Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR2006 Lifið sjálft DV f jm .: : l;~ -:<i i: lí ■• á&Mt ' ’ '{v Mgfe li Nýkreistur safi í morgunsárið * - ■.' . ; : ;■ ■ ■ . > ,«v.^ ■ ■ • Kolbrún Pálína Helgadóttir Ungfrú (sland.is 2001 „Virka daga fæ ég mér yfirleitt safa sem ég geri kvöldið áður í safapressunni minni: svarar Kol- brún þegar hún er spurð um morgnana hjá henni og faitegu • ' ' fjölskyldunni hennar. Hún bætir svo við til útskýringar:„Safinn samanstendur af appelsín u, sítrónu, tveimur stórum gulrót- um og engiferbút eða þeim ávöxtum sem til eru i isskápnum hverju sinni. Um helgar borðum við fjölskyldan svo yfirieitt hafra- graut saman." Unnur Pálmadóttir er líkamsræktarþjálfari og ráðstefnuhaldari. Hún kennir og heldur fyrirlestra, sem tengjast heilsu, um allan heim eins og á Spáni, Bretlandi, Ítalíu, í Danmörku, og Mexíkó. Unnur geislar af hreysti og einmitt þess vegna mætti LífsstíU í þrítugsafmælið hennar þegar hún fagnaði i góðra vina hópi. Holluroggóður grjónagrautur Það er alltaf stemning fyrir þvl að fá sér hrlsgrjónagraut. Hrisgrjónagrautur er saðsamur réttur en hollusta mætti vera meiri. Þess vegna gerði ég tilraun með grjónagrautinn og gerði hann ögn holl- ari og fylgir hér uppskriftin. Grjónagrautur með ferskum ávöxtum (fyrirfimm manns) Fann astina a& 2 bollar hrísgrjón (grautargrjón t.d. River) lítri mjólk 2 bollar vatn 2 bollar rjómi 2 matskeiðar hun- ang 1 stk kanilstöng I epli bolli rúsínur 1 pera 1 stk klvi 1 stk mango bolli þurrkaðar aprikósur 1 matskeið vanilludropar (tilskrauts jarðarber og hindber) Hrlsgrjónin eru soðin I vatninu, mjólk- inni og rjómanum i35 mín, hunangi og vanilludropum bætt útl. Eftir um 20 mlnútna suðu eru þurrkuðu aprikós- urnar skornar I litla bita og settar út I ásamt rúsínunum. Fersku ávextirnir eru skrældir og kjarninn tekinn út, skorið I litla bita og bætt út Igrautinn, fyrst per- an, þá eplið, svo mangóið og síðast kívíið. Takið pottinn afeldunarhellunni, setjið lok á pottinn og látið grautinn standa 17 minútur. Borið fram með kanilsykri og rjóma. Skreytt með hind- berjum og jarðarberjum. „Tilfinningin er frábær! Eg hlakka til að verða eldri og lífsreynd- ari á öllum sviðum lífsins," segir Unnur og bætir við kát: „Lífið er til að elska og njóta. Mér hefur aldrei liðið betur en einmitt núna, komin á þrítugsaldurinn. Ég er sáttari við líf- ið, tilveruna og sjálfa mig. Mér hefur aldrei liðið betur á líkama og sál og hlakka til að verða eldri og læra meira í lífinu." Fann ástina á Selfossi Unnur fann ástina á síðasta ári á Selfossi og hamingjan sést á henni úr órafjarlæg. „Það er yndisleg til- finning. Sú besta í heimi. Það gefur h'finu auðvitað meiri og sterkari til- gang andlega og líkamlega að vera ástfangin. Ég var svo heppin að finna bæði ástina og besta vin minn," segir hún og brosir blítt og bætir við: „Ég fell kylliflöt fyrir Sel- fossi eins og Gylfa mínum sem býr á þar. Selfoss er yndislegur staður til að byggja upp heimili á, maður er aðeins 35 mínútur til Reykjavíkur og á Selfossi er allt sem hugurinn gim- ist. Umhverfið er ótrúlega fallegt, róandi, glæsilegt og hér ríkir friður. Það er mikil uppbygging í sveitafé- laginu Árborg og það er gaman að sjá hve Selfoss og umhverfi þess mun þróast á komandi árum . Sam- göngur verða sífellt betri og hér er besti staðurinn til að búa á að minu mati. Selfoss er án nokkurs vafa náttúmperla Suðurlands." Heilsusamlegt líf Talið berst að góðum ráðum fyr- ir fólk sem vill huga vel að hjartanu og líkamanum. „Við erum íyrst og fremst það sem við borðum. Því er nauðsynlegt að borða hollan og góðan mat og temja sér heilbrigt líf- emi alla lífstíð," segir hún enda meðvituð um áherslur tengdar heilsusamlegu lífi. „Við höfum öll heyrt þessi ráð og því er bara að fara á fætur og fylgja þeim! Hráfæði, fisk- meti, kjúklingur, ávextir, grænmeti, skyr og grófmeti. Mikilvægt er að drekka alltaf nóg af vatni því það er líkamanum nauðsynlegt. Átta glös af vatni á dag kemur skapinu í lag." Markmið „Besta leiðin er að byrja rólega, setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Gott að finna sér æfingafé- laga sem gefur manni kraft og ger- ir það að verkum að æfingarnar verða skemmtilegri. Við eigum að finna hreyfingu sem hentar okkur best. Það er aðalatriðið að gefast ekki upp þótt á móti blási. Halda bara áfram," segir Unnur bjartsýn og heldur áfram: „Þótt það komi nokkrir erfiðir dagar verður að stíga eitt skref aftur og tvö skref áfram.