá gegn almennu trúleysi á tilraun sína. — Björgvin hélt því fram í sinni ræðu, að þingeysk fjárrækt væri á glapstigum. Sauð- féð væri útigöngu og fjalladýr og ætti ekki að fara með það eins og svín í stíum. Þing- eyska féð væri úrkynjað og óhraust af öf- ugu úrvali og of mikilli innivist, og væri helzt ráð til bjargar því að blanda það upp- runalegri fjárkynjum. Þegar ég minnti hann á hið fagurskapaða og lagðprúða sauðfé sveitunga hans, Mývetninga, er ég taldi fegursta sauðfé, er ég hefði séð, svaraði hann eitthvað á þá leið, að sér hefði nú alltaf fundizt það öfugmæli, er haft væri eftir Magnúsi berbein: Til frægð- ar skal konung hafa, en eigi til langlífis“. Konung ætti einmitt að hafa til langlífis og gagns. Sauðfé ætti heldur ekki að hafa til þess að monta af því, heldur til þess að gefa sem mestar afurðir móts við tilkostn- að. Þegar sá mælikvarði væri á lagður, sagð- ist hann ekki trúa öðru en sitt sauðfé stæð- ist samanburð við hvaða sauðfé annað í Mývatnssveit, er til samanburðarins yrði kallað. Aldrei hefi ég svo nærri Björgvin búið, að ég hafi getað gert nákvæman samanburð á hans fjármennsku og fjárrækt og annarra beztu fjármanna Þingeyinga. En þegar ég flutti að Þverá í Dalsmynni 1942, voru þar fyrir fornir nágrannar Sigurgeirs á Héllu- vaði, Hallsteinn og Helgi Jónssynir frá Stafnsholti. Hallsteinn var fjármaður hiá mér fyrstu árin á Þverá. Svo sögðu mér Fnjóskdælir, að hann væri þá bezti fjár- maðurinn þar í sveit, og geri ég engar at- hugasemdir við það. En þess minnist ég, að það kostaði mig mikið erfiði að sætta hann við, að ég keypti, fyrsta haustið mitt á Þverá, mjög vænlegan ungan hrút af fjár- kyni Páls frá Grænavatni. Hann viður- kenndi, að hrúturinn væri falleg kind og hefði flest það til að bera, er mest hafði verið eftir sótzt af fjármönnum Mývetn- inga. Hann taldi og víst, að undan hrútn- um mundu koma væn sláturlömb og falleg- ar ær, en hann sagðist ekkert hlakka til sauðburðarins, þegar þær færu að eiga lömb. Ekki væri hann, eins og nú væri kom- ið, maður til að leggja á sig þvílíkt erfiði um sauðburðinn og þeir hefðu gert Sigur- geir á Helluvaði og Páll á Grænavatni. Hins vegar hvatti hann mig til að setja á vetur skógsmoginn lambhrút af fjárkyni Björg- vins í Garði í ættir fram. Það taldi hann, að reynzt hefði hraustur og farsæll ætt- stuðull, enda kynni Björgvin vel fyrir sér í fjárræktinni. Ekki er þess að dyljast, að miklu betur reyndist aðkeypti hrúturinn, enda lifði hinn ekki af veturinn. Getur því- líkt alltaf viljað til, jafnvel um vænlegustu kindur, og ekkert haggaði það trausti Hall- steins á fjárkyn Björgvins í Garði. Að- keypti hrúturinn reyndist hins vegar í öllu eins og Hallsteinn hafði fyrir sagt. Undan honum komu væn lömb og fallegar ær, en fleira missti ég undan þeim af lömbum en öðrum ám, enda sá ég meira eftir þeim lömbum en öðrum. Til þess að tryggja það, að ekki komizt neinn misskilningur að, tek ég það fram, að því fer fjarri, að Björgvin í Garði vilji að sauðfé sé óræktað, eins konar villipeningur, sem lítið er um hirt. Hann fer aðeins meira eftir því, hvað hann álítur sauðfénu eigin-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.