Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 Helgarblaö DV I Samvlskusöm Margrét Oaaa bætir upp fyrir van- kunnáttu sina i elda mennsku með þvi að setja alltafi uppþvo tta vélina. Eldhúsiö mitt Forsteíkt snitzel og pakkakartöflumús Það eina sem er á boðstólum þá sjald- an Margrét eldar. Árið 1988 sló lag Magnúsar Kjartanssonar, Sólarsamba, í gegn svo um munar í forkeppninni fyrir Eurovision. Lagið er enn þann dag í dag gríðarlega vinsælt, sérstaklega þegar fer að nálgast sumar. Dóttir Magnúsar, litill stelpuhnokki með tíkóspena, söng lagið með honum. Stelpuhnokkinn er kona í dag. Hún heitir Margrét Gaua Magnúsdóttir, er kennari og skipar fjórða sæti á lista Samfylkingarinn- ar í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. DV fékk að líta inn í eldhúsið hennar. WWtOfHiBDUÍ mmhed potatoes Þetta er það eina sem ég get eldað, forsteikt snitzel af ýmsu tagi. Grísa, nauta, lamba og svo eru það náttúrlega kjúklingamán- arnir. Þeir hafa komið mjög sterkir inn í seinni tíð, en þeir eru seldir með mismunandi fyllingum. Úr- valið er orðið svo mikið. Með þessu geri ég svo pakkakart- öflumús frá Maggí,“ segir Margrét Gaua Magnúsdóttir þegar hún er spurð af afrekum í eldhúsinu sem virðast ekki hafa verið mikil í gegn um tíðina. Brennir kartöfiumúsina Margrét segist sjaldan klúðra matnum þá sjaldan hún eldar enda hafi hún í raun aldrei eldað neitt að viti. „Ég er svo dekruð í þessum málum, ég er alin upp af mömmu sem hefur unun af elda- mennsku, síðan giftist ég manni sem hefur einnig unun af elda- mennsku og í vinnunni eldar Sollí matráðskona ofan í mig. Þannig að ég bý, og hef búið, vel í þessum málum." Margrét segir eldamennskuna vera eitthvað sem vex henni í aug- um. „Ef ég er ekki góð í einhverju þá geri ég það ekki. Þetta er eins og með BA ritgerðina mína. Hún vex mér líka í augum. Ég er ekki góð í að gera hana. En snitzelin og mús- in eru mitt mál. Ég fer eftir leið- beiningunum og þetta er yfirleitt alveg ljómandi. Samt brenni ég stundum kartöflumúsina því þar þarf að hafa virkilega snör hand- tök.“ spyrnu hjá FH. Hún á með honum dótturina Björk sem er átta ára og hundinn Óskar sem er þriggja ára. Þau hjónin eiga svo von á öðru barni í ágústbyrjun. „Ég ætla að eiga það á afmælisdegi Odds afa míns, þriðja ágúst, þótt fæðingin sé sett á þann fyrsta." Fjölskyldan býr í Bjarnabæ, gömlu húsi við Suðurgötuna í Hafnarfirði. Þau hafa eytt miklum tíma í að gera húsið upp en eiga þó nokkuð langt í land. „Þetta er allt að koma. Húsið er orði flott að innan, til dæmis er eldhúsið stórt og flott. Við eigum samt eftir að taka það í gegn að utan.“ Stefnir á toppinn Margrét hefur mikið starfað að æskulýðs og félagsmálum og var lengi vel formaður ungra jafnaðar- manna í Hafnarfirði. Hún skipar nú fjórða sætið hjá Samfylking- unni í væntanlegum sveitarstjórn- arkosningum og stefnir enn hærra í framtíðinni „Ég ætla að verða fyrsti kvenbæjarstjórinn í Hafnar- fírði. Ég er bara rétt þrítug þannig að fjórða sætið er fínt núna." Þegar barnastjarnan fyrrver- andi er spurð hvort forn frægð nýt- ist henni í pólitíkinni segir hún svo ekki vera. „Nei, það er frekar hið gagnstæða. Ég var lengi vel kölluð Magga Sólarsamba, en það hefur nú verið minna um það í seinni tíð.“ Samfylkingin hefur verið sterk í Firðinum síðustu ár og segist Mar- grét vera viss um að áframhald verði á velgengninni sérstaklega ef hún stígi á stokk með Gunnari Svavarssyni á kosningafundum þegar nær dregur. „Við eigum samt eftir að ræða það betur," seg- ir Margrét að lokum og hiær. rap@dv.is Eiga von á öðru barni Margrét er gift Davíð Arnari Stefánssyni, smið og garðyrkju- fræðingi sem einnig þjálfar knatt- UNI Helgarnar mættu vera lengri Ásgeir Kolbeinsson er dagskrár- gerðarmaður á Sirkus, fyrrverandi dag- skrárstjóri FM957 og síðast en ekki síst helgarpabbi. Ásgeir segir tímann sem hann eyðir með syni sínum fvani Degi, sem er nýorðinn þriggja ára vera mjög dýr- mætan. „Það er rosafínt að vera helg- arpabbi en auðvitað vildi maður eiga meiri tíma með honum. Þessar helgar mættu vera svo miklu lengri. En þetta er rosalega fínn tími þegar ég er með hann og þegar ég er ekki með hann hjá mér þá hef ég allavega eitthvað til að hlakka til.“ Alltaf eitthvað skemmtilegt Ásgeir segir það gríðarlega mikilvægt fyrir börn að samkomulag foreldranna sé gott. „Það er líka mjög mikilvægt að það sé gott á milli foreldranna því ef það er ekki skilar það sér beint heim.“ Ásgeir segist reyna að gera eitthvað skemmtilegt í hvert skipti sem ívan Dag- ur er hjá honum. „Hvað við gerum hverju sinni fer oft eftir veðri og vindum. Það er alltaf gaman að fara út ef það er hægt, að fara í sveitina að skoða dýrin. Það er frábært að fara í dýragarðinn í Slakka eða eitthvað styttra eins og í Heiðmörk. Maður reynir að gera eitt- hvað öðruvísi en þetta daglega þegar við erum saman." Andabrauð og húsdýr Það er minna um sveitaferðir hjá þeim feðgum um háveturinn. „Það er ekki hægt að fara mikið í langferðir núna en maður getur farið út á snjóþotu og svoleiðis. Eða náttúrlega þetta týpíska, að gefa öndunum brauð eða fara í hús- dýragarðinn. Svo er líka voðalega gott að hangsa bara og eyða tíma með honum, maður hefur ekki svo mikinn tíma og ekki hægt að vera á þeytingi allan tím- ann." Þegar Ásgeir er spurður hvort hann fmni fyrir því að kvenfólk setji það fyrir sig að hann eigi barn kveðst hann svo ekki vera. „Einu konurnar sem setja það fyrir sig eru konur sem hafa engan áhuga á börnum. Ég held að maður mundi ekk- ert hafa fyrir því að kynna þær fýrir barn- inu sínu hvort sem er.“ DV-mynd Hari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.