Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 Fréttir 3DV Ók á röngum helmingi Á sunnudagskvöldið ók ökumaður á röngum vegar- helmingi rétt fyrir neðan Litlu kaffistofuna á leið til Reykjavíkur og fór hann utan í aðra bilfeið sem kom úr gagnstæðri átt. Mikil mildi var að ekkert mann- tjón hlaust af þessum háska- akstri því hinn ökumaðurinn brást snarlega við og tókst að sveigja frá og afstýra því að illa færi. Ökumaðurinn sem ók á röngum vegarhelmingi reyndist ölvaður þegar lög- reglan í Reykjavík stöðvaði hann. Mátti hann dúsa í fangageymslu þar til rann af honum. Umdeild breyting Sú breyting að láta þjónustuborð Haíhar- fjarðarbæjar taka við hlutverki Upplýsinga- miðstöðvar ferða- manna þýddi að ferða- mönnum sem leituðu upp- lýsinga fækkaði úr 5603 árið 2001 í 1452 ífýrra. Þetta segja sjálfstæðismenn í þjónustu- og þróunarráði Hafnarfjarðar: „Á sama tíma og gríðarleg aukning hefur orðið í heimsóknum ferða- manna til landsins er það miður fyrir hafnfirsk ferða- þjónustufyrirtæki, verslanir og atvinnulíf hvemig komið er." Fufltrúar Samfylkingar sögðu upplýsingar ferða- þjónustuaðifa sýna stöðuga aukningu í fjölda ferða- manna. Dópskannar? -fðÉkk. \ TBmHm imjuv « Benedikt B-Ruff Jónsson plötusnúöur. „Ef lögreglan getur gert þetta viö hvaöa mann sem erþá er þetta árás á einkalífið. Efmaö- ur fer út að skemmta sér á maður þá hættu á aö gefa munnvatn fyrirframan fjölda fólks? Auðvitaö þarfaö koma í veg fyrir aö fólk keyri undir áhrifum fíkniefna og þaö er rétt aö minnka dóp i Reykjavik en þaö þarfaö gera þaö á réttan hátt." Hann segir / Hún segir „Erþetta ekki bara hiö besta mál? Þetta er bara eins og með blöörurnar þegar fólk blæs i þær, þetta er bara bróðir þeirrar tækni. Þaö er ekkert öðruvísi aö keyra undir áhrif- um fíkniefna en áfengi. Svo ég segi bara aö þetta er flott mál. Ég er reyndar bara mjög hissa á þvi að þetta hafi ekki verið I gangi áöur. Ég hélt aö þaö væri sjálfgefiö aö fikniefni væru skoðuö i leiöinni þegar ökumenn eru látnir blása." Halldóra Gunnlaugsdóttir safhar nú kröftum eftir erfiða viku í gæsluvarðhaldi. Þar þurfti hún að dúsa eftir að metmagn af amfetamíni fannst í farangri hennar og kærasta hennar, Mikaels Más Pálssonar, þarsíðasta föstudag. í viðtali við DV í dag segist Halldóra saklaus. Hún hafi ekki vitað af efnunum sem falin voru í farangri hennar og vilji nú einbeita sér að því að koma lífi sínu aftur á réttan kjöl. Brennuvargur fær skilorð 19 ára Hafnfirðingur, Andri Þór Eyjólfsson, var í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær dæmdur í tólf mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrirýmis þjófnaðar- og fíknefnabrot sem framin vom í fyrra. Hann var einnig dæmdur fyrir stórfelld eignaspjöll. í apríl í fyrra kveikti Andri í skólahúsnæði á lóð Öldutúnsskóla í Hafríarfirði með þeim afleiðingum að stórtjón varð. Allt innbú húsnæðisins eyðilagðist. Tjónið af völdum bmnans var metið á tæpar elfefu milljónir króna en bóta- kröfum tveggja tryggingafélaga vegna íkveikjunnar var vísað frá dómi. Með brotum sínum rauf Andri skil- orð en hann var dæmdur fyrir ýmis smávægileg brot árið 2003. Þrátt fyrir það vom allir tólf mánuðir fangelsis- dómsins skilorðsbundnir en það var gert vegna ungs aldurs Andra. Þá vom gerð upptæk tæp átján grömm af hassi og smáræði af kókaíni sem