Öll hreyfing er af hinu góða, það fer eftir hvað sóst er eftir og hentar hverjum og einum. Það er best upp á brennsluna að æfa á morgnana og ég er á þeirri skoðun að það eitt að gefa sér tí'ma og byrja að hreyfa sig skiptir öllu máli. Að gefa sjálfum sér klukkutíma á dag í sjálfrækt er frábært. Að stunda líkamsrækt 3-4 sinnum í viku er góð byrjun ásamt því að fara í göngutúra og í sund. Svo er um að gera að nota náttúru íslands Laugumogá Noráica Spa. og fara í góða göngutúra með hollt nesti, það klikkar aldrei. Jákvæð og skemmtileg „Lykillinn er að vera sáttur við sjálfan sig og það sem maður legg- ur stund á hverju sinni," svarar hún um hæl þegar hún er spurð um lykilinn að útgeislun og hreysti, og hún heldur áfram: „Stunda fjölbreytta hreyfingu og borða hollan og góðan mat. Vera sáttur í starfi sínu og sækjast eftir fróðleik á hvaða sviði sem er. Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt í lífinu og gefst ekki upp þótt á móti blási. ögrandi verkefni gefa lífinu gildi. Nú til dags er lífsgæðakapphlaupið svo mikið og ég hef ekki tekið þátt í því. Ég tel heilsuna, fjölskylduna og það að hlúa vel að ástvinum sínum lykilinn að jákvæðni," segir hún að lokum, ánægð með tilver- una. Við kveðjum Unni og óskum henni góðs gengis og hún kveður með góðri speki: „Besti dagur æv- innar er dagurinn í dag, ef þú not- arhann rétt.‘ eiiy@dv.is * *' . ■ . ■ * MMMH RfcSS ,‘MM MHMHHMNMMMHnBnMH! Hugat að hári bamanna NJOTTU LIFSINS með HjILBRIpÐUM LIFSSTIL I dag langar mig að gefa lesendum L/fsstíls góð ráð varðandi skán I hár- sverði. Ég rek og á hár- greiðslustof- una Stubba- lubbar sem er fyrir börn. Börnin sem koma á stofuna eru frá nokkurra mánaða aldri og upp úr og fæ ég þar afleiðandi ýmsar spurningar varðandi hárumhirðu á börn- um, til dæmis hversu oftáað þvo hárið og hvernig ná á skán úr hársverði. Hér eru nokkur góð ráð sem þið getið vonadi nýtt ykkur. Skán í hársverði Efbarnið eryngra en eins árs á helst ekki að nota sápu I hárið því börn á þessum aldri eru ekki með óhreint hár. Þau eru ekki farin að verða fyrir utanaðkomandi óhreinindum eins og sandi, mold matar- leifum og sliku. Efsápa er notuð er mikil- vægt að nota vöru sem ætluð er barnahári. Til eru sérstök sjampó sem erta ekki aug- un. Nauðsynlegt er að skola sápuna vel úr því það getur nefnilega orsakað skán ef sápan er ekki skoluð vel úr. Efbarn er með mikla skán I hársverði er nauðsynlegt að ná henni úr þvl hún liggur þétt við hárs- ræturnar og getur hamlað þvl að hárið vaxi rétt og dafni. Dæmi eru um hárlos ef þessu er ekki sinntog þá er hægt að nota bómoliu sem fæst I apótekum. Ekki vera harðhent Það hefur gefist vel að setja næringu og nudda henni varlega I hársvörðinn. Ekki vera of harðhent þvi börn geta verið mis- jafnlega viðkvæm. Endurtakið þetta nokkrum sinnum en þó ekki á hverjum degi. Ég mæli með að þrfr dagar séu látnir llða á milli og efþetta dugar ekki er best að láta lækni klkja á barnið. Litlar stelpur sem eru að safna hári þurfa nauðsynlega að nota næringu svo betra er að greiða hárið. Einnig ver næringin hárið frekar gegn sliti og utanaðkomandi áhrifum eins og sól og þess háttar. **» .. Klór hefur ætandi áhrif Séu börn mikið I sundi er ráðlegt að hreinsa hárið með sérstöku hreinsisjampói þvi klór- inn hefurætandi áhrifá hárið og það slitnar lika fyrr. Ég mæli með að láta særa hárá 8- 12 vikna fresti en það fer eftir hárgerð og hvernig hárið erhirt. Þetta á líka við um stráka þvlþeirþurfa llka að nota hárnær- ingu I hárið, sérstaklega efþeir eru að safna hári sem er mikið í tísku um þessar mundir. Kær kveðja, Helena Hólm hárgreiðslumeistari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 38. tölublað (14.02.2006)
https://timarit.is/issue/350081

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

38. tölublað (14.02.2006)

Aðgerðir: