Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Útrunnið atvinnuleyfi Lögreglan á Akranesi ásamt eftirlitsdeild skatt- stjóra heimsótti vinnustaði í bænum í síðastliðinni viku. Var tilgangur heim- sóknanna að kanna at- vinnu- og dvalarleyfi út- lendinga á Akranesi. Alls voru 40 erlendir starfs- menn skoðaðir og reyndust tveir ekki vera með leyfin í lagi. Annar var með nýút- runnið leyfi en hinn ný- kominn til landsins. Sam- kvæmt Lögreglunni á Akra- nesi verður unnið frekar í málum þeirra tveggja. sprakk Tveir tólf ára drengir voru hætt komnir á laugar- daginn er þeir sigldu á gúmmíbát á Hvaleyrar- vatni. Gúmmíbáturinn lenti á ís og sprakk. Þeir gripu til þess ráðs að synda í land, um 150 metra, að bakkan- um. Er þeir hófu að synda í land óðu móðir annars drengsins og vegfarandi út í á móti þeim og aðstoðuðu þá í land. Annar drengj- anna var orðinn nokkuð kaldur að sögn Lögreglunn- ar í Hafnarfirði og voru þeir því báðir fluttir á slysadeild til skoðunar. Fjölnotahús ris í Hrísey Byggja á ijölnota íþróttahús í Hrísey í Eyja- firði. Að því er segir á vef- setri Akureyrarbæjar er ver- ið að hanna bygginguna og bjóða á verkið út í apríl. „Húsinu verður valinn staður í grennd við sund- laug og skóla. Gert er ráð fyrir samnýtingu búnings- aðstöðu fyrir íþróttahúsið og sundlaugina," segir á ak- ureyri.is og tekið er fram að undirtektir íbúa í eynni hafi verið mjög jákvæðar á kynningarfímdi í janúar. „Komu fram ýmsar góðar ábendingar sem hafðar eru til hliðsjónar eftir því sem verkinu vindur ffam." íbúar í Hrísey eru um 200. Júlíus Sverrir Sverrisson var í gær dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann framdi á síðasta ári. Fórnarlamb Júlíusar í einni árásinni hefur hlotið dóm fyrir að misnota litlu frænku hans. Hún var þá fimm ára. „Þessi óþverrí fékk það sem hann átti skilið." „Ég er í léttu sjokki," segir Júlíus Sverrir Sverrisson, sem í gær var dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann framdi á síðasta ári. Júlíusi þykir dómurinn þungur og ætlar að áfrýja. Tvö af þremur fðrnarlömbum Júlíusar drógu kærur sínar til baka af ótta við hefndaraðgerðir af hans hálfu. Júlíus segist hafa verið í mikilli neyslu eiturlyfja þegar líkamsárás- irnar áttu sér stað. Tvær þeirra voru annars vegar gegn bamsmóður hans og hins vegar gegn vini henn- ar. Þær áttu sér báðar stað á heimili barnsmóðurinnar og segir Júlíus af- brýðisemi sína hafa ráðið för. í ann- arri árásinni rófubeinsbrotnaði barnsmóðirin. Þriðja líkamárásin, og sú alvar- legasta, átti sér stað í júlí í fyrra. Júl- íus réðst þá, ásamt tveimur vinum sínum, inn á heimili manns í Hafn- arfirði. Júlíus taldi sig eiga talsvert sökótt við manninn og hafði hafna- boltakylfu með í för. Maðurinn sem um ræðir hefur hlotið skilorðsbund- inn dóm fýrir að hafa misnotað litlu frænku Júlíusar. Réðust inn í íbúðina „Hann fékk bara slcilorð og ég ákvað því að taka málin í eigin hend- ur," ségir Júlíus um málið. Hann knúði dyra og spurði eftir mannin- um. Þegar hann kom til dyra reyndu Júh'us og félagar hans að draga hann út úr húsinu, með það að markmiði að ganga í skrokk á honum. Þegar það tókst ekki og maðurinn náði að komast afur inn brutu Júlíus og fé- lagar hans sér leið inn í íbúðina. Þar lúskraði Júh'us á manninum. Hafna- boltakylfan var notuð við árásina. Sér ekki eftir neinu „Ég er á batavegi núna og þessi dómur kemur á versta tíma fyrir mig. Ég var í slæmum málum og hafði afar stuttan kveikjuþráð á þessum tíma. Það var vegna eitur- lyfjanna," segir Júlíus. Honum er heitt í hamsi þegar kemur að ákvörðun dómarans um refsingu hans. „Tvö þessara mála tengjast bamsmóður minni og þar hlupu tilfinningar mínar með mig í gönur. Það þykir mér leið- inlegt. En það þriðja er eitthvað sem ég sé lítið eftir. Þessi óþverri fékk það sem hann átti sldlið. Mér finnst það hins vegar skrýtin for- |É gangsröðun í réttarkerfi okkar þegár maður sem misnotar Jitlu frænku mína fær skilorð en ég þarf að sitja inni í eitt ár fyrir að hafa lúskrað á honum," seg- ir Júlíus Sverrir Sverris- son. Hann er stað ráðinn í að áfrýja dÓmn' Hafnaboltakylfa um Svipuð þeirri sem Júlfus notaði við • einaárásina. og vonast til að einhver Jiluti hans verði skilorðbundinn. „Þetta fer til Hæstaréttar. Það er kJárt." andri&dv.is Héraðsdómur Reykjavíkur Júlíus fékk 12 mánaða fangelsis- idómf gær fyrir þrjár Ifkamsárásir. Julíus Sverrir Sverrisson Segist hafa fært fórnar- lambi slnu réttlæti. Tæplega þriðjungi færri vistmenn á Sólvangi Jón Kristjánsson lofar bót og betrun Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. ' Það liggur ekkert á-enda er vorið að koma, “ segir Haraldur Vignir Sveinbjörnsson tón- skáld og bætir við:„Það er bara að flýta sér hægt og njóta hverrar mínútu." fundinum að þau úrreeði til að mæta skorti á vistúnar- rými væm að efla heima- þjónustu og heimahjúkrun í Hafnarfirði svo fólk geti ver- ið lengur á heimilum sín- um. Þá segir Jón Kristjáns- son heilbrigðisráðherra að þeir einstaklingar sem bíða eftir vistunarrými fái niðurgreidda heimilis- þjónustu á meðan á bið- inni stendur. Jón segir að gerður hafi verið samningur við Hrafiústu um að taka á móti fólki sem bíður eftir plássi á öldrunarheimili og Hrafrústa mun breyta 10 vistunar- rýmum í hjúlcrunarrými. Á blaðamannafundi sem Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hélt ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirssyni, og nefndarmönn- um í nefnd sem skilaði skýrslu um öldrunarmál í Hafnarfirði, kom fram að áhersla verði lögð á að styðja sjálf- stæða búsetu aldraðra. Hjúkrunar- heimilið Sólvangur var á síðasta ári með 85 vistunarrými þar sem margir einstaldingar voru settir í sama her- bergi. Jón Kristjánsson segir að vist- unarrýmin á Sólvangi fækki í 60 fyrir árslok til að koma til móts við kröfur vistmanna og aðstandenda um betri aðbúnað fyrir gamla fólkið. Einnig kom fram á blaðamanna- Hvað liggur á?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 38. tölublað (14.02.2006)
https://timarit.is/issue/350081

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

38. tölublað (14.02.2006)

Aðgerðir: