Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 16
184
FRE YR
ullargott fé. Það er vænna en annað fé mitt. Dilk-
ar, með að minnsta kosti 5 pd. meira kjiit og ann-
að fé einnig- þyngra og hcfir meira kjöt. Ullin er
líka bæði meiri og betri.
Bjarni Bjarnason, sem 1924 og um mörg
ár var skólastjóri í Hafnarfirði, en rak sam-
hliða stórt sauðfjárbú að Straumi í Hraun-
um, segir:
„Ég notaði þingeyzka hrútinn frá þér í 4 vetur.
Undan honum hefi ég féngið frítt og jafnvaxið fé,
sem sýnilega hefir í sér mikla kynféstu. Þetta fé
er 10 pundum þyngra á fæti en annað fé mitt,
enda mjög holdþétt. Ullin af því er langt um þel-
meiri, betri og meiri en af öðru fé niínu. Það er
engu verra, enn sem komið er, til útigangs en ann-
að fé. Undanfarna þrjá vetur hefir fé mitt gengið
gjaflaust úti og lömb suma veturna líka. Hafa
lömbin undan norðanhrútnum staðið sig ágæt-
lega á útigangi sem og systur þeirra ærnar.“
Eyjólfur Sigurðsson, bóndi á Fiskilæk í
Melasveit, kynnti sér fjárrækt í Þingeyjar-
sýslu og stofnaði fjárræktarfélag í sveit
sinni. Hann segir í bréfi til mín frá 17. febr.
1923 um reynslu með þingeyzkt kyn-
bótafé:1)
„Sauðfjárræktarfélagið lifir og eru í því 10 bænd-
ur. Fé var, á mörgum bæjum, orðið blandað þing-
eyzku fé og er ólíkt í sjón og reynd því, sem áður
var. Ær eru 6—7 pundum þyngri en þær voru
fyrir 7 árum.. En lömb 10—12 pundum þyngri.
Einna kynbezt er féð hjá mcr og á Fiskilæk, enda
mest rækt í það komin. Kjöt af dilkum frá Fiski-
læk var 1 haust að meðaltali 33 pund og 4 pd.
mör. Einn hrútur veturgamall var þar í haust 100
pd. af þingeyzku kyni 1 báðar ættir, mjög ein-
kennilegur. Hann er líkur Stóruvallafénu í Bárð-
ardal."
Víglundur Þorgrimsson, bóndi á Krossi í
Mjóafirði, segir í bréfi til mín 6. des. 1923:
„Fyrir 5 árum fékk ég veturgamlan hrút frá
Páli á Stóruvöllum. Hann vóg 180 pd. fyrir norð-
an, en hingað komin eftir mánuð 160 pd. Hann
reyndist mér mjög góður. Árin á undan að ég
fékk hann, var alvanalegt að vg. hrútar vógu að-
*) Eyjólfur bjó þá á Melum, en fluttist að Fiski-
læk árið eftir. — J. H. Þ.
eins um 120 pd., en vg. ær um 100 pd. og þóttu
góðar. Veturgamla féð undan Bárð, en það nafn
gaf ég hrútnum, vóg: hrútar upp í 145 pd. og
ær upp í 125 pd. Skipti svona fljótt um, sem ég
þakkaði norðanhrútnum. Ég notaði Bárð í 3 vet-
ur, en þá hvarf hann hér úr fjallinu og sást aldrei
meir. Ég á 2 hrúta undan Bárði. Fjögra vetra vógu
þeir 210 og 226 pd. Veturgamlar ær undau þcim
vega í haust 117-137 pd. og dilkhrútar eru hér þó
nokkrir undan þeim 100 pd. Þarna sést greinileg
framför á 5 árum. Ég geri auðvitað vel við ærnar og
allar mínar kindur. I fyrrahaust fékk ég svo aftur
vg. hrút. vg. á og lambgimbur. I haust vógu þess-
ar kindur: Hrúturinn 2 v. 200 pd., vg. ærin 160
pd. og 2 v. ærin 143 pd. Veturgamlir hrútar, út af
Bárði, vógu í haust 158—162 pd. Þarna sézt mun-
urinn!"
Þorbergur Þorleifsson, í Hólum í Horna-
firði, segir í bréfi til mín frá 24, jan. 1924:
„Þegar ég byrjaði að gera kynbætur mcð Möðru-
dalsfé 1912 var féð hér ósamsett, tuskulegt og
afurðarýrt. Ég byrjaði með 2 v. hrút frá Möðru-
dal. Það var fallegasta kind, sem ég hefi séð. Vöxt-
urinn ágætur og ullin mikil. Haustið, sem hann
kom, hafði ég ekki vog, sem tók hann, en haustið
eftir vóg hann 180 pd. Virtist þá tæplega vera
eins vænn og þegar hann kom. Hrút þennan not-
aði ég til 1916. Lömbin undan honum reyndust
þyngri til frálags en undan öðrum hrútum og það,
sem sett var á, þreifst vel og urðu margt ágætar
kindur, svipgóðar, hraustar og afurðamiklar. Um
100 ær eru hér til af Möðrudalskyni. Eru þær flest-
ar með sjáanlegri kynfestu. En gamlar eru sumar
orðnar. Nokkrar eru undan fyrsta hrútnum frá
Möðrudal og einar 3, sem verða 11 vetra f vor.
Vcrður ckki annað sagt en að þær endist vel.“
*
Ég læt hér staðar numið að sinni, þótt
fleira sé til, eins og um mína eigin reynslu
um tugi ára. Á Bessastöðum ræktaði ég
þingeyzkt fé og seldi þar þingeyzka hrúta
vítt út hér um land og til Grænlands, þar
sem þeir reyndust mjöl vel, sérstaklega þó
einn þeirra. Kunn er sagan af hrútnum,
sem ég útvegaði Ásgeir í Gottorp. Sá hrút-
ur var af Baldursheimsætt, frá Sigurðar-
stöðum í Bárðardal. Ein allra mesta kyn-