Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Blaðsíða 18
1 18 MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 Sport DV Betri fréttir af Reyes Spánveijinn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal er ekki fót- brotinn eins og óttast var í fyrstu eftir fólskulega tæk- lingu Abdoulaye Faye hjá Bolton um helgina. Reyes er bólginn á ökkla en ekki brot- inn og Arsenal-menn vonast til þess að hann verði búinn að ná sér fyrir leiJánn gegn Real Madrid í Meistaradeild- inni. „Ég er þakklátur fyrir að þetta fór ekki verr og ætla gera allt til þess að ná leikn- um við Real,“ sagði Reyes við enskablað- ið Sun en Arsenal mætir Real Madrid21. febrúar á Spáni. Fram ogVík- ingur leika til úrslita Fram og Víkingur leika til úrslita í Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla í knatt- spymu en riðlakeppninni lauk um helgina. Framarar, sem gerðu jafntefli við Fjölni í lokaleik sínum, sigmðu í A- riðli, en Víkingar lögðu Þrótt- ara í lokaleik B-riðils og skut- ust þar með upp fyrir KR-inga og í efsta sætið. Úrslitaleikur mótsins fer fram í Egilshöll fimmtudaginn 2. mars kl. 19.00. Jakob bætti stigametiðsitt Jakob Sigurðarson bætti persónulegan árangur sinn í stigaskorun í þýslcu Bundesligunni í körfubolta þegar hann skoraði 14 stig í 78-72 sigri Bayer Giants Leverkusen á BG Karlsruhe á útivelli. Jakob hitti úr 5 af 8 skotum á þeim 29 mínútum sem hann spilaði, þar af 3 af 4 skotum fyrirutan þriggja stiga lín- una. Jak- ob hafði mest skorað 10 stigen það var einmitt í fyrri leilcnum gegn BG Karlsruhe. Tapífyrstaleik á La Manga Karlalið KR tapaði fyrir norska úrvalsdeildarliðinu Tromso í fyrsta leik á æfinga- móti á La Manga á Spáni en leikurinn fór fram í gær. Arash Talebinejad skoraði sigurmark Tromso á 58. mín- útu leiksins. KR mætír rúss- neska liðinu Krylya Soveto á fimmtudaginn og gegn norslca liðinu Brann á mánu- daginn. Öllum leikjum KR- liðsins er lýst á Útvarpi KR en útsendingar KR-Útvarpsins em á tí'ðninni FM 98,3. Dwyane Wade var meö 37 stig fyrir Miami Heat gegn Detroit Pistons og tryggði sínu liði fyrsta sigurinn gegn efstu fjórum liðum deildarinnar. Detroit Pistons hef- ur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum, gegn Indiana, Atlanta og Miami, en er samt með besta sigurhlutfallið í deildinni, 41 sigra og 9 töp. Ef það er einhver sem efast eitthvað örlítið um hæfileika Dwya- ne Wade er um að gera fyrir viðkomandi að verða sér úti um síð- ustu fímm mínúturnar í leik Miami Heat gegn besta liði NBA- deildarinnar til þessa í vetur, Detroit Pistons. Wade skoraði 17 stig gegn aðeins 8 stigum frá öllu Pistons-liðinu þessar lokamín- útur leiksins og tryggði loks Miami tveggja stiga sigur, 100-98, með glæsilegu stökkskoti þegar aðeins 2,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Miami Heat hafði tapað öllum leikjum sínum gegn efstu fjórum liðum NBA-deUdarinnar í vetur, Detroit (1), Dallas (2), Phoenix (2) og San Antonio (2), og því var þessi sigur á Pi- stons Miami-mönnum mikilvægur til þess að sýna að þeir gætu unnið bestu liðin nú þegar styttist óðum í úrslitakeppnina. r Otrúlegar 4 mínútur og 27 sekúndur hjá Dwyane Wade: Það er ekki nóg með að Miami- liðið hafi unnið topplið Detroit heldur hvernig það fór að því. Detroit náði mest 13 stiga forskoti undir lok þriðja leikhluta og var með sjö stiga forskot, 90-83, þegar