Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2006, Blaðsíða 21
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 21 HannahTeter, bandarískur táningur, vann gullverðlaun í keppni í hálfpípu á snjóbretti á vetrarólympíuleikunum í Tórínó i gær. Allt útlit var fyrir að þær bandarísku myndu hirða öll verðlaunin en glæsileg frammistaða hinnar norsku Kjersti Buaas í lok keppninnar tryggöi henni brons. Bandarísku bretlastelpurnar tóku gull og silfur X Gull- og silfurstelpur Gretchen Bleiler og Hannah Teter frá Banda- ríkjunum. Nordic Photos/Getty Bandaríkjamenn geta vel við unað eftir keppni í hálfpípu hjá snjóbrettakonunum en þeir áttu fulltrúa í fyrsta og öðru sæti. Sig- urvegarinn á leikunum í Salt Lake City fyrir fjórum árum, hin bandaríska Kelly Clark, varð hins vegar að sætta sig við fjórða sætið eftir að Kjersti Buaas frá Noregi stal bronsinu með góðri frammi- stöðu. Bandarískir keppendur hafa því unnið tvenn gullverðlaun í keppni á snjóbrettum undan- farna daga en í fyrradag stóð Shaun White uppi sem sigurveg- ari í keppni karla. Hann er ekki nema nítján ára og það er reynd- ar Teter líka. Keppt er í tveimur umferðum í úrslitakeppninni í greininni og er gefin einkunn fyrir frammistöðu keppenda. Betri einkunnin er svo látin gilda. Teter gaf aldrei færi á sér í keppninni en hún hlaut 44,6 stig af 50 mögulegum í fyrri um- ferðinni og bætti svo við tveimur stigum í þeirri síðari. ,Ætli ég hafi ekki verið eilítið annars hugar fyrr í dag,“ sagði Te- ter en hún varð í ekki nema fimmta sæti í undankeppninni en þær tólf bestu komust áfram í úr- slitin. „En þá ákvað ég bara að taka þessu með ró og það tókst. Þetta er ótrúlegt," sagði hún. Gretchen Bleiler var hæst- ánægð með silfurverðlaunin en hún hefur undanfarið mátt glíma við hin ýmsu meiðsli. „Silfur- medalían hefur mikla þýðingu fyrir mig. Ég þurfti að ganga í gegnum mikið erfiði til að komast hingað á leikana," sagði hún. Bronsverðlaunahafinn, hin norska Buaas, sagði að hún hefði ákveðið að gefa allt í seinni ferð- ina sína til að koma í veg fyrir að bandarísku stúlkurnar sópuðu öllum verðlaununum til sín. „Ég þurfti að taka á mínum stóra en ég vissi að brögðin mín eru ekki jafn góð og hjá þeim bandarísku," sagði hún. „Þær kunna sitt fag en ég er ánægð með að Evrópa á sinn fulltrúa á verðlaunapallin- um.“ eirikurst@dv.is Æfingar fyrir brun kvenna tóku sinn toll Þrjár slösuðust í brunæfingum Þær Lindsey Kildow, Allison For- syth og ríkjandi ólympíumeistarinn, Carole Montillet-Carles frá Frakk- landi, lentu allar í slæmum byltum er þær tóku þátt í æfingum fyrir brunkeppni kvenna sem fer fram í dag. Montillet-Carles, var flutt á sjúkrahús og mun hafa marið rifbein og hlotið meiðsli á baki. Ekki var full- komlega ljóst í gærkvöldi hvort hún gæti varið titii sinn í dag. „Það verður erfitt," sagði Gerard Rougier í franska ólympíuliðinu um möguleika Montillet-Carles að keppa í dag. „Hún verður skoðuð vandlega og munu læknar meta ástandið þegar nær dregur." Montillet-Carles missti stjóm á sér er hún var að lenda eftir hátt stökk í miðri brekku og lenti í kjölfarið í ör- yggisnetum brautarinnar. Meiðsli hinnar bandarísku Kildow em ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu en hún gisti engu að síður á sjúkrahúsi í nótt. Hlaut hún áverka á höfði og á baki. Forsyth, hins vegar, sleit krossbönd í hné og verður frá í marga mánuði af þeim sökum. Dagný Linda Kristjánsdóttir náði 48. besta tímanum í gær og verður með rásnúmer 57 í dag en 68 kepp- endur em skráðir til leiks. Sindri Már Pálsson keppir í alpatvíkeppni í dag og náði hann einnig 48. besta tfma brunæfingarinnar í gær. eirikurst@dv.is Hart barist í krullu Keppt var bæði í karla- og kvennaflokki í krullu á ólympíu- leikunum í gær. Hér á myndinni sjáum við liðsmenn Svía sem unnu góðan sigur á Ný-Sjálend- ingum í gær. Það var hins vegar ólíkt hlutskipti ólympíumeistar- anna en hjá körlunum urðu Norð- menn að játa sig sigraða gegn Bandaríkjamönnum en í flokki kvenna hóf lið Breta titilvörn sína með 3-2 sigri á Dönum. í vetur Ný tæki - Betra verð! SSdT 17.900.- 12.900.- SLENDEKTONE* aLLLíydr..kr.opp.iriD HREYSTI vinnur gegn fílapenslum og bolum. Bindur bakteríur og húðflögur og dregur þær til sín Þannig getur þú haldið húð þinni mjúkri og hreinni og komið í veg fyrir bólur. Fæst i apótekum Augnháralítur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics Augnháralitur og augnbrúnalitur sem fagaðilar nota. Auðveldur í notkun. Allt sem þarf í einum kassa - þægilegra getur það ekki verið. SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR FOSFOSER MEMORY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.