Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR2006
IJV Fréttir
DNA greining á hundum
Lrftæknifyrirtækið Prokaria og Líffræðistofnun Háskóla íslands hafa nýver-
ið hafið samstarf um rannsóknir á erfðafræði hunda. Á vef Hundaræktarfé-
lags íslands er óskað eftir samstarfi við hundaeigendur og þeim boðið að
taka þátt í rannsókninni. Upphaflegt markmið hennar er að meta erfða-
breytileika stofns íslenskra fjárhunda í landinu með sameindaerfðafræði-
legum aðferðum og er það gert í samvinnu við deild íslenska fjárhundsins.
Annað markmið verkefnisins er að þróa almennar arfgerðagreiningar
(DNA-greiningar) á hundum. í ræktunarstarfi og útgáfu ættbóka getur
erfðagreining verið mikilvægt verkfæri til að staðfesta arfgerð einstaklinga,
nokkurs konar kennimerki eða erfða-
fræðileg strikamerking. Hundaeigendum
er bent á að hafa samband við Arnþór
Ævarsson, Prokaria ehf í síma 5707903.
Lítið mál er að vera með en aðeins ein
stroka innan úr munni hundsins þarf í
sýni og getur eigandinn sjálfur séð um
sýnatökuna. Nánari upplýsingar eru
einnnig á vef HRFÍ.
Köttur fóstrar fugl
Þeir eru fieiri kettirnir sem éta fuglana ef þeir ná í þá en þeir sem taka fugla í fóstur.
Það gerði þó köttur einn í Brasilíu. Hann heitir Chiquita og í stað þess að gæða sér á
fugli sem féll niður úr tré og varð ófleygur tók hann fuglinn að sér og fóstrar öllum
stundum. Hann leyfir honum að borða með sér upp úr dallinum sínum og notar jafn-
vel fuglinn sem tálbeitu til að veiða aðra fugla sér til matar. Eigandi hans segir að þeir
vinirnir séu svo samrýmdir að þeir megi ekki hvor af öðrum sjá. Fuglinn er meira að
segja farinn að éta kjöt, kettinum til samlætis.
Bergljót Davíðsdóttir
skrifar um dýrin
sln og annarra á
þriðjudögum IDV.
30-50% afsláttur
af öllum gæludýravörum.
Nutro Choice kattafóður í hæsta gæðaflokki 50% afsláttur.
TOKYO HJALLAHRAUNI 4
HAFNARFIRÐI SIMI 565 8444
Éturtíu
sígaretturádag
Eigandi tuttugu og tveggja ara
Dachshunds í Austurrfki fullyrðir
að langlífi hans megi rekja til sí-
garetta, þótt ótrúlegt megi virðast.
Wolfgang Treitíer frá Graz segir að
Edi, sem hann tók að sér sautján
ára gamlan,
tyggi tóbak úr
um það bil tíu
sígarettum á
dag og hafi gert
það í áraraðir.
Hann setur alla
sígarettuna
upp í sig, tyggir
góða stund með filter og öllu,
skyrpir síðan filtemum út úr sér
en kyngir tóbakinu. Það merkilega
er að þrátt fyrir um það bil hálfan
pakka á dag em tennur hundsins
hvítar og fínar eins og í hvolpi.
Nikotín er, eins og menn vita, eit-
ur og hefur verið talið að hvolpar
gætu steindrepist af einni sígar-
ettu. Svo virðist sem smátt og
smátt hafi Edi vanið sig á tóbakið
og líkami hans aðlagast nikotín-
inu. En hvort þakka megi eitrinu
langlífið er önnur saga.
orgæsir þar. I
,f *
1»
Hommamörgæsir
Forsvarsmenn dýragarðsins í
Bremerhaven buðu nokkrum
kvenmörgæsum frá dýragarði í Sví-
þjóð til sín í von um að þær gætu
tælt til sín hommamörgæsir þar. í
Bremerhaven vom of
margar karl-
kynsmörgæsir sem
höfðu parað sig
saman og höfðu í
stað eggja safnað
undir sig steinum
sem þeir lágu á. Skemmst er frá því
að segja að aðgerðin mistókst
gjörsamlega þar sem sænsku mör-
gæsimar vom mjög feimnar, auk
þess sem hommarnir lim ekki við
þeim og héldu uppteknum hætti.
Ekki var það til að bæta á von-
brigðin að forsvarsmenn dýra-
garðsins fengu yfir sig holskeflu af
tölvupósti og sendibréfum frá reið-
um hommum sem ásökuðu dýra-
garðsmenn fyrir að hefta frelsi
mörgæsanna í velja sér maka í
friði. Það væri þeirra réttur að para
sig eins og þær vildu, hvort sem
væri með sama kyni eða ekki.
Lukka var fárveik meö nál í æð og 40 stiga hita þegar hún slapp úr búri fjarri heim-
ili sínu í september. Heima átti hún tveggja vikna kettlinga. Gunnlaugur Gestsson
eigandi hennar leitaði lengi vel og auglýsti, án árangurs. Nú, fimm mánuðum síðar,
leitaði kisa ásjár hjá stúlku í Stangarholti, svöng og hrakin og kettlingafull að nýju.
Hún kom Lukku aftur heim í HafnarQörð þar sem Lukka safnar nú kröftum.
„Tráöi ekki eigin augum þegar
ég sá eð Lukka var á lífi"
„Það hringdi í okkur stúlka sem
býr í Stangarholti og spurði hvort það
gæti verið að við ættum kisu sem sótti
mjög að komast inn til hennar. Hún
hafði tekið hana inn og gefið henni að
borða en fór svo á heimasíðu Katt-
holts og sá að þar var auglýst eftir
henni,“ segir Gunniaugur sem fór á
staðinn og trúði vart eigin augum
þegar hann sá að þama var hún kom-
in, kisan sem hann hafði talið af og
ekki séð síðan í september.
Gunnlaugur segir að Lukka hafi
verið mjög hrædd en feldurinn var
mjög þéttur sem sýndi að hún hafði
verið meira eða minna úti þennan
tíma. Hann segist bara ekki skilja
hvernig hún komst af þar sem hún
var mjög veik þegar hún týndist.
„Hún var innlögð hjá dýralækni með
nál í æð því hún var með bullandi
sýkingu í mjólkurkirtíunum.
Hún var með nokkurra
vikna kettlinga og dýra-
læknirinn tók hana
með sér heim um
helgi til að hjúkra
henni. Fyrir utan
húsið hans slapp hún
úr búrinu, svona á sig
komin. Við leituðum
hennar næstu tvær
vikumar og auglýstum
eftir henni án þess að það
bæri árangur,“ segir Gunn- .
laugur og taldi að hún hefði
dregið sig inn í runna eða skot til að
deyja.
Gunnlaugur þakkaði stúlkunni og
tók Lukku sína heim. Heima vom enn
Gunnlaugur með Lukku Lukka er
alls ekki búin að jafna sig þvíenn er
hún mjög hrædd og leist ekkert á Ijós-
myndarann sem náði aðeins þessari
mynd áður en hún stökk óttaslegin úr
fangi eiganda sfns.
Kettlingarnir voru móð-
urlausir eftir að Lukka
hvarf Hér er þeim gefið úr
pela og þannig komu þau
Gunnlaugur ogkonahans
kettlingunum upp.
tveir kettlinga
Lukku sem
Gunnlaugur og
kona hans höfðu
gengið í móðurstað
SP**' og haft mikið fyrir að ala.
Hann segir að kettlingarnir hafi
verið lítt hrifnir og enn síður mamm-
an og hvæst hafi verið á báða bóga.
En síðan hafi allt fallið í ljúfa löð.
„Lukka hefur í útlegðinni hitt ein-
hvem dólginn og er kettíingafull. Ég
er ekki viss hvenær kettlinga er að
vænta en það er ekki langt í það. Svo
er bara að vona að ailt fari vel en hún
verður tekin úr sambandi blessuð eft-
ir þetta,“ segir Gunnlaugur, sæll og
ánægður að hafa endurheimt Lukku
sína.
Vert er að benda þeim sem tapað
hafa kisunum sfrium að gefa ekki upp
alla von þótt langt sé um liðið og fylgj-
ast vel með heimsíðu Kattkolts,
www.kattholt.is. Þar er fjöldinn allur
af kisum sem fundist hafa víða um
höfuðborgarsvæðið. Því er vissara að
kanna heimasíðuna reglulega því það
er alltaf von. Það sannar Lukka sem
var að auki mjög veik en Ifiði af hálfan
veturinn þrátt fyrir það.
RISASTÓRT
SPJALLSyÆ«»l
U'GVM
msr
GX&&, WaS®So m>
glsgaiaaa flfligaogp & ajP.i
fsrsy&íM'
yEFVERSLON
iSitíCÍI BCWiLi
frbWAMt lANl'UIU.U’AQA
"AVAÚ'lH t.VU.HM
GÆLOOYRAOPPLYSINGAR
GALLERf FYRIR
þinar oýramynpir
WWW IJORvAR.lS
• Kaupangur v/Mýrarveg, Akuieyri
Isafírðí • Skólabraui 57, Akranevi
Helga Finnsdóttir dýralæknir hvetur hundaeigendur
Virkjum okkur og sendum áskorun
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar óskar eftir að borgar-
búar leggi sitt afmörkum til að bæta borgina. Á vef
Umhvefrissviðs er hugmyndabanki sem nefnist
Hallveigarbrunnur og þar er spurt: Ertu með
góða hugmynd? Nú er komið að þér. Taktu
þátt í mótun Reykjavíkur. Virkjum okkur!
Helga Finnsdóttir dýralæknir bendir á þessa
áskorun til borgarbúa á vef Hundaræktarfé-
lagsins og hvetur alla hundaeigendur til að
skora á borgaryfirvöld að leyfa hundahald í
borginni og semja nýja hundasamþykkt í sam-
vinnu við hundaeigendur. „Ákvæði samþykktarinnar
er óásættanlegt fyrir reykvízka hundaeigendur eða þá
borgara Reykjavíkur sem hyggjast fá sér hund...
ætla mætti að bæði hundaeigendur og hunda-
hald I borginni séu borgaryfirvöldum mikill
þyrnir í augum!
Sameinumst því um að gera góða borg enn
betri og sendum eftirfarandi áskorun:
„Ég skora á borgaryfirvöld að afnema
bann við hundahaldi iReykjavik og setja
um leið algjörlega nýja reglugerð um hunda-
hald, sem bæði hundaeigendur og borgaryfir-
völd geta sætt sig við. “