Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 28

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 28
196 FRE YR Fréttaþáttur úr Hörgárdal og ncersveitum. ÁriS 1953 var einstakt að árgæzku hér um slóðir, svo sem víða annarsstaðar. Veturinn, frá áramótum og fram að páskum, mátti heita samfellt blíðviðri, svo að varla festi snjó í byggð og um miðjan marz var snjó- laust upp á fjallabrúnir sem um sumar væri. í síðustu viku marz gerði svo stórhríð og kyngdi niður miklum snjó, sem tók eigi upp fyrr en um og eftir sumarmál. Yfirleitt var kalt og snjóasamt fram um miðjan maí og var þetta harðasti tími ársins. Vorið kom því fremur seint, en var svo, frá því að til hlýinda brá laust eftir miðjan maí, ein- munagott. Skiptist á sólskin og gróðrarskúr- ir, að heita mátti hvern dag. Sumarið var mjög hlýtt, en fremur vætu- samt. Gróðri fór mjög ört fram eftir að hlýnaði og var komið sláandi gras á túnum um miðjan júní. Sláttur hófst þó eigi al- mennt fyrr en í síðustu viku júní og er það merkilegt, hve bændur byrja yfirleitt seint að slá og gera sér með því stóran skaða ár hvert. Sökum þess hve sumarið var hlýtt spratt taðan allvíða úr sér og það til muna, því bændur hafa óvíða enn aðstöðu og tæki til að heyja á svo stuttum tíma, sem nauð- syn er í slíku árferði, sem var síðastliðið sumar. Ofan á þetta bættist svo, að þurrkar voru mjög stopulir framan af sumri og urðu því fyrstu slægjurnar fyrir allmiklum hrakningi og spilltist þannig talsvert og rýrnaði það heyið, sem annars hefði orðið bezt og drýgst. Heyfengur sumarsins varð, að magni til, geysimikill og nýting mun hafa orðið í með- allagi, en í ljós kom svo, þegar farið var að gefa þessi hey, að þau eru mjög létt. Mjólk- urkúm verður því að gefa talsvert af fóður- bæti með töðunni, eigi þær að sýna eðlileg afköst. Bændur hér um slóðir telja og verra að fóðra sauðfé á töðunni frá síðastliðnu sumri en á útheyinu í fyrra, — húsin mylsni af töðunni, en blotnuðu af útheyinu. Þó mun að mínu áliti vandræðalaust að fóðra sauðfé á heyinu frá því í sumar. Haustið og veturinn fram að áramótum voru með ágætum hvað tíðarfar snerti. Að vísu var all rosasamt með köflum, sunnan- rok, sem gerðu þó eigi teljandi skaða, en hlý- indi voru svo að segja stöðug, þannig að viðburður mátti heita að frost kæmi. Laust fyrir miðjan október gerði norðan áfelli og var vonzkuveður í 2 sólarhringa. Engir skað- ar urðu þó á fé, hér um slóðir, og náðist það allt í hús fyrri daginn. Fönn þessa tók svo mjög fljótt upp og var fé þá sleppt aftur. Sími var lagður hér, í sumar, á þá bæi í Glæsibæjarhreppi, sem eftir voru og hefir nú hver bær í hreppnum síma. Þá er ákveð- ið að veita rafmagni frá Laxá, á sumri kom- anda, um hluta úr Glæsibæjar- og Skriðu- hreppum og ailan Arnarneshrepp ásamt nokkrum öðrum hreppum og hreppshlutum sýslunnar. Lítið var um nýbyggingar á veg- um og hafði lítið verið veitt til vega hér af hinu opinbera. ÍJr Fljótsdal er skrifaö i maíbyrjun: Þessi vetur, sem nýlega hefur kvatt, var með eindæmum mildur og snjóléttur. Þó kom hér meiri snjór á einum sólarhring en nokkurntíma hefur komið áður á jafn stuttum tíma. Það var í byrjun marz. Dag-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.