Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 10

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 10
FRE YR 178 bil sem heyskap var lokið. Hve margir vor- uð þið? — Mig sjálfan er nú ekki að telja nema hálfdrætting þv: ég þoli ekki erfiðisvinnu. En ég hafði karlmann og tvo stálpaða stráka, annan 12 ára — hinn 15 ára og svo hafði ég kaupakonu, sem vann að miklu leyti við heyskapinn. Að sjálfsögðu er þess að geta, að dagleg fjósverk, hirðing rúmlega 30 gripa og mjalt- ir kúnna, voru framkvæmd af sömu mönn- um. — Það mundi þá nema allt að því manns- vinnu, sem til þess hlutverks hefir farið. Setjum að það væri þín vinna. Svo er til frádráttar heyskapnum vinna til fjósbygg- ingarinnar, sem mundi ekki fjarri heils manns starfi um heyskapartímann. Eftir er þá til heyvinnunnar kvenmannsstarf og tveggja stráka, þegar fjósverkin og bygg- ingavinnan er dregin frá. Mundi það fjarri lagi? — Það er ekki auðgert að segja nákvæm- lega, en svo eru það vélarnar og það er þeirra aðstoð, sem mestu ræður um hey- skapinn. — Hve mikinn heyfeng var þá um að ræða, eftir-----ja, segjum sem árangur af þinni vinnu, kaupakonunnar og 12 ára drengs? Látum þá 15 ára piltinn hafa séð um fjósið og vinnu fullkomins karlmanns hafa verið varið til fjósbyggingarinnar. — Heyfengurinn held ég að hafi verið 1900—2000 hestburðir. Annars hef ég nú ekki hestatöluna nema eftir máli í hlöðu því að við erum löngu hættir að nota reipi og reiðing. En votheysturnarnir voru báðir fullir. í þeim hafa verið, ásamt votheysgryfjunum, um 900 hestburðir og ég hygg að þurrkaða taðan hafi verið um 900 hestar. Hlaðan var full og meira en það, og svo var ögn af út- heyi. — Og þessara 2000 hestburða var þá aflað á réttum tveim mánuðum og til þess þurfti vinnu umræddrar kaupakonu, tólf ára pilts og svo þ:na, en þú segist vera bara hálf- ur maður til starfs? — Eitthvað nálægt þessu er það víst. Annars hófst heyskapurinn ekki fyrir al- vöru fyrr en undir júnímánaðarlok en hann stóð líka til ágústloka svo það er ekki langt frá þvi að hafa verið tveggja mánaða starf. — Þetta mundu vera óvenjuleg afköst við heyskap. Þess vegna hefir fréttin flogið. En nú viljum við heyra hvernig þið höguðuð störfum. — Það gerðum við eins og aðrir. Veðrátt- an var framúrskarandi hagstæð. Það hefir svo mikið að segja. Við sláum allt með Far- mall-vélinni. Eins og ég gat um fór um það bil helmingur af heyinu í votheyshlöð- urnar. Þá látum við grasið liggja í ljánni eftir atvikum en ég hirði það alltaf í vot- hey grasþurrt — já, jafnvel með lausu vatni í ef svo vill verkast. Ég hef afræslu í votheysturnunum svo að vatnið geti runn- ið hiklaust burt ef það er í grasinu. Ljánni safna ég saman með ýtu, Farmall-ýtu, sem á er skrúfaður planki 8X2 þuml. að sver- leika, og er hann á neðri röð ýtunnar en battingur eða borð er fest á efri hluta hennar. Nú er gengið með ýtuna á ljána og safnað í beðjur. Slðan förum við með ýt- una að hlið hverrar beðju og ýtum upp á heyvagn. Hann er þannig gerður, að tvö hjól á gúmmíbörðum eru undir trégrind. Það er miklu auðveldara að nota tvíhjóla en fjórhjóla vagna. Við notum venjuleg jeppa-hjól. Grindin er um það bil 6 m á lengd og þrír á breidd. Öxullinn er undir miðju. Að framan á grindina er útbúið

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.