Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Side 39
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 39 Hefur þú lagt í stæði fyrirfatlaða? Ég þurfti að spara „Já, ég hefgert þaö. Ég er ekki stoltur afþví en ég gerði það því ég þurfti að spara tíma einhvern tímann." Qoasai Odeh nemi. „Nei.ég hefekki gert það. Menn verða að skoða sína samvisku vel þegar þeir geraslíkt." Stefán Garð- arsson sölu- maður. Aldrei hefég gert það. Ég ber virðingu fyrir merktum stæð- um.“ Freyja Sverr- isdóttir nemi. „Nei, ég geri mérgrein fyrirþvíað stæðin eru fyrir fatlaða." Guðmundur Guðmundsson iðnaðarmað- ur. Ég hef ekki gertþað, allavega ekki meðvitað. Mér finnst mjög mikil- vægt að samfé- lagið virði merk- ingar fatlaðra." Sólveig Péturs- dóttir félags- málastjóri. Sumum finnst erfitt að lesa merkingar fatlaðra á bílastæðum og láta það eftir sér að leggja í þau þrátt fyrir að það geti valdið fötluðum gríðarlegum erfið- leikum. Athygli vakti þegar Hannes Smárason.forstjóri FL Group, lagði í stæði fyrir fatlaða á blaðamannafundi síðastliðinn föstudag. Kasthönd Davíðs Þórs „Á kappræðufundin- um sem Samfýlking- arfélagið í Reykjavík hélt á Nasa með fram- bjóðendunum þremur sem kepptu um fyrsta sætið í prófjörinu um helgina var annar fund- arstjóranna Davíð Þór Jónsson, þýðandi, skáld, fyrrverandi ritstjóri og guðfræðinemi. Þrisvar á fundinum þurfti að ákvarða röð frambjóð- enda í tilteknum svörum, og hafði Davíð Þór tekið með sér sérstakan tening til þeirra nota. Fundarstjór- arnir höfðu ákveðið að hliðarnar með 1 og 2 ' bentu á „ Dag, Stefán , Jón fengi hlið- i arnar með 3 og 4 en Steinunn Valdís 5 og 16. Eftir staf- rófsröð. Fyrst þurfti | 0 CU3É ákveða röðina daqrsm6 að í frambjóðendanna. Davíð Þór kastaði teningnum, og upp kom þessi röð: Dagur, Steinunn, Stefán. Þá var komið að síðustu um- ferðinni í beinni sjónvarpsút- sendingu. Davíð Þór mundar teninginn, og niðurstaðan er sama röðin: Dagur, Stein- unn, Stefán. í þriðja sinn er teningnum kastað úr hendi Davíðs Þórs þegar kemur að loka- orðum frambjóðendanna á fundinum, og úrslitin eru enn: Dagur, Steinunn, Stefán. Davíð Þór hristi hausinn í fundarlok og gaf Degi svo teninginn. Næst þurfúm við greinilega ekki þetta próf- kjörvesin allt saman heldur bara Davíð Þór og tening hans. Úrslit prófkjörsins urðu einsog allir vita: Dagur, Stein- unn, Stefán.“ Mörður Áinason alþingismaður ritar i vef sinn, mordur.is Orðskraut Dags „í prófkjörsbaráttunni aug- lýsti Dagur B. Eggerts son meðal annars á þennan veg: „Prófkjör Samfylkingarinnar í dag og á morgun er opið öllum Reykvík- ingum, óháð stétt og stöðu, flokkslínum, aldri og áhugamálum.“ Orðaval- ið lýsir því, hve prófkjörið bara frímerkjasafnara. Orðskrautið er dæmi- gert fyrir, hvernig Dag- ur nálgast viðfangs- efni; sjálfsagður hlut- ur er settur fram eins og um ein- hver stór- j, tíðindi sé að ræða.“ Guðbergur Bergsson skrifar um eiturlyf í smokkum í iðrum manna og viðbrögð lögreglunnar ■_____ Totusmokkar Ef hygginn maður á bensínbrúsa veit hann yfirleitt hvar hann er og hvort mikið eða lítið sé á honum. En ef sá hinn sami á böm hefur hann oft ekki hugmynd um hvar þau em, hvort þau séu tóm í höfðinu eða full af vonbrigðum, sjálfshatri og fyrirlimingu. Stundum er vitneskjan eini munurinn á því að eiga böm og bensínbrúsa. Nú vita flestir hvaðan börnin koma. Það er ekkert leyndarmál. Hins- vegar þykist enginn vita, eða það er þjóðarsamþykkt að hafa ekki hugmynd um hvaðan eiturlyfin koma. Flestir telja þá vitneskju vera bara vandamál lög- reglunnar í landi sem er langt frá því að vera lögregluríki. Með þessu móti er lögreglunni skylt að annast afbrotaþátt inn í uppeldinu en ítroðslan hvílir á kennumm. Þannig verða komandi kynslóðir í góðum höndum. En stundum tekst hvorki kennur- um né lögreglunni að ala upp ungling. Hann fer í eiturlyf og sleppur við handtöku í Keflavík, kviðfullur af smokk- r jJgtfEStb' \ T&satSSr V *ssaaas&r / vÞeMié$ smokka.11 s um með fínasta eiturefni. Síð- n gerist það á klósettinu heima hjá ömmu að hann kemur þeim ekki niður af sér. Totusmokkar eiga það til að vera þannig, sleppi þeir inn í kviðinn, að verða stór- mennskubrjálaðir og vilja taka við hlutverki garnanna, ryðja botnlanganum burt og koma í staðinn fyrir hann. Magalæknar þekkja þessa of- beldis- og einræðishneigð smokka. Sálfræðingar segja hana stafa af því að efnið þeirra er þynnra en garn- anna. Þá gerist það að fyrrum barn, en nú milli tvítugs og fertugs, fer til læknis fullt af smokkum og kókaíni. Læknirinn, bundinn þagnareiði, klórar þá liðlega út vegna starfsreynslu sinnar. En hvað gerist svo? Hann lætur smokkana brúna af saur í sótthreinsaða öskju og fer með fenginn til lögreglunnar. Um leið vaknar spurning: Getur til dæmis Guð- mundur læknir komið oft með smokka fulla af kóka- íni til lögreglunnar án þess að hún segi annað en: Takk fyrir smokkana, Guðmundur góði? Yfirheyrir hún hann ekki? Hefur magalæknir leyfi til að valsa um með troðfulla totusmokka eins og tifandi tíma- sprengju með kókaíni fyrst hann er bundinn 1 Guðbergur Bergsson SEFUR ALDREI 10.000.- kronur góða frétt Viðtökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminn er 550 5090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.