Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Síða 40
T* Y t í C 0 C Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndar er gætt. *-* q _»-* Q rj Q SKAFTAHLlÐ 24, 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMI550 5000 5 "690710N111117 • Á laugardaginn héldu Samtökin 78 ball í Iðu-húsinu til styrktar Hinseg- in bíódögum. Mik- ill mannfjöldi var samankominn þar en hápunktur kvöldsins var þó þegar glys- drottningin sjálf, Silvía Nótt, mætti á staðinn með dansara sína, Homma og Namma. Silvía tók lagið við mikinn fögnuð viðstaddra og endaði atriði sitt á því að láta bera sig um allan sal. Ekki tók hún þó Til hamingu ísland því henni er bannað að syngja það opin- berlega þar til ljóst er hvort hún verður fulltrúi íslands í Eurovision í Grikklandi í vor... Langarhann svona mikið á Eurovision? J? idoác SpjallþáttalÉgiir í ferðabransann Grikkir lausir við tilgerð og smeðjuskap „Þetta eru ferðir til Cyclades- eyja, sem nefnast Hringeyjar á ís- lensku, lífsnautnaferðir þar sem fólk fær að kynnast fallegri náttúru, góðum ströndum, góðum mat og frábæru mannlífi," segir Egill Helgason sjónvarpsmaður. Þeir sem fylgst hafa með Agli í gegnum tíðina þekkja áhuga hans á Grikklandi þar sem hann hefur ver- ið tíður gestur. Nú stígur Egill skrefmu lengra og skipuleggur ferðir þangað í samstarfi við ferða- skrifskrifstofuna Prima/Emblu. Eg- ill segir Prima/Emblu sérhæfa sig í vönduðum sérferðum. „Þannig að þetta er nokkuð fínna en fjölda- ferðirnar sem flestar ferðaskrifstof- ur bjóða upp á. Við leggjum áherslu á góða gistingu og þæg- indi," segir Egill sposkur - þegar farinn að tileinka sér tungutak ferðamálaþjónustunnar. Og fer reyndar létt með það: „Miðpunkturinn verður eyjan Naxos, sú grænasta á þessu svæði, en þaðan er hægt að fara í skoðun- arferðir, til dæmis til Mykonos þar sem er mjög fjörugt næturlíf eða til Delos þar sem í fornöld var eyja guðsins Appolons." Spurður um þennan Grikk- landsáhuga segist Egill hafa milli- lent í Grikklandi fyrir tíu árum á leið frá ísrael. „Ég hreifst strax af mannlífinu þar, Grikkir eru ein- staklega þægilegt fólk. Lausir við tilgerð og smeðjuskap. Ég veit ekki betri stað til að dvelja á en þessar eyjar. Glæpir eru til dæmis nærri óþekktir þar." Egill segir ferðir sína nauðsyn- lega hvíld frá fjölmiðlum. „Síðla veturs byrja ég að telja niður, hvað á ég eftir marga þætti þangað til ég kemst til Grikklands. Á veturna held ég tengslum með því að stunda grískunám - sem að vísu gengur afarhægt." Spjallþáttakóngurinn er ekki frá því að þetta sé að einhverju leyti leið hans út úr hinu mikla amstri sem fylgir fjölmiðlamennsku. „Já, ég held það. Mér finnst gott Egill Helgason Erekkifrá því að með skipuiagningu ferða til Grikklands sé komin eins konar útgönguleið úr fjöimiðiaamstri. að komast reglulega frá þessu litla landi, stundum týnir maður aðeins perspektífinu í fámenninu hérna. Annars kúpla ég mig alveg frá þessu þegar ég er í Grikklandi, fylgist þá ekkert með því sem gerist heima." gerðu góð kaup á húsgögnum, Ijósum og gjafavöru, 10-60% afsláttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.