Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 17

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 17
PRE YR 185 bótakind, sem þekkst hefir hér á landi. Það er nærri ótrúlegt hvað ein kynbótaskepna, með sterka arfhæfni, getur umskapað lítt ræktaða stofna og áhrifin varað lengi. Það mun ekki hafa verið flutt margt fé frá Bretlandi til Vestfjarða og er langt orð- ið síðan. En beztu hrútar, kollóttir, af Vest- urlandi, hafa enn á sér einkenni af Cheviot- fé. Ég ferðaðist hér um nær allar sveitir þessa lands og kom á flesta bæi í flestum sveitum, frá haustinu 1909 til vorsins 1914, eða um 7 mánuði á hverju því ári eða 35 mánuði alls, til að skoða fé og leiðbeina í fjárrækt. Þessar ferðir gáfu mér yfirlit yf- ir ásigkomulag sauðfjárræktarinnar hér í landinu. Þá sá ég hvaða yfirburði hið rækt- aða suður-þingeyzka fé hafði fram yfir annað fé í landinu. Mér duldist að vísu ekki, að kollótta Kleifaféð hafði yfirburði. En það var ræktað af svo fáum á þeim ár- um. (Fyrst sá ég það einna bezt hjá Jóni Hannessyni á Óspakseyri í Bitru og Guð- mundi Ögmundssyni í Fjarðarhorni í Hrútafirði). Á Jökuldal og í Möðrudal sáust og glögg ræktareinkenni frá Brúarfénu á Jökuldal. — (Við sjáum hér hvað Þorberg- ur heitinn í Hólum segir um það. Björn Hallsson á Rangá geröi miklar kynbætur á fé þar eystra með kynbótakindum frá Möðrudal o. fl.). Um upphaf, byrjun og framhald þessara bréfakafla, sem birtir eru hér að framan, mætti margt rita, en sem ekki er rúm fyr- ir hér. Sumir þessara ágætu bréfritara eru nú fallnir frá, en aðrir eru hér til vitnis um. En þetta birti ég til að slá á þær fjarstæður, að viðleitni manna til að bæta féð með úr- vali hér á landi, hafi engan árangur borið og jafnvel orðið til bölvunar sauðfjárrækt- inni. Það er ekki hollt sálarfóður handa þeim, sem fávitandi eru. Mun ég síðar biðja Frey fyrir rúm, til birtingar fleiru af sama tagi. Sauðburðurinn Fyrir bændur almennt mun sauðburður- inn mesti annatími ársins. Ekki sízt fyrír þá, sem ekki hafa aðstöðu til að láta ær sinar bera í áheldi eða húsi, en verða að ganga við þær um víðáttumikið land. Margir hverjir eru þeir líka einyrkjar. Og vorverkin kalla að öll í einu, einmitt á þecsum tíma, einkum ef tíð hefur verið köld. Það er því mikil nauðsyn fyrir þessa menn að gera allt sem hægt er til að spara sér tíma og erfiði við sauðburðinn. Þetta tel ég hægt að dálitlu leyti, og styðst ég þar við mína eigin reynslu. Lang- ar mig til, í fáum orðum, að skýra frá því hvernig ég tel þetta hægt. Frá því um fermingaraldur, eða um 20 ára skeið, hef ég gengið við ær okkar feðga. Við höfum l:'ka haldið nákvæmar ærbækur. í þær höfum við skrifað hvenær ærin fær fang og hvenær hún ber, sömuleiðis lit og kyn lambanna. Með því að skrifa hvenær ærin fær fang og ber, getum við séð lengd meðgöngutímans. Og mín reynsla er sú, að eftir að ærin er orðin tveggja ára, gengur hún oftast með jafn marga daga á hverju ári, nema eitt- hvað sérstakt komi fyrir hana, svo sem veikindi eða eitthvað slíkt. Þess vegna get ég séð í ærbókinni, hvenær ég má búast við að þessi eða hin ærin beri. Og ég fer aldrei svo af stað til ánna minna, að ég l'ti ekki fyrst í ærbókina til að huga eftir að hvaða ám ég þarf að gæta þann dag- inn. Og svo er það annað: Fyrir nokkrum árum fór ég (meira til gamans en að ég byggist við árangri) að skrifa það hjá mér, hvar í f.jallinu ég fyndi þessa og þessa ána borna. Og reynsla mín nú er orðin sú, að ærin ber oftast á svipuðum slóðum ár eftir ár, og sumar eru jafnvel alltaf á sama blettinum, ef svo mætti segja í sömu laut- inni. Þetta: Að vita nokkurnvegin upp á dag hvenær ærin á að bera, og eins hvar helzt þarf að leita hennar í fjallinu, hefur sparað mér mörg spor og mikinn tíma. Víðivöllum 1. maí 1954. Rögnvaldur Erlingsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.