Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Blaðsíða 32
1 32 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 Menning DV Orkulindir Ásdísar Næstkomandi laugardag, þann 18 febrúar, verður opnuð sýning Ásdísar Spanó í Gallerí Box á Akureyri. Sýn- ingin ber yfirskriftina Orkulindir og verður opnuð klukkan 16. Gallerfið er til húsa við Kaupvangstræti 6 og opið er á fimmtudögum og laugar- dögum frá 14-16. Sýning Ásdísar ', Spanó stendur til 11. mars. \- Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@dv.is Ásdís Spanó Listakonan opnarsýn- ingu ÍGallerí Box á laugardaginn. Dagatalið í ár Þó liðið sé á árið eru dagatöl enn að koma út fyrir 2006. Það óvenjulegasta er 12 Tóna daga- talið 2006 sem inniheldur 12 mánuði, 52 vikur og þessa 365 daga sem öll góð dagatöl prýðir nema um hlaupár sé að ræða. Það sem gerir þetta dagatal sér- stakt er að litljósmynd af þekkt- um íslenskum bassaleikara þek- ur hvern mánuð dagatalsins sem er 12 síðna í stærðinni A4. Bassaleikararnir 13 sem prýða dagatalið eru Björgvin Ingi Pétursson (Jakobínarína), Þröst- ur Heiðar Jónsson (Mínus), Ge- org Hólm (Sigurrós), Rúnar Júlí- usson (Hljómar), Halldór Ragn- arsson (Kimono), Ragnar Steins- son (Botnleðja), Unnur María Bergsveinsdóttir (Brúðarband- ið), Viðar Hákon Gíslason (Trabant), S. Björn Blöndal (Ham), Guðni Finnsson (Dr. Spock, Ensími & Rass), Guðrún Heiður ísaksdóttir (Mammút) og Þorgeir Guðmundsson og Ester Ásgeirsdóttir (Singapore Sling) sem pósa saman fyrir desember- mánuð. Auk fallegra mynda af tignar- legum bassaleikurum má finna á dagatalinu gagnlegar upplýsing- ar um afmælisdaga ýmissa bassaleikara, innlendra sem og erlendra. Andrea Jónsdóttir og Dr.Gunni eiga þakkir skilið fyrir veitta aðstoð. Ljósmyndirnar tók Bjarni Gríms og var hár og förðun í höndum önnu Guðrúnar Marí- asdóttur. Umsjón var í höndum Sigurðar M. Finnssonar og Jó- hanns Ágústs Jóhannssonar. Styrktaraðilar Bassaleikara- dagatals 12 Tóna eru X-FM, RÍN, Geimsteinn, Flugleiðir, (Veit- ingahúsið) Sirkus, Samskipti, Prikið, Exton, Hljóðfærahúsið, Tónastöðin og Nonnabúð. Dagatalið er gefið út í 500 ein- tökum og fæst án endurgjalds í verslun 12 Tóna að Skólavörðu- stíg 15. Sérstakur verndari daga- talsins er Skúli Sverrisson. Á laugardaginn veröur frumsýnt í litla sal Borgarleikhússins leikritið Hungur eft- ir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, sem leikstýrt er af Guðmundi Inga Þorvaldssyni. Þórdís hóf að skrifa verkið eftir að hún las netsíður átröskunar- sjúklinga sem mæla með átröskun sem lífsstíl. Sálfræðitryllir svelti og ofát Höfundur Hungurs, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann, segir að verkið hafi verið nokkuð lengi í smíðum. Hún hafi byrjað á því sumarið 2004 þegar hún starfaði fyrir framan tölvu allan daginn og vafraði mikið um á netinu. „Ég fór víða á þessu vafri mínu og það var fyrir hreina tilviljun að ég lenti inni á síðu sem greindi frá ört stækk- andi faraldri netsíða sem mæra átröskunarsjúkdóma", segir Þór- dís. „Þessar síður eru nefndar „pro- ana og pro-mia“ sem þýðir að þeir bloggarar sem skrifa á þær eru ým- ist haldnir anorexíu eða bulimiu en tala um það sem lífsstíl sem er sjáifvalinn, fremur en sjúkdóm, og þar er hvatt til þess lífsstfls." Þórdís segir að slíkar síður séu ansi dökkur afkimi internetsins og það megi deila um hvort þær eru ekld bara stórhættulegur áróður. En síðurnar kveiktu áhuga hennar. „Ég varð auðvitað sjokkeruð, en líka undariega heilluð. Mér fannst áhugavert að velta því fyrir mér hvað ýtir fóiki svo langt inn í sjúk- dóminn. Mér finnst sérlega gaman að skoða hvernig mannlegt eðli virkar. En ég verð að segja að áhrif útlitsdýrkunarinnar í samfélaginu kemur berlega í ljós á þessum síð- um. Og maður þarf svosem ekki að leita lengra en í næsta tímarit til þess að sjá konur sem hafa vaxtar- lag eins og ellefu ára gamlir strákar. Þessi stöðuga megrunarumræða miðar að því að telja konum trú um að þær séu ekki nógu góðar nema þær líti út eins og Kate Moss. Eins og hún er nú góð fyrirmynd, ef við förum út í þá sálma. Þetta er svo ótrúleg firring." Eftir að Þórdís fór