Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 9

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 9
FREYR 177 eyri 1 marzlok, aðstæður allar á staðnum skoðaðar og Eggert beðinn að segja frá athöfnum sumarið 1953. ★ Þegar komið er að Þorvaldseyri getur að líta reisulegar byggingar. Eru sumar nýjar en aðrar all gamlar. Þurrheyshlaðan er mest allra útihúsa á staðnum. Hún er göm- ul en í ágætu standi. Við austurenda henn- ar standa tveir votheysturnar 10 metra háir og 4 metrar að þvermáli. Milli þeirra er það langt bil að aka má vagni inn í enda hlöðunnar og eftir henni endilangri. Hornrétt á hlöðuna, einnig við austurenda, eru tvö fjós, annað til norðurs og hitt til suðurs og myndar samstæöin þannig T- lögun. Syðra fjósið er allmargra ára. Rúm- ar það 24 gripi. Fjósiö norðan hlöðunnar var byggt sumarið 1953 og rúmar einnig 24 gripi. 48 gripir er sá bústofn, sem jörðin framfleytir nú, en þar að auki allmörgu sauðfé og hrossum. Túnið á Þorvaldseyri er allt slétt, einnig engjar þær, sem slegn- ar eru. Svo skulum við heyra hvað gert var á Eyrinni sumarið 1953 og segir Eggert sjálfur frá: — Við vinnum nú ekkert öðruvísi hérna en gerist á bæjum bæði austan og vestan við okkur. Við stóðum reyndar í bygginga- framkvæmdum samtímis heyskapnum, en það er nú nokkuð sem aðrir gera líka þegar þess er þörf. Hérna, undir Fjöllunum, eru menn vanir að hjálpa hver öðrum, þegar á þarf að halda, og gengur það þá sitt á hvað, en það er ekki verið að skrifa tíma- fjölda eða gera reikning fyrir dagsverkun- um. Nágrannarnir réttu mér hjálparhönd við fjósbygginguna og eg reyni að gjalda í sömu mynd þegar þeir þurfa þess með. Við höfum alltaf haft þetta svona og mér finnst fara vel á því. Þegar við steyptum þakið á fjósið í fyrra- sumar vorum við 10 samtals. Það voru ná- grannarnir, sem þar komu til hjálpar. Það var heldur ekki verið að tala um lengd vinnudagsins eða eftirvinnu. Við unnum samfellt í 12 tíma eða þangað til þak- steypunni var lokið. — En hvað um byggingu fjóssins að öðru leyti? — Fjósið er 9,5X14 metrar að flatarmáli og á aö taka eina 24 gripi, eða vel það ef flestir eru ungviði. Við höfðum fjóssmíð- ina mest í hjáverkum, nema múrhúðunin var alveg gerð af fagmanni. Við byrjuðum á verkinu í fyrravor, fluttum mölina að jafnóðum, en sement og járn flutti kaup- félagið heim til mín. Uppsláttur fyrir veggj- um fór í gang 8. júní og svo miðaði verk- inu þetta áleiðis að fjósið var fokhelt 22. ágúst. Hve mikil vinna fór til fjóssmíðarinnar hef ég ekki hárnákvæmt yfirlit yfir, því að stundirnar og hjáverkin er ekki alltaf létt að færa til reiknings, en það mun láta mjög nærri að um þriðjungur af tíma okk- ar heimilismanna hafi farið til byggingar- innar frá því að veggjabyggingin byrjaði og þangað til fjósið var fokhelt. Eins og ég sagði, var byrjað á veggjunum 8. júní.Slátt- ur byrjaði 22. júní, en fyrir alvöru og af fullum krafti þó ekki fyrr en undir mán- aðamótin júní—júlí. En aðfengna vinnu við fjósbygginguna hef ég nákvæmt yfirlit um. Það er svo mikið sem 40 verkamannadags- verk og 65 múraradagsverk eða 105 dags- verk samtals. — En til þess að geta svo fengið hug- mynd um hve mikið heimamenn hafa lagt af mörkum til fjóssins, sem þá dregst frá heyvinnunni, er vert að vita um mannafla, eða dagsverkafjölda heimilismanna á tíma- bilinu frá 22. júní til 22. ágúst eða um það

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.