Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Qupperneq 33
Menning 0V ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 33 Þjóðleikhús í flestum löndum Evrópu voru hluti af þjóðernisvakningu nítjándu aldar. Sum tóku við af hirðleikhúsunum. í Bretlandi var þjóðleikhús stofnað 1963 og þegar það flutti inn í nýtt hús á áttunda áratugnum hafði leikarinn Briaii Blessed á orði í viðtali í íslenskum flölmiðlum að loks væru Bretar að ná íslend- ingum í leikhúsmenningu. í lok þessa mánaðar tekur Skoska þjóðleikhúsið til starfa og mun ekki eiga neinn fastan samastað heldur verða leikflokkar þess á far- aldsfæti líkt og sænska og norska ríkisleikhússins. Skoska þjóðleikhúsið tekur til starfa Vígslusýning Skoska þjóðleik- hússins verður ekki venjuleg þann 25. febrúar. Hundrað fiðlarar lokka áhorfendur inn í stóra ferju í Leir- vík á Shetlandseyjum. í Glasgow verður leikið í átján hæða stórhýsi. Þrjár lyftur utan hússins verða með kviianyndalið sem myndar leikarana inni í hús- inu. Myndunum verður varpað á veggi á nálægu bílastæði. Börn og fullorðnir Á Stornoway er búið að byggja stórt dúkkuhús inni í búð. I Edin- borg hafa tíu ára krakkar sett sam- an leikrit undir stjórn leikskáldsins og leikstjórans Anthony Nelson. Það verður flutt af fullorðnum leik- urum í Queens Hall. Á tíu stöðum vítt og breitt um Skotland verður þjóðleikhúsið þeirra vígt og vígsluverkefnið fjallar einmitt um „Heimamálið" - hvar á þjóðleikhús heima? Það verður engin fín veisla með ræðum og síð- um kjólum og kampavíni. Skoska þjóðleikhúsið á sér engan fastan samastað, það á að tilheyra allri þjóðinni og öllum stéttum samfé- lagsins. Ensk kona stjórnar Það er kona sem leiðir verkefn- ið. Fyrir fimmtán árum var farið að ýta þjóðleikhúsi Skota úr vör. Núna situr Vicky Featherstone í stól leik- hússtjórans. Hún er með árlega fjárveitingu upp á fjórar miljónir punda eða nærri 450 miljónir ís- lenskra króna. Það eru tíu sýningar í undirbúningi fyrir opnunardag- inn og fyrsta leikárið að auki. Svo er hún að vinna við sviðsetningu á bók Neil Gaiman, The Wolves in the Wafl. Hamlandi hús Ekki er fyr- irhugað að þjóðleik- húsið eigi sér fastan stað og verður eini fasti sama- staður þess lítíl skrifstofa í Glasgow. öll verkefhi Ewan McGregor er einn þekktasti leikari Skota í dag. Nýr leikhússtjóri skoska þjóðleikhússins segir sllkar stjörnur velkomnar efþær á eigin forsendum en ekki frægðarinar. verða unnin í samstarfi við frjálsa leikhópa sem fyrir eru í landinu, smáa og stóra. Featherstone segir það hafa ráðið úrslitum um áhuga sinn að leikhúsið hefði engan fastan sama- stað. Byggingar séu hamlandi og dragi til sín of mikið fjármagn. Óraunsætt plan Leikhússtjóri í Traversee, einu virtasta og elsta leikhúsi Edinborg- ar, Philip Howard að nafni, hefur verulegar efasemdir um það og segir ekki nema fá ár líða þartil þjóðleikhúsið skoska eignist heim- ili. En vítin eru mörg að varast. í Skotlandi hugsa menn með hryll- ingi til þess hvað kostnaður jókst við þinghúsið þar. Líka er minnt á kostnaðinn sem tvöfaldaðist við að reisa enska þjóðleikhúsið í London. Abbey-leikhúsið írska flutti í nýtt hús og starfsemin þar lamað- ist. Menn gerðu einfaldlega ekki ráð fýrir rekstrarkostnaði. Nýja þjóðleikhúsið í Katalóníu er svo dýrt í þrifum að frumsýna mætti nokkur ný verk fyrir kostnað við gluggaþvotta. (Ætli menn hafi reiknað út þrifin á gluggunum í nýja tónlistarhúsinu?) Bland í poka Featherstone er hvergi bangin og fyrsta leikárið er til marks