að kynna sér átröskunarsjúkdóma komst hún líka að því að þó að umræðan um þá sé fyrirferðarmikil í samfélaginu er mikið úrræðaleysi rflcjandi. „Mér blöskraði að hér á landi er talið að þrjú til fimm þúsund manns þjáist af átröskunarsjúkdómum, en þó em merkt sjúkrarúm einungis þrjú tals- ins. Mér fannst einfaldlega kominn tími til þess að varpa betra ljósi á þetta. Því skrifaði ég Hungur. Það fjallar um vináttu tveggja stelpna sem þjást af sveltisjúkdómi, en líka um offitusjúkling sem verður í fyrsta sinn þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta mann sem elskar hana eins og hún er. Það er nefailega algengur mis- skilningur að allir átröskunarsjúk- lingar svelti sig. Ofætur em einnig í þeirra hópi og sennilega em þær miklu fleiri. Ekki er hægt að íjalla um átröskun án þess að taka báða pól- ana. Mér þótti líka sláandi að síður offitusjúklinga em mjög líkar anor- exíusíðunum. Það er sama vanlíðan- in og sjálfsfyrirlitningin sem stýrir skrifúm fólksins hvort sem það er 42 kfló eða 400. Enda má það ekki fara á milli mála að átraskanir em alvarleg- ur geðsjúkdómur." Þórdís vill þó taka það skýrt fram að Hungur sé ekki að neinu leyti fræðsluleikrit eða forvarnar- verkefni. Það fjalli um fólk sem þjá- ist af þessum sjúkdómum og sé innsýn í heirn sem flestum er hul- I' % > J Þórdís Elva Þorvalds- j dóttir Bachmann Þyk- J ir gaman að skoða J hvernig hið mannlega I eðli virkar. inn. Verkið sé miklu fremur spenn- andi sálfræðitryllir og komi mjög á óvart sem slíkt. Helga Braga Jónsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Ásta Sighvats Ólafsdóttir og Þorsteinn Bach- mann leika í Hungri, en það er samstarfsverkefni Borgarleikhúss- ins og Fimbulveturs, listfyrirtækis sem höfundurinn Þórdís og leik- stjórinn Guðmundur Ingi reka. Leikritið hefur sérstaka heimasíðu, þar sem m.a. eru tenglar á pro-ana og pro-mia síður. Slóðin er wvvw.hungur.com. Á fimmtudag- inn verður forsýning á verkinu og aðeins kostar 1200 krónur inn. Afskiptasemi ættingja Becketts Vilja ekki konur í Beðið eftir Godot Samuel Beckett Ekki eru allirsam- mála um hvernig túlka eigi verk hans. Eftirlifandi ættingjar skáldsins Samuels Beckett hafa löngum haft orð á sér fyrir að vera afskiptasamir þegar verk hans eru túlkuð. Nú ný- verið reyndu þeir að fá sett bann á uppfærslu ítalska leikhússins Pontedera á leikritinu Beðið eftir Godot vegna þess að konur voru í hlutverkum þeirra Vladimirs og Estragons. Leikkonurnar Luisa og Silvia Pasello, sem eru eineggja tví- burar, voru fengnar til þess að taka hlutverkin að sér þegar tveir karl- kyns leikarar hættu við. Fyrir dómi benti stjóm Pontedera leikhússins á klausu í samningnum við dánar- bú Becketts þar sem sagði að ef leikarar gætu ekki klárað verkið mætti ráða aðra í þeirra stað, en ekkert var sagt um kyn í því sam- hengi. Leikstjórinn, Robert Bacci, fagn- aði sigrinum og sagði að málshöfð- unin hefði verið fáránleg. Leikkon- urnar litu út fyrir að vera karlkyns, klæddust karlmannsfötum og fæm með textann sem karlmenn væm, en gerðu ekki tilraun til þess að breyta honum á nokkum hátt. Þvert á móti væri milcil trúfesta við texta Becketts í uppsetningunni. öllum leiðbeiningum skáldsins um sviðs- mynd og annað sem sýningunni tengdist væri lflca fylgt út í hörgul. Þeir sem eiga höfundarréttinn á verkum Becketts á Ítalíu og Franska rithöfundasambandið hafa þó haldið því fram að Beckett hefði ekki verið sáttur við uppfærsluna og segja að meðan hann var á lífi hafi hann komið í veg fyrir tilraunir til þess að skipa konur í Jflutverk sem skrifuð væm fyrir karla. Beðið eftir Godot hefur verið sett upp um heim allan, við ólfldegustu aðstæður, allt frá San Quentin fang- elsinu í Bandaríkjunum til hinnar stríðshijáðu Sarajevo. Flestar upp- setningamar em trúar frumtexta og sviðsleiðbeiningum Becketts, en þó hefur heyrst af sýningum sem settar hafa verið upp með allnokkrum breytingum, en þar sem sennilega er gengið lengst endar sýningin á því að Godot kemur! Raunar fylgir sögunni að ekki hafi fengist leyfi fyrir henni. DV-mynd Bjarni Grlms

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.