Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Page 27
jyV Fréttir T ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR2006 27 Lesendur Salman Rushdie dæmdurtil dauða ííran Þennan dag árið 1989 dæmdi íranski einræðisherrann Ayatollah Khomeini breska rithöfundinn Salm- an Rushdie og útgefendur hans til dauða. Ástæðan var bók Rushdies, Söngvar Satans, sem múslimar víða um heim töldu guðlast gegn Allah, spámanninum Múhameð og Kóran- inum. Rushdie mótmælti þeirri túlk- un og sagði að það væri ekki sannleik- anum samkvæmt að hún væri guðlast gegn íslam. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar á vegum bresku lögreglunnar til að vemda Rushdie. Það hefur tekist Rushdie og eig■ inkonan Padma Lakshmi Rushdie gifti sig á slðasta | ári, en á alltaf dauðadóm yfir höfði sér. DV-mynd AP Photo í dag eru 18 ár síðan bjarndýr var fellt í Fljótum í Skaga- firði. Það reyndist vera ungur húnn. hingað til, en fáir vita með vissu hvar Rushdie býr núna. Meira að segja hjartahlýi söngvarinn, áður þekktur sem Cat Stevens, studdi dauðadóm Khomeinis. Nýr forseti írans opinberaði snemma á síðasta ári að dauðadómur Rushdies væri enn í gildi. Irönsk stjómvöld og samtök innan landsins hafa heitið andvirði tæplega 200 milljóna króna til handa þeim sem deyða myndi höfundinn. Úr bloggheimum Úrprinsessu idrottningu „Ég mætti næstum alltof seint á eigin árshá- tið...Næstum, nota bene,þeir sem mig þekkja (ath karlkyns lesendur) vita að það tekur þessa prinsessu ekki langan tíma að verða að drottningu... ég hljóp heim I kjólinn, valdi 80 den sokkabuxur svoað kollegar minir þurftu ekki að óttast„karlmennsku“ mina, skellti augnskugganum á með visifingri, maskari á efri augnahár og vaseline á varirnar.. voila... beautiful!“ Sigríður Dögg Arnardóttir - sigga_dogg.blogspot.com Eggertsson-bakhlutinn „Afhverju heldur faðir minn aðþað sé hrós að segja fólki að það sé með stóran rass? „Mikið ertu heppin að hafa erft Eggertsson- bakhlutann Stefania."Takk frábært, þetta á eftir að gera kraftaverk fyrir sjálfstraustið. Þetta var reyndar alveg eins og atriðið úr Simpson þegar Hómer segir við Lísu, (eftir að hún kvartaryfírþví að hún sé með stóran rass),„Don't worry Usa.you only gotthe Simpson-butt, I make mine look smaller by tying a sweater around my waist. “ Lísa fær slðan anorexiu í kjölfarið. Semsagt ef þið fínnið mig upp á spítaia með næringu I æð þá er það afþvi faðir minn sagði mér að ég heföi erft Eggertsson-bakhlutann." Stefanía Eggertsdóttir - blog.central.is/valfania Hefndin verðursæt l „Systkini mín hafa nötað ýmsaraðferðirtilþessað vekja mig. hér er eitt dæmi-.Ég var 11 ára og fóralltafaðsofa um tíu leytið. Ég var búin aðsofai um það bil klukkutima þegar þau vöktu mig og sögðu að ég væri ofsein I skólann, (maður mætti sko aldrei ofseint í Engidalsskóla), Ég hoppaði fram úr rúminu og beint i föt á meðan þau lágu i gólfinu og hlógu að mér, ég tók ekkert eftir því afþvi að ég var ofsein I skólann, siðan kom bróðir minn til mln og sagði að kl. væri ellefu og þetta væri allt i lagi, þá fékk ég sjokk og fór að gráta og bað hann um að búa til nesti handa mér. Siðan stóð ég í svona um það bil minútu og sá að mamma væri að horfa á sjónvarpið og fann loksins út að kl væri 23:00 en ekki 11:00 og að ég væri búin að sofa í klukkutíma. Úffá enn eftir að hefnaminá þeim..." Þórunn Þórarinsdóttir - blog.central.is/stelpanmedharid Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Orð frá konu Esther Svanborg skrífar. Siv Friðleifsdóttir virðist vera eina manneskjan á Alþingi sem þor- ir að berjast gegnum fíknum og ómenningu. í DV 13. jan. kom fram hjá lesenda að Siv vill beita sér fyrir því að lögreglan geti með einföldum hætti kannað hvort einhver hafi ný- lega neytt fíkiefna. Hér dugar ekki að láta þetta ganga aðeins yfir ökumenn, heldur Lesendur ætti að stofna sérsveit sem gæti stöðvað og mælt fólk sem sýnist vera f annarlegu ástandi. Fyrir bragðið mundu dópistar halda sér fjarri fjöl- menni, sennilegast uppi í sveit. Þessi þjóð hefur ekkert siðferði og það vissu Danir. Frjálslyndi á ekki heima á Norðurslóðum og Siv er ekki smeyk við að beita vendinum og menn á borð við Sigurð Kára ættu að vara sig, enda hafa þeir komist í kast við lögin, en Siv fýlgist með þeim. Vei ykkur sem reynið að hindra Siv. Siv Friðleifs Esther er ánægð með að Siv sé ekki smeyk viðaðbeita vendinum. Á að biðjast afsökunar Þórir hringdi: Ég átti ekki til orð eftir að hafa lesið um Hannes Smárason í DV. Mér þykir það ákaflega sorglegt ef einn af valdamestu viðskiptajöfr- um landsins getur ekki farið að lög- um