aðeins 4 og hálf mínúta var eftir af leikn- Dwyane Wade hafði aðeins skorað 9 stig í fyrri hálfleik og var á þessum tímapunktí búinn að klikka á 12 af 20 skotum sínum. Wade skoraði 17 síðustu stig Miami í leiknum (sem er met) og hitti úr sjö síðustu skot- unum sem hann tók. Varð að leggja sitt af mörkum „Þetta var mjög skemmtilegt. Minn tími rann upp. Ég varð að leggja mitt af mörkum og hjálpa mínu um * ■ Orðinn einn sá besti 24 ára Dwyane Wade hefur leikið frá- bæriega með Miami Heat fvetur og skorar 27 stig, tekur5,9frá- köst og gefur 6,8 stoðsendingar að meðaltali I leik. ) [MIA 85-90] Wade 2 stiga karfa af 5 m færi. Stoðsending: Payton ) [DET] Hamilton klikkar á skoti ) [MIA] O'Neal frákast ) [MIA 87-90] Wade 2 stiga sniðskot. ) [DET] R. Wallace villa ) [MIA 88-90] Dwayne Wade hittir úr 1 af 1 víti ) [DET] Hamilton tapaður bolti Stolinn bolti: Haslem ) [DEP Billups villa ) [MIA 89-90] Wade hittir úr 1 af 2 víti ) [MIA 90-90] Wade hittir úr 2 af 2 víti ) [DET 93-90] Billups 3 stiga karfa ) [MIA] Anderson klikkar á 2 stiga skoti ) [MIA] Wade sóknafrákast ) [MIA 92-93] Wade 2 stiga sniðskot ) [DET 96-92] Hamilton 3 stiga karfa. Stoðsending: Prince ) [MIA 94-96] Wade 2 stiga karfa af 6 m færi ) [DET 98-94] Billups 2 stiga karfa af 6 m færi ) [MIA 96-98] Wade 2 stiga karfa af 3 m færi. Stoðsending: Haslem ) [MIA] Haslem villa ) [DET] Billups tapaður bolti Stolinn bolti: Payton ) [MIA 98-98] Wade 2 stiga karfa af 4 m færi ) [DET] Billups klikkar á 3 stiga skoti ) [DET] Hamilton klikkar á 3 stiga skoti ) [MIA] Wade varnarfrákast ) [MIA 100-98] Wade 2 stiga karfa af 5 m færi þess að vinna þennan leik. Ég tók liðið á mínar herðar og náði að skora nokkrar góðar körfur," sagði Dwyane Wade eftir leik. „Þetta er mikilvægur sigur fyrir sjálfstraustið í liðinu. Ef við lendum undir í leikj- um það sem eftir er af tímabilinu getum við leitt hugann aftur til þessa leiks þar sem við komum til baka gegn mjög góðu liði," sagði Wade sem endaði leikinn með 37 stig, 8 ffáköst og 4 stoðsendingar. Shaquille O’Neal var rólegur á lokakaflanum en hann skoraði engu að síður 31 stig og hélt Heat-liðinu inni í leiknum. „Þetta var stór sigur fyrir okkur. Við hefðum getað misst þetta frá okkur en liðið gafst ekki upp og hélt áfram að berjast. Nú þurfum við að ná upp stöðugleika. það geta allir unnið leik og leik. Við þurfum að fara að vinna leiki, kvöld eftir kvöld," sagði O’Neal eftír leik. O’Neal skoraði 21 stig í fyrri hálfleik og sagði að hann gæti enn haft yfirburði í teignum en Miami skoraði 66 stig úr teignum í leiknum gegn aðeins 24 hjá Detroit. Vorum of seinir að tvídekka „Dwyane tók öll völd í leilcnum. Hann náði mörgum skotum á lokakaflanum og nýtti sér það að við vorum of seinir að tvídekka hann,” sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit, eftir leilcinn. Leilcmenn Detoit vildu hins vegar ekki gera mikið úr tapinu. „Við klilckuðum bara á skotum okkar í lokin og ungi strákurinn setti niður sín,” sagði Rasheed Wallace og Chauncey Billups (29 stig og 10 stoðsending- ar) leit á þennan leik eins og hvern annan. „Leilcmenn Heat líta kannski á þetta sem stærri sigur en hann í rauninni er. Þeim hefur gengið illa gegn bestu liðinum og auðvitað líta þeir á þetta sem stór- an sigur að vinna efsta liðið,” sagði Billups eftir leik. ooj&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.