lögregla fann við leit á heimili hans. andri@dv.is Slökkvilið að störfum Allt innbú skólahúsnæðis- ins eyðilagðist i eldinum. Ellefu milljóna króna skaðabótakröfum vísað frá Hvalavaða á Ströndum Átta eða níu hvalir léku listir sínar úti á Steingrímsfirði á Ströndum í gær. Steingrímsfjörð- ur er sagður einn af fáum stöðum á landinu þar sem reglulega er hægt að komast í hvalaskoðun á þurru landi. Gaman sé að fylgjast með tilburðunum þegar hin risa- vöxnu dýr leika sér eða halda mat- arboð. „í dag hefur hvalavaða, með 8-9 hvölum þar sem tveir eru áberandi langstærstir, verið að leik rétt utan við Kirkjuból og Heydalsá í Tungusveit með mikl- um tilþrifum og látum," sagði á vefnum strandir.is í gær. Vil gleyma þessu sem fvpst „Ég er fyrst og fremst ánægð með að vera komin heim til mín,“ segir Halldóra Gunnlaugsdóttir sem nú fyrir helgi var látin laus úr gæsluvarðhaldi sem hún hafði setið í eftir að hafa verið hand- tekin ásamt kærasta sínum, Mikael Má Pálssyni, með rúmlega þrjú og hálft kíló af amfetamíni í Leifsstöð. Halldóra dvelur nú á fsafirði í 'Þetta hefurþegar haft skelfilegar afteiðingar fyrir mig og ég veit ekki hvarþað endar." faðmi fjölskyldu sinnar og safnar kröftum eftir erfiða viku í gæslu- varðhaldi. Fréttir af handtöku henn- ar komu sem reiðarslag á vini henn- ar og aðstandendur, ekki síst vegna þess hversu mikið magn fannst í far- angri hennar og Mikaels, og þeirra afleiðinga sem það getur haft í för með sér fyrir Halldóru. Skeifilegar afleiðingar Halldóra er þrátt fyrir alft sem gengið hefur á frírðuróleg. Hún hef- ur frá fyrsta degi lýst yfir sakleysi sínu og segist ekki hafa haft neina hugmynd um efnin sem falin vom í farangri hennar og Mikaels. „Ég er alsaklaus af þessu," segir Hafldóra. „Það hef ég sagt frá fyrsta degi. Þetta hefur þegar haft skeffileg- ar afleiðingar fyrir mig og ég veit Þakklát vinunum Halfdóra hefur bloggað um fífsreynsfu sína á heimasíðu sinni bfog.centraf.is/dee „þetta er bara miklu flóknara heldur en það sýnist!!! hann laug mig stútfulla og RÚSTAÐI lífi mínu, ég átti þetta örugglega skilið þar sem ég hafði það greinilega of gott með honum! En samt sem áður vill ég þakka öllum sem hafa sýnt mér stuðning á einhvem hátt :0) ég er rosa þakklát, og já maður veit svo sannariega hverjir vinir sín- ir em á svona stundum :)" ekki hvar það endar," segir Hall- dóra sem er á leiðinni að hafa samband við vinnuveitanda sinn í von um að geta snúið aftir að sínu daglega lífi. Viil komast aftur á réttan kjöl Litlar upplýsingar fást um gang rannsóknar málsins hjá fíkniefna- deild lögreglunnar að öðm leyti en að hún sé enn í gangi. Mikael er enn í hafdi lögreglu en gæsluvarðhalds- úrskurðurinn yfir honum rennur út á föstudag. Auk aðildar sinnar að amfetamínmálinu hefur Mikael ját- að að hafa komið undan tveimur milljónum í svokölluðu heima- bankamáli skömmu fyrir áramót. „Ég vil sem minnst af þessu vita," segir Hall- dóra um þau mál sem kærasti hennar er flæktur í. „Ég vil helst gleyma þessu öllu sem fyrst og einbeita mér frekar að því að komaméraft- ur á réttan kjöl. Ég vona að þetta mál komi ekki í veg fyrir það." andri@dv.is Halldóra Gunnlaugsdótt ir Laus úr haldi og vill koma llfí sínu aftur d réttan kjöl. i Mikael Már Páls son Siturennl gæsluvarðhaldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.