og reglum. Lýsir þetta kannski á einhvern hátt því siðferði sem Hannes sjálfur viðhefur í viðskipt- um sínum? Finnst honum kannski bara allt í lagi að sveigja reglur þeg- ar það hentar hans hagsmunum hverju sinni? Ég vil hvetja Hannes til að stíga fram og biðjast afsökun- ar á þessu framferði sínu. Hreyfi- hamlaðir íslendingar eiga meira skilið en þennan dónaskap. Helgi Reynisson er nýr pistlahöfundur DV. Verslunarmaðurinn segir Ég vinn í verslun. Það eru ýmis fríðindi sem fylgja því að vinna í verslun. Ég get til dæmis stolið úr nammibarnum eins og mér sýnist og ég get líka stungið inn á mig nammi án þess að nokkur taki eft- ir því. En ykkur er hollast að reyna ekki að leika þetta eftir! Hluti af ánægjunni við að vinna í verslun felst nefnilega í því að góma þá sem reyna þennan annars skemmtilega leik. Um daginn gripum við einmitt tvo unga herramenn glóðvolga með sinn hvorn nammipokann undir úlpunni. Það endaði með því að við hringdum í mömmuna og lögguna og settum svo punktinn yfir i-ið með því að kalla verslunar- stjórann tii. Drengirnir luku því giæstum glæpaferli sínum áður en hann hófst og munu eyða ævinni í saltnámunum. Þetta fékk mig til að hugsa um minn glæpaferil. Semsagt ekki þann sem ég stunda núna, heidur þann sem lauk þegar ég var tólf ára. Ég fékk snemma hár á pung- inn og var því ekki að hnupla ein- hverju haliærislegu eins og kúlusúkki eða yddurum. Onei... töffarinn ég hékk inni í bókabúð tímunum saman uns ég var alger- lega viss um að öllu væri óhætt. Þá teygði ég mig upp í efstu hilluna og stakk inn á mig því allra grófasta klámblaði sem ég fann. Svo hljóp ég út og þorði ekki að stoppa til að draga andann fyrr en ég var kom- inn heim að hurð, af ótta við að kellingarnar í Pennanum hefðu beinlínis hlaupið mig uppi. Það höfðu þær ekki gert. Daginn eftir ætlaði ég svo að deila góssinu með félögum mínum. Mér varð þó aldrei kápan úr því klæðinu, því ég var varla kominn inn úr dyrunum er mamma sá að það var eitthvað gruggugt í gangi og hún var ekki lengi að koma upp um mig. Mamma veit nefnilega allt. Maður dagsins Jón Brynjar Birgis- son Hvetur alla til að kynna sér sjálfboða- liðsstarfRKl. Verulegur skortur á umburðarlyndi Samfélag okkar íslendinga er þeim annmörkum háð að ekki njóta allir réttlætis. Þeim sem haU- oka hafa farið í samfélaginu kemur Rauði krossinn til aðstoðar, bæði með einstaklingsheimsóknum og með því að reka Vinalínuna 1717 þar sem fólk getur hringt inn og létt á áhyggjum sínum. Sá sem starfar við að opna augu fólks fyrir þeirri gleði og lífsfullnægju sem fylgir sjálfboðastarfi sem þessu er Jón Brynjar Birgisson. „Ég byrjaði sem sjálfboðaliði fyrir um 14 árum síðan í ung- mennahreyfmgu RKÍ," segir Jón Brynjar sem heldur námskeið í dag í höfuðstöðvum RKÍ að Efstaleiti 9. „Ég fór þá til Gambíu í Vestur-Afr- íku og öðlaðist lífreynslu sem gjör- breytti lífi mínu. Þetta var mjög spennandi tími og sem betur fer er Gambía ekki mjög stríðshrjáð svæði svo það er tilvalið að senda sjálfboðaliða þangað. Það kemur enginn óbreyttur ffá slíkri líf- reynslu. Þar lærir maður að meta sjálfan sig og umhverfi upp á nýtt og ber meiri virðingu fyrir ólíku fólki og menningarheimum. Maður verður mannlegri fyrir vikið." Jón Brynjar segir íslenskt samfé- lag ekld fullkomið. „Heimurinn er ekki eins rós- rauður og margir vilja halda. Þeir sem kynnast sjálfboðastarfinu líta samfélagið öðruvísi augum, maður lærir að hugsa út fyrir kassann og verður víðsýnni. Sjálfboðahreyfing RKÍ fer til dæmis í heimsóknir til fanga, eldra fólks og öryrkja," segir Jón. Þessir samfélagshópar hafa bæði margt að gefa og þiggja að „Heimurinn er ekki eins rósrauður og margir vilja halda mati Jóns. „Það vantar töluvert umburðar- lyndi í þjóðfélagið;" segir Jón. „Við erum til dæmis ekld nógu dugleg við að heimsækja ömmurnar og af- ana. Við leggjum mikla áherslu á að fólk sem vill leggja okkur lið í þessu hafi sín mál á hreinu áður en það fer að hjálpa öðrum. Það þýðir ekki að vera hokinn af misgóðri reynslu og ætla sér að fara að hjálpa öðrum ef maður hefur ekki hjálpað sér sjálfum fyrst." Jón er borinn og barnfæddur í Reykjavík, sonur þeirra Birgis Árnasonar og Laufeyjar Jónsdóttur. Hann lærði mjólkurfræði í Dalum Tekniske Skole í Óð- insvéum í Danmörku og útskrifaðist þaðan árið 2001. Hann starfaði sem mjólkurfræðingur hjá Emmess-ís í fjögur ár þar til hann tók við núverandi starfi sem svæðisfulltrúi RK( á höfuðborgarsvæðinu. S vo Je vo c . IN .C ö ^ Ui ti ■§ c -3 S -o o “2 Í Il*§ QQ 3 v. t c •|á| « í £ e 3 § § á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.