um það. Sígildir skoskir höfundar - þeir eru til þótt verk þeirra hafi ekki sést á íslandi - verða ekki á dag- skrá. Hvorki Bridie, né Barrie. Sam- tímaskáldin verða þar nokkur. María Stuart eftir Shiller er á dag- skrá. Það er svo til marks um stefn- una að sett verður upp stórsýning á Edinborgarflugvelli. Samin sér- staklega fyrir völlinn. John Byme, eiginmaður Tildu Swinton, ætlar að semja sviðsverk upp úr sjónvarpsseríu sinni Tuttí Fruttí sem gerir sér mat úr kántrí- og westemáhuga Skota. Vitaskuld líta menn með spenningi til þess að Skotar á al- þjóðavettvangi leiklistar, Sean Connery, Tilda Swinton, Ewan McGregor og fleiri komi heim og leiki á sviði. Víða leitað samstarfs Þá líta menn vonaraug- um til sjónvarpsstöðva um samstarf, einnig til sam- vinnu við leikhús í nálæg- um löndum. Jafnvel menn eins og Cameron Mclntosh, söngleikjaframleiðandinn vicky Featherstone þjóðleik hússtjóri Skota sem á að baki stórsýningar á al- þjóðavettvangi eins og Mamma mia, líta til þessa nýja þjóðleikhúss nágranna okkar með vonarglampa í augum. Margt í hugmyndafræði að baki rekstrinum er athyglisvert og ættí íslenskt leikhúsfólk að líta til þessa dæmis um síðborið stórleikhús í næsta nágrenni okkar - allavega að senda Skotum heillaskeytí þann 25. febrúar. pbb@dv.is -----------------------Á Sean Connery Leikarinn skoski lékásviðiá sinum tlma ILondon og hefuralla tlð verið mikill áhugamaður um fram- gang sviðslista íSkotlandi ‘í Fred og Ginger Eittfrægasta parkvik- myndasögunnar. Fred og Ginger í kröppum dansi í kvöld kl. 20:00 er á dagskrá myndin The Gay Divorcee í leikstjórn Mark Sandrich með frægasta pari dans- og söngva- myndanna í aðalhlutverki, þeim Ginger Rogers og Fred Astaire. Myndin var gerð árið 1934 og það er skemmtilegt að greina frá því að Fred vildi að notaðar væru langar tökur og að myndavélin hreyfðist sem allra minnst svo allur líkami þeirra skötuhjúa sæist þegar þau dönsuðu. Þetta markaði nýja stefnu í því hvernig dansatriði voru tekin upp. í myndinni seg- ir frá Mimi sem hyggst skilja við mann sinn. Frænka hennar ræður mann til þess að aðstoða hana við skilnaðinn en mis- skilningur veldur því að Mimi heldur að dansari sem fellur fyrir henni sé sá maður. Kvikmyndasýningar Kvik- myndasafns íslands eru í Bæj- arbíói, Strandgötu 6 í Hafnar- firði alla þriðjudaga kl. 20:00 og laugardaga kl. 16:00. Upplýs- ingar um myndirnar má nálgast á heimasíðu safnsins www.kvik- myndasafn.is. Miðasala verður opnuð hálftíma fyrir sýningu og miðaverð er kr. 500,-. Ken Russel, leikstjóri Kvikmynda- húsið dautt Enski leikstjórinn Ken Russel sem kvikmyndaði á sínum tíma jafn ólík verk og poppóperu Who, Tommy, og Women in love eftir sögu D. H. Lawrence, er orðinn gamall maður. En hann er síður en svo dauður úr öllum æðum. Russel er 78 ára og hefur um langa hríð búið á írlandi. Hann lýsti þvf yfir snemma á þessu ári að hann væri enn að og síðasta verk sitt, þrjár stuttmyndir, hefði hann filmað heima hjá sér og því yrði dreift á netinu. Um svipað leyti sendi Steven Soederberg frá sér myndina Bubble sem tekin er á stuttum tíma með óþekktum og ómenntuðum leikurum. Mynd- in var frumsýnd samtímis því að hún var fáanleg á DVD og á netþjónum. Yfirlýsing Russel kom fram í þætti BBC og þótt menn taki orðum hans með fýrirvara um dauða kvikmyndahússins, sem hann boðar, bendir ýmislegt til að hann reynist hafa rétt fýrir sér um vaxandi dreifingu mynda á diskum og neti. pbb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.