Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Page 18
18 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 Sport DV Ólafur Stefánsson er ekki rifsbeinsbrotinn eins og óttast var, eftir því sem Einar Þor- varðarson sagðí við DV Sport í gær. „Hann verður hvíldur gegn Dönum í dag (í gær) en við vonumst til að hann verði klár fyrir Ungverjaleikinn á sunnudag," sagði Einar. Mark- vörðurinn Roland Valur Eradze var ekki heldur með íslending- um gegn Dönum í gær en hann meiddist á æfingu fyrr í vik- unni. Búast má við því að frek- ari ákvarðanir verði teknar í hans máli í dag. Serbar náðu sér á strik Landslið Serbíu - Svartfjalla- lands vann í gær góðan sigur á Ung- verjum á EM í Sviss en liðin eru með íslandi í riðli. Serbar náðu sér vel á strik eftir að hafa tapað fyrir íslendingum í fyrradag og juku möguieika sína á sæti í milliriðlum um- talsvert. Sigur gegn Dönum á morgun gulltryggir áffamhald- andi þátttöku á mótinu. Zikica Milosavljevic skoraði átta mörk fyrir Serba sem höfðu eins marka forystu í hálfleik. Ung- verjar náðu mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik en Serbar héldu forystu sinni allan sfðari hálfleikinn. Ólafur ekki brotinn íslenska handboltalandsliðið tryggði sig áfram í milliriðlakeppn- ina eftir jafntefli gegn Dönum í æsispennandi leik. Þar sem Ung- verjar töpuðu í gær geta Islendingar ekki lent í neðsta sæti riðils- ins og skiptir því leikurinn gegn Ungverjum engu máli. ísland er komið áfram í milliriðlakeppnina með þrjú stig í farteskinu. ís- lendingar fengu tækifæri til að tryggja sigurinn í síðustu sókn leiksins en dómarar leiksins refsuðu ekki fyrir brot danskra varn- armanna á síðustu stundu og jafnteflið því staðreynd. Danir skoruðu fyrsta mark leiks- ins eftir nokkuð langa fyrstu sókn en íslendingar voru mun fljótari í þeirri næstu. Arnór Atlason var greinilega staðráðinn í að sýna sig og sanna og keyrði sig laglega í gegnum vöm Dana. Því miður varði Kasper Hvidt, markvörður Dana, sem hefur okkur oft reynst erfiður ljár í þúfu. Brottvísun snemma í leiknum Vamarleikurinn var frábær gegn Serbum og hann byrjaði ágætlega á móti Dönum. Sigfús Sigurðsson fékk að vísu tveggja mínútna brottvísun strax á fjórðu mínútu og mátti ís- lenska liðið alls ekki við því að hann lenti f „vifluvandræðum". Það var hins vegar afar jákvætt að Birkir ívar Guðmundsson varði vítið sem dæmt var á Sigfús. Ólafur Stefánsson var fjarri góðu gamni og þó svo að Guðjón Valur Sigurðsson væri með fyrirliðaband- ið í hans stað þá var það Snorri Steinn Guðjónsson sem dró vagn ís- lenska liðsins á vellinum. Hann skoraði tvö af fyrstu fjórum mörkum íslands á meðan Danir skomðu að- eins eitt. Danir tóku leikhlé í þeirri stöðu, strax á sjöundu mínútu, og greinilegt að þeir voru bangnir. „Þjóðarsálin getur huggað sig við að ísland er komið áfram í milliriðlakeppnina." um mönnum þegar mest á reyndi og Asmussen í marki Dana datt í „stuð- ið". Leikur íslands hmndi algerlega undir lok hálfleiksins en þeir náðu þó að bjarga andlitinu fyrir rest. Arnór naut sín Þar sem Ólafur var fjarverandi bjuggust flestir við því að Einar Hólmgeirsson myndi blómstra en þvert á móti var það Arnór Atlason sem greip óvænt tækifærið. Hann skoraði fjögur góð mörk í fyrri hálf- leik og gaf þar að auki fjórar stoðsendingar. Einar byrjaði reynd- ar síðari hálfleikinn af krafti og jók forystu íslands í tvö mörk. íslendingar héldu naumu for- skoti fyrsta stundarfjórðunginn í síðari hálfleik en ljóst var að Danir ætluðu ekkert að gefa eftir. Leegaard hélt áfram að hrella íslenska liðið og virúst sem að Danir skomðu úr nán- ast hverri einustu sókn. Dæmigerð barátta | Guðjón Valur Sigurðsson og Daninn Lars Jorgen- sen berjast um boltann I leiknum / gær. Guðjón Valur varþó langt frá slnu besta I leiknum en fékk reyndar úr litlu að moða. Sætt jafntefli-lsland Auðvelt hjá Rússum Rússland vann skyldusig- ur á Portúgal í D-riðli í gær og er því enn með fulit hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. Rússar jg náðu fljótlega þriggja marka forystu og leiddu í hálfleik með sex marka mun og var sigur liðsins aldrei í hættu. Mestur var munurinn átta mörk og gátu Rússar leyft sér að slaka á síðasta stundar- fjórðunginn. Portúgalar náðu að minnka forskotið í fjögur mörk áður en yfir lauk. Norðmenn réðu ekki við Króata Króatar unnu Ifjögurra marka Isigur á Norð- Imönnum í gær, 128-32, en Króatar Ihöfðu gott forskot stærsta hlut leiksins og vom með sex marka forskot í hálfleik, 