Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006
Sport DV
Everton má fá
nýjan markvörð
Stjórn ensku úrvals-
deildarinnar hefur veitt Ev-
erton sérstakt leyfi til að fá
nýjan markvörð til félagsins
eftir að Iain Turner fékk
rautt spjald í sínum fyrsta
úrvalsdeildarleik um helg-
ina. Bæði Nigel Martyn og
Richard Wright eru frá
vegna meiðsla og þýðir það
að að öllu óbreyttu stendur
John Ruddy einungis til
boða. Reyndar er íslenskur
markvörður, hinn átján ára
Þórður Ingason, á mála hjá
félaginu sem stendur og
gæti því tæknilega séð
komið við sögu í næsta leik
Everton.
Drogba tæpur
vegna meiðsla
Það gæti verið nokkur
bið í að Didier Drogba, leik-
maður Chelsea, geti spilað
með liði sínu á nýjan leik
vegna hnémeiðsla sem hafa
verið að angra hann undan-
farna mánuði og hafa farið
versnandi í þátttöku hans
með landsliði Fflabeins-
strandarinnar í Afríku-
keppninni. Chelsea tapaði
um helgina, 3-0, fyrir Midd-
lesbrough og hefur Jose
Mourinho, stjóri liðsins,
sagt að það sakni Drogba
sárt. Hann segir nú að hann
geti aðeins beitt sér að
hluta til vegna meiðslanna.
Byrjar Fowler í
kvöld?
Svo gæti farið að Robbie
Fowler verði í byrjunarliði
Liverpool í kvöld þegar liðið
mætir Arsenal í ensku úr-
valsdeildinni. Peter Crouch
gat ekki leikið með liðinu
gegn Wigan um helgina og
er enn tæpur vegna meiðsl-
anna. Fowler hefur í gegn-
um tíðina gengið afar vel
gegn Arsenal í búningi
Liverpool og gæti því Rafael
Benitez, stjóri Liverpool,
vonast til að hann endur-
taki leikinn nú. Framundan
eru svo mikilvægir leikir hjá
Liverpool - gegn Manchest-
er United í bikarkeppninni
og Benfica í meistaradeild
Evrópu.
19.50 Liverpool-Arsenal í
- g ensku deildinni í beinni á
Enska boltanum.
21.20 Keppni í listhflaupi
á skautum á vetrar-
ólympíuleikunum í
Tórínó. Parakeppni,
frjálsar æfingar.
Sideline Sports er
íslenskt fyrirtæki
sem hefur unnið að
þróun hugbúnaðar fyrir
íþröttaþjálfara. Brynjar
Karl Sigurðsson körfu-
boltaþjálfari er einn
eigenda fyrirtækisins
og segir að hugbún-
\ aðurinn hafi fengið
risamarkaðssetn-
1 ingu á heimsvísu
sem sé tugmilljóna
króna virði.
' M ,
*- '
? ■ •. *
I
FIB
styrkir
íslensha
á
Brynjar Karl Sigurðsson er annar stofn-
enda og eigenda Sideline Sports sem nýver-
ið undirritaði stóran samning við Alþjóða-
körfuknattleikssambandið, FIBA. Fyrirtækið
hefur hannað hugbúnað fýrir íþróttaþjálfara
sem þjálfarar um allan heim munu nú nota
þar sem hugbúnaðurinn hefur fengið gæða-
stimpil FIBA. Brynjar segir þetta mikla við-
urkenningu fyrir hugbúnaðinn og fyrirtæk-
ið.
Risamarkaðssetning
„Venjulega ef fyrirtæki vilja fá FIBA til að
styðja verkefni sem þetta kostar það yfir eina
mflljón evra. Við erum hins vegar að fá þetta
ókeypis og um leið risamarkaðssetningu á
okkar forriti," sagði Brynjar Karl. Hann segir
að FIBA hafi komist í kynni við hugbúnaðinn
í gegnum NBA-lið sem hafa notað hann í
gegnum tíðina en þar að auki hafa fjölda-
mörg háskólalið og menntaskólalið í Banda-
ríkjunum notast við forrit á vegum Sideline
Sports. Meðal þeirra NBA-liða sem nota hug-
búnaðinn má nefna NJ Nets, Denver Nuggets
og Memphies Grizzlies.
„Með þessum samningi munum við
styrkja öll landslið og þá mun tækninefnd
FIBA nota okkar forrit til að sjá um leikgrein-
ingu á ólympíuleikum og heimsmeistara-
mótum. Við munum svo hjálpa til með því að
búa tfl margmiðlunarefni og taka að okkur
ráðgjafastörf og námskeiðshald til að mennta
þjálfara í notkun forritsins tfl að bæta sína
þjálfun," sagði Brynjar Karl.
