Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 5
FREYR
173
ARNÓR SIGURJÓNSSON:
Helgi á Hrafnkelsstöðum
og Björgvin í Garði
Helgi Haraldsson bóndi á HrafnkelsstöS-
um hefir í 1.—2. og 4.—5. tbl. Freys lagt
mörg góð orð í belg um sauðfjárrækt. Hann
fer mjög góðum orðum um fjárrækt Þingey-
inga, enda finnst honum hann vera þeirra
lærisveinn. En hann fer heldur illum orð-
um um þrjá Þingeyinga, er hann hefir til
umræðu jafnframt sauðunum, okkur Björg-
vin i Garði og Jón i Felli.
Ég læt ræðu Helga um Jón í Felli af-
skiptalausa. Hvort tveggja er, að Jón hefir
gefið nokkurt tilefni til þeirrar ræðu, og svo
mun hann, ef ég þekki hann rétt, vilja svara
fyrir sig sjálfur. Ég hefði líka látið því ó-
svarað, er Helgi vikur að mér, ef eigi hefði
annað komið til. Hann líkir mér við Leitis-
Gróu fyrir það, að ég vitna í gagnrýni Björg-
vins Árnasonar í Garði á fjárrækt Þingey-
inga og kalla hann einn af beztu fjármönn-
um þeirra. Ég tek þar upp prentuð orð og
vísa til þess, hvar þau hafi birzt. Þetta
finnst Helga hið sama og þegar Leitis-Gróa
vísaði til sinna heimilda: „Ólyginn sagði
mér.“ Mér finnst ör hans hafi geigað svo
frá markinu, að hún muni mér tæplega ban-
væn.
En þvi, sem Helgi víkur að Björgvin í
Garði, finnst mér ég þurfa að svara. Björg-
vin er inn í þessar umræður kominn, af því
að ég hefi kallað hann fram. Fyrir það vill
Helgi ræna hann öllum fjármannsheiðri og
segir, að sér „gæti frekar dottið í hug, að
hann væri meira en lítið geggjaður."
Nú skyldu menn ætla, að Helgi væri aö
ræða um sér ókunnugan mann, og yrði hon-
um hér á slysni óvart. Svo er ekki. Björgvin
hefir frá fæðingu verið næsti nágranni
hinna gömlu lærifeðra Helga í fjárræktinni,
Grænvetninga í Mývatnssveit. Hann er svo
einkennilegur maður, að hann gleymist eng-
um, er séð hafa hann einu sinni og við
hann rætt, hvað þá oftar, eins og hlýtur að
hafa verið um Helga. Heyrt- hefi ég það, að
fyrir hafi komið, að borin hafi verið saman
fjárrækt Björgvins og Grænvetninga, enda
hafa hvorir þar sína leið farið. En þá þekki
ég Grænvetninga illa, ef þeir hafa nokkru
sinni látið sér til hugar koma þvílíkar um-
sagnir um Björgvin sem Helgi lætur falla.
Ég minnist þess, er ég fyrir mörgum ár-
um varð samferða Björgvin síðasta áfang-
ann, er hann rak fé sitt til sláturhúss að
Einarsstöðum í Reykjadal. Ég held þetta
hafi verið haustið 1922, en það getur hafa
verið 1—3 árum síðar. Hjörðin var ekki með
venjulegu þingeysku fjárbragði, en minn-
isstæðast er mér, að þarna var margt tví-
lembinga, er sumir gengu hlið við hlið, enda
var það til, að mæður þeirra voru samferða
þeim á aftökustaðinn. Þarna voru og nokkr-
ir einlembingar forkunnar vænir, en ekki að
sama skapi fagrir fyrir mitt þingeyska auga.
Næsta dag frétti ég, að meðalfallþungi dilk-
anna hefði verið 18.5 kg, en einlembing-
arnir hefðu skilað 20—23.5 kg föllum. Þetta
þótti umtalsverð sláturvigt, og urðu ýmsir
til að telja þetta þá sláturvigt, er bezt væri
í sláturhúsinu það haustið raunverulega,
en aðrir vildu miða við tölurnar einar. Með-
al annars var um þetta rætt, þar sem Bene-
dikt Guðnason bóndi á Grænavatni var
nærri staddur. Féllu þá orð um það, að
meiri hefði verið sláturvigt þeirra Græn-
vetninga. „Hvað er að marka það?“ sagði
Benedikt. „Við vorum búnir að selja úr-
kastið úr okkar lömbum, en Björgvin fór
með öll sín, líka minnstu tvílembingana."
Benedikt hafði allan drengskap til að við-
urkenna það skilyrðislaust, er Björgvin
tókst vel.
Björgvin hefir farið sínar leiðir í fjár-
ræktinni, ekki þær, er fjölfarnastar hafa