20-14. Norðmenn hafa þar með tapað báðum leikjum sínum og spila úrslitaleik við Portúgali á sunnudag um sæti í milliriðlinum. Norðmenn réðu lítið við Ivano Balic sem skoraði 8 mörk úr 11 skotum. Birkir ívar frábær Birkir ívar byrjaði einnig leikinn frábærlega og lokaði markinu þessar fyrstu mínútur. Hvidt gekk hins veg- ar illa og kom váramarkvörðurinn Kristian Asmussen inn á og byrjaði á því að verja fyrstu tvö skotin sem á hann komu. En Birkir fvar hélt áfram að verja eins og berserkur og við það fílefldust leikmenn fslands. Þegar það virtist sem að íslend- ingar ætluðu að sigla endanlega fram úr Dönunum tóku við skelfileg- ur fimm mínútna leikkafli þar sem Danir skoruðu fimm mörk í röð og jöfnuðu leikinn. Viggó tók þá leik- hlé, sagði sínum mönnum að ör- vænta ekki og tókst þeim að bæta við einu marki áður en flautað var til leikshlé. Skyttan Per Leegaard fór fyrir sín- Hvarvoru hraðaupphlaupin? Hraðaupphlaupsmörkin voru af skornum skammti í leik íslands og vantaði þar tilfinnanlega Ólaf Stef- ánsson til að bera upp boltann. En Viggó gat leyft sér að nota þá Sigurð Eggertsson og Heimi örn Árnason þó væri í aðeins skamman tíma og komu þeir með ferskleika í íslenska liðið. I sömu sókninni fengu tveir ís- lendingar að fjúka út af og þótti það ekki góðs viti. Danir komust í kjöl- farið yfir í leiknum í fyrsta skipti síð- an á fyrstu mínútu. Æsispennandi lokamínútur Danir komust í tveggja marka forystu og tókst okkar mönnum ekki að jafna leikinn á ný fyrr en í þriðju tilraun. Strax í næstu sókn fengu leikmenn íslands tækifæri til að „Cuðjón Valur Sigurðsson skoraði sitt fyrsta og eina mark í leiknum á 54. mínútu og segir það meira en margt annað" komast yfir en Hvidt varði slappt skot Arnórs. Danir tóku leikhlé í kjölfarið og héldu í sókn er rúm mín- úta var til leiksloka. Þeir fengu hins vegar dæmda á sig leiktöf og reyndu íslendingar án árangurs að skora í kjölfarið en án árangurs. Viggó Sig- urðsson tók leikhlé er átta sekúndur voru til leiksloka. fslendingar stilltu upp, Alexander keyrði á vörnina og reyndi skot en það var brotið á hon- um og skotið geigaði. Ekkert var dæmt hins vegar og jafntefli stóð. Jafntefli betra en tap Þetta eru ásættanleg úrslit miðað við stöðuna þegar tíu mínútur voru eftir en íslenska liðið átti aldrei að hleypa Dönum inn í leikinn eftir að hafa byggt upp svo gott forskot í fyrri hálfleik. En jafntefli er betra en tap og getur þjóðarsálin huggað sig við að fsland er komið áfram í milliriðlakeppnina með þrjú stig. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sitt fýrsta og eina mark í leiknum á 54. mínútu og segir það meira en margt annað. eirikurstaydv.is Liðsheildin stóð upp úr í fjarveru Óla „Þetta var stórkostieg skemmt- Mikill baráttuleikur þar sem sigurinn gat endað hvoru megin sem var," sagði Sigurður . Valur Sveinsson, , handboltaþjálfari og \fyrrum landslið- jskempa en hann er ’ sérfræðingur DV e Sports. Hann var kampakátur eftir leik Islands og Dana í gær. „Við vorum í raun óheppnir að svo fór sem fór því við áttum að byggja upp enn meira forskot í fyrri hálfleik en við gerð- um. En þetta var engu að síður mikill sigur fyrir okkur í dag því úr- slitin í leik Serba og Ungverja þýða að við erum komin áfram með góða möguleika á að taka þrjú stig með okkur í milliriðilinn. Það er alveg ljóst að við eigum Einar Hólmgeirsson inni en Arnór Atlason stóð sig frábærlega í gær. Þarna er á ferð ungur drengur sem tók einfaldlega af skarið og sýndi ■■■■■■■ úr hverju hann er gerður. Það var sérstaklega jákvætt í ljósi þess að Ólafur var ekki með og Guðjón Valur náði sér ekki á strik. Það gera úrslit þessa leiks enn betri fyrir vikið. Birkir ívar átti einnig skín- andi góðan leik og skóp þá forystu sem við náðum í fyrri hálfleik. En að öðru leyti er erfitt að taka ákveðna menn út - liðsheildin var það sem stóð upp úr í fjarveru Óla. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í það hversu litlu mátti muna að við hefðum tapað leikn- um. Þá væri staða okkar allt önnur. En núna erum við í algerri lykil- stöðu og þurfum ekki að taka nema tvo leiki í milliriðlinum og þá erum við komnir í leiki um verðlaunasæti - eins og ég var löngu búinn að spá fyrir um. En það þýðir ekkert að slá slöku við í næsta leik. Við eigum að gera það sem við gerum best, keyra á þá frá fyrstu mínútu og klára dæmið strax í fýrri hálfleik. Strákana á að hungra í að ná sem allra bestum árangri."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.