Starfssemi Sideline Sports er aðallega í
Bandaríkjunum þar sem Brynjar Karl bjó í
þrjú ár en einnig eru sölusloifstofur í Bret-
landi og Svíþjóð. Brynjar er körfuboltaþjálfari
en hugbúnaður fýrirtækisins er ekkl ein-
skorðaður við þá íþrótt heldur geta þjálfarar
hinna ýmsu íþrótta notað hugbúnað fyrir-
tækisins.
Með haug af hugmyndum
Nú í janúar kom á markað forrit frá
Sideline Sports sem snýr að styrktarþjálfun
leikmanna. „í raun bjóðum við upp á lausnir
fyrir allar hliðar þjálfarastarfsins. Þetta er lflct
og Microsoft Office-pakkinn þar sem mörg
ólflc forrit em saman í einni fjftlskyldu," sagði
Brynjar Karl. „Og við emm enn með haug af
hugmyndum sem við emm alltaf að vinna í."
Grunnhugbúnaður Sideline Sports sem
mun standa þjálfumm víða um heiminn til
boða snýr að gæðastjórnun. Um er að ræða
ákveðinn grunnpakka og ef þjálfurum líst
vel á forritið geta þeir keypt við-
bætur og önnur hliðarforrit af fyr-
irtækinu. „í raun er þetta gæða-
stjórnunartæki. Það getur sparað
þjálfurum dýrmætan tíma og þjónar
einnig hlutverki gagnabanka. Þarna
geta þjálfarar haldið utan um sínar
hugmyndir og gert bæði aðgengileg-
ar fyrir hlutaðeigandi og sett þær fram
á myndrænan hátt með myndskeið-
um og teikningum. Um er að ræða
samskiptatæki þar sem þjálfarinn Jk
hefur kjörinn vettvang til að iJBj
koma skilaboðum sínum á jfi
framfæri."
Á leið í úrvalsdeild?
Sem fyrr segir bjó Brynjar íi
Karl í Bandaríkjunum en flutti
heim á síðasta ári til að stofna Körfuboltaaka-
denflu FSu á Selfossi. Þar þjálfar hann 16
manna hóp drengja á menntaskólaaldri sem
keppa í þremur flokkum - þar á meðal í 1.
deild karla. Liðið er sem stendur í 2. sæti
deildarinnar og á góða möguleika á úrvals-
deildarsæú. „Það eru spennandi tímar
framundan," sagði Brynjar Karl.
eirikursWióv.i')
Ótrúleg skipti í vændum hjá tveimur stærstu liðum Evrópu?
Barcelona býður Deco í skiptum fyrir Robben
Barcelona hyggst bjóða
portúgalska landsliðsmanninn
Deco í skiptum fyrir Arjen
Robben, leikmann Chelsea, í
sumar. Þetta hermdu fregnir á
Englandi og Spáni í gær en
Börsungar hafa víst mikinn
áhuga á Robben og hefur verið
lengi talið að þeir muni bjóða í
leikmanninn í sumar. En nú þyk-
ir þessi möguleiki líklegastur, að
Deco fari í beinum skiptum fyrir
Robben.
Jose Mourinho, knattspyrnu-
stjóri Chelsea og landi Deco,
þekkir vitanlega vel til hans en
Deco lék undir stjórn Mourinho
hjá Porto er liðið sigraði í meist-
aradeild Evrópu árið 2004. Deco
hefur fá tækifæri fengið í byrjun-
arliði Barcelona að undanförnu
en ekki eru nema tvær vikur síð-
an hann sagðist lítinn áhuga hafa
á að spila á Englandi.
Það er ekki nema rúm vika þar
til þessi lið mætast í fyrri viður-
eign þeirra í 16 liða úrslitum
meistaradeildar Evrópu. Þau
mættust einnig á sama stigi
keppninnar í fyrra en þá bar
Chelsea sigur úr býtum. Þá var
mikið rætt og ritað um leikina og
virtist lítill kærleikur vera á milli
knattspyrnustjóra liðanna og
áhangenda þeirra. Ef tfl vill að
þetta útspil hjá Börsungum sé
aðeins liður í sálfræðistríði lið-
anna.
Annars hafa bæði lið misstigið
sig undanfarið eftir að hafa byggt
upp vænlegt forskot í sínum
deUdum. Barcelona hefur í þess-
um mánuði dottið úr bikarnum
og tapað bæði heima og að heim-
an í deildinni í fjarveru þeirra
Ronaldinho og Lionel Messi sem
eiga við meiðsli að stríða. Chel-
sea fékk svo stóran skell gegn
Middlesbrough um helgina er
það mátti þola stærsta tapið, 3-0,
í stjórnartíð Jose Mourinho.
%
%
Á leið tíl Chel-
sea? Decoog
Claude Makelele
berjastíleik
Barcetona og
Chelsea i fyrra.
Nordic
Photos/Getty