Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Qupperneq 17
16 MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV DV Fréttir ítalirog framhjáhald ítalir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. í nýlegri könnun kom í ljós að bæði ítalskir karlar og konur myndu skammast sín meira ef þau myndu borða yfir sig frekar en við framhjáhald. I sömu könnun kom einnig fram að að- einssjöpró- , sent Itala , myndu skamm- ast sín fyrir að brjóta gegn trú sinni jafnvel þó að páf- inn væri rétt hjá. Tæki til kjarnavopna- framleiðslu í gær gerði lögreglan í Japan húsleit hjá fyrirtæk- inu Mituoyo. Forráðamenn fyrirtækisins hafa verið sak- aðir um að flytja ólöglega út tæki og tól sem nota má í framleiðslu kjamorku- vopna. Vörur fyrirtækisins fundust í Líbíu. Zuma fyrir rétt Stuðningsmenn Jacobs Zuma, fyrrverandi varafor- seta Suður-Afríku, söfnuð- ust saman fyrir utan hæsta- rétt í Jóhannesarborg í gær. Zuma hefur verið kærður fyrir að nauðga konu sem barist hefur fyrir réttindum eyðnismitaðra. Hún var sjálf smituð. Ferill Zuma hefur verið á niðurleið síð- an málið spurðist út, en hann var áður talinn líkleg- ur til að setjast í forsetastól landsins eftir að Thabo Mbeki lýkur sínu öðru kjör- tímabili í því embætti. í sóttkví vegna fuglaflensu Maður í Grikklandi er nú í sóttkví vegna gruns um að hann hafi smitast af fuglaflensu. Beðið er eftir niðurstöðum úr prófum sem gerð hafa verið á manninum. Talið var að 15 ára unglingur hefði smitast af veikinni, en niðurstöður prófa sýndu fram á annað. Þrír svanir drápust í land- inu í síðustu viku úr fuglaflensunni. Eigandinn óánægður Andrew Freeland, eigandi bars- ins vafasama, sagðist vera miður sín yfir þessu máli. „Ef ég sæi ein- hvem nota eiturlyf á staðnum myndi ég umsvifalaust hringja á lögregluna." Staðurinn sem heitir The Tunnel House gengur undir nafninu K-staðurinn, vegna þess að sumir viðskiptavinir staðarins em sagðir nota ketamín sem er deyfilyf fyrir hesta. Leiðindapúki Samkvæmt einum gesti The Tunnel, sem blaðamaður The Sun ræddi við, er Harry Bretaprins leið- indapúki og ánægður með sig. Vinur prinsanna GuyPeiiy, vinurHarry og Williams Bretaprinsa, varað sötra bjórá hinum vafasama Tunnel-bar. K-staðurjnn Skemmtistaðurinn The Will og Kate Prinsinn og ástkona hans voru sæt saman á eiturlyfjastaðnum. Tunnel gengur undir nafninu K- staðurinn vegna þess að sumir viðskiptavinir staðarins nota ketamin sem er deyfilyf fyrir hesta. Seldi kókaín Þessimað■ ur seidi blaðamönnum The Sun kókaín. Heitur William Bretaprins vará sínum tima mjög eftirsóttur en er nú með kærustu. Hann gerði sér góðan dag á pöbb, á meðan menn voru að selja kókaín. Sækja pöbbinn reglu lega Bretaprinsarnir Harry og William eru reglulega á The Tunnel. Glæsileg á velli Kate Middleton gæti verið til- vonandi eiginkona Williams Bretaprins. Blaðamenn The Sun fóru inn á skemmtistað á Englandi sem prinsarnir Harry og William sækja reglulega. Blaðamönnum var selt kókaín á meðan William Breta- prins sat og sötraði bjór inni á staðnum. Málið þykir afar óþægilegt fyrir bresku konungsfjölskylduna. Eftirför Lögregla veitti föngunum eftirförog tókstað hafa hendur i hári allra áður en langt um leið. Sjö fangar struku úr fangelsi í Chicago um helgina Ævintýralegur flótti sex fanga ~J Slök gæsla Sjö \fangar sluppu úr f j Cook County-fang- | | elsinu um helgina. P’ Á laugardagskvöld sluppu sex fangar úr Cook County-fangelsinu í Chicago í Bandaríkjunum. Einn fanganna fékk leyfi til þess að fara í sturtu seint á laugardagskvöld. Skyndilega skvetti hann volgu sápu- vatni í augu fangavarðar sem fýlgdi honum. Svo réðst hann á vörðinn, dró upp heimagerðan hníf og hand- járnaði hann. Fanginn fór þá inn í stjórnldefa fangavarðanna og opn- aði sex fangaklefa. Einn fanganna sex kveikti í dýnu. Fanginn neyddi þá vörðinn sem hann hafði gengið í skrokk á til þess að afklæðast og klæddi sig í fanga- varðarbúninginn. Annar vörður fann lykt af reyk og kom á vettvang. Fangarnir sjö yfirbuguðu hann. Þeir fundu svo lykla, tókst að opna hurðir og komast út á bflastæði við fangelsið. Eina sem þá stóð í vegi þeirra fyrir frelsinu var gaddavírs- girðing sem þeir klipptu. Aðeins sex þeirra komust undan, sá sem hóf uppþotin var handsamaður áður en hann komst út um gatið á girðing- unni. Lögreglu tókst að finna og hand- taka þrjá fanganna stuttu seinna. Þeir höfðu þá hlaupið um 10 kfló- metra. Hinir þrír brutust inn í íbúð ekki iangt frá fangelsinu. Þar héldu þeir konu og fimm börnum hennar í gíslingu. Snemma á sunnudags- morgun gafst einn af þremenning- unum upp og gekk út úr íbúðinni ásamt fjórum börnum konunnar. Hinir tveir fangarnir gáfust ekki upp fyrr en í gær. Allir sex fangarnir voru dæmdir fyrir alvarlega glæpi. Tveir þeirra sátu inni fyrir morð, einn fyr- ir mannrán, einn fyrir líkamsárás og þjófnað, einn fýrir árás með skot- vopni og einn þeirra var dæmdur fyrir vopnað rán. Á föstudag hafði einn fangi slopp- ið úr sama fangelsi, með því að fela sig í þvottakörfu sem var keyrð út úr fangelsinu. Hann fannst á móteli í út- hverfi Chicago á sunnudag. Hann sat inni fyrir vopnað rán. Lögfræðingurinn Harry Whittington að ná sér Dick Cheney skautvin sinn Voðaskot Cheney vara- forseti var óheppinn þegar hann skaut félaga sinn. Harry Whittington ernú við ágæta heilsu. Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, skaut vin sinn, Harry Whitt- ington lögfræðing, óvart með hagla- byssu í veiðiferð um helgina. Ástand hans er nú talið nokkuð gott og er hann ekki í lífshættu. „Þetta er ekki al- varlegt. Líðan mannsins er mjög stöðug á þessari stundu," sagði Peter Banko, talsmaður Christus Spohn- spítalans sem Whittington liggur á. Banko sagðist ekki vita hversu djúpt höglin fóm, það ætti eftir að koma í ljós. „Læknamir segja mér að stundum þurfi að framkvæma skurð- aðgerðir til þess að ná höglunum út ef þau fara of djúpt. Stundum þarf bara tangir til þess að ná þeim út. Ég get ekki sagt um það að svo stöddu hversu djúpt þau fóru." Atvikið átt sér stað með þeim hætti að Whittington kom aftan að Cheney án þess að vara hann við, þar sem hann var að skjóta fugla. Whittington mun hafa verið að sækja fugl sem hann hafði skotið. Til alirar lukku var fullmannaður sjúkrabfll með Cheney í för, eins og jafnan er, og var Whitt- ington keyrður í honum á spítala. Ný þjónusta við flokkun og endurvinnslu! Nú geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu fengið sérmerkta endurvinnslutunnu hjá Gámaþjónustunni hf. sem m.a. tekur við öllum pappír heimilisins, dagblöðum, tímaritum, umslögum, skrifstofupappír og pappa, fernum, plast- umbúðum og málmum. Einfalt í framkvæmd: Allur pappír og bylgjupappi má fara beint í tunnuna en fernur, málmar og plast fari í aðskilda poka í sömu tunnu. Mánaðargjald fyrir hverja tunnu er 990 kr. og tæmt verður á fjögurra vikna fresti. Endurvinnslutunnuna er hægt að panta í síma 535 2510, á netfanginu gamar@gamar.is 1 og einnig á heimasíðu Gámaþjónustunnar hf. oi www.gamar.is có £ Komið verður með tunnur heim til viðtakenda. z \ z <a> GÁMAMÓNUSTAN HF. BÆTT UMHVERFI - BETRIFRAMTÍÐ Sími: 535 2500 • gamar@gamar.is • www.gamar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.