Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 Síðast en ekki síst DV ♦ Kiddi Rót í framboð Þær fréttir berast frá Hveragerði að veitingamaðurinn og fyrrum ráð- herrabflstjóri Jóns Baldvins, Kiddi Rót, hyggi á framboð. Ætlar Kiddi að freista þess að ná fjórða sætinu á sameiginlegum framboðslista Sam- fylkingarinnar og Framsóknar- flokksins í Hveragerði. Kiddi Rót er vel kynntur í Hvera- gerði en þar hefur hann rekið ágætt veitingahús um tíma. Er staðurinn ekki síst þekktur fyrir róm- antíska hamborgara sem njóta vinsælda hjá vegfarendum. Þá er Kiddi einnig með pizzur sem þykja ekki verri en þær sem seldar eru í höfuðborginni. Ekki er vitað til þess að Kiddi Rót hafi áður farið í framboð en hann kann þó ýmislegt fyrir sér í þeim efnum eftir að hafa ekið Jóni Baldvin um árabil á meðan sá síðarnefndi var ráðherra. Ók Kiddi þá oft hratt en aldrei nema eftir skipun ráðher- rans. Þátttaka í pólitík í Hveragerði getur leitt til frekari frama á því sviði og er skemmst að minnast þess þegar Árni Magnússon var formaður bæjarráðs á staðnum. Nú er hann félagsmálaráðherra eins og alþjóð veit. í ljósi þess er ómögulegt að segja til um hvernig þetta endar hjá Kidda Rót. Kannski fær hann sjálfur ráðherra- bílstjóra áður en langt um h'ður. Leikn- um er ekki lokið fyrr en dómarinn hefur blásið 1 flautuna. Hvað veist þú um varaforseta Bandaríkjanna 1. Hvað heitir varaforseti ** Bandaríkjanna? 2. í forsetatíð hvers var hann starfsmannastjóri Hvíta hússins? 3. Hver er vinurinn sem varaforsetinn skaut óvart um helgina? 4. Hvenær er varaforsetinn fæddur? 5. Hvað heitir eiginkona hans? Svör neðst á síðunni Hvað seqir mamma? „Hún var farin að syngja áður en hún fór að tala,“segir Sigriður Ouðmarsdóttir, móðir Tinnu Bjarkar Guðjónsdóttur Idol- stjörnu.„Þegar hún var iáttunda bekk fór hún að blómstra I söngnum og söng við hinarýmsu uppákomur hér á Egilsstöð- um. Mér finnst hún standa sig ótrúiega vel og það þarfsterk bein til að standa frammi fyrir alþjóð og syngja. Tinna er mjög sjálfstæð og býryfir miklu jafnaðar- -r geði. Hún eryndisleg stelpa og ég er mjög stolt af henni." Sigríður Guðmarsdóttir er móðir Tinnu Bjarkar Guðjónsdóttur Idol- stjörnu, sem datt úr keppninni síð- astliðið föstudagskvöld. Tinna er fædd 18. maí 1989 og hefur búið á Egilstöðum frá þvi hún fæddist. Hún er við nám í Iðnskólanum í Reykjavík á hársnyrtibraut. GOTT hjá Jóni Sigurðssyni hjá Össuri að gefa fótalausa Pólverjanum gervilimi. 1. Richard B. (Dick) Cheney. 2.1 tíð Geralds Fords. 3. Harry Whittington lögmaður. 4. 30. janúar 1941. 5. Lynne Ann Vincent. Garöar Thar í Laugardalshöll Syngur meö breskri dívu Tenórinn Garðar Thor Cortes mun halda tónleika í Laugardalshöllinni í lok aprfl ásamt bresku óperusöngkonunni Katherine Jenkins. Það er Concert, um- boðsfyrirtæki Einars Bárðarsonar, sem stendur fyrir tónleikunum. Garðar Thor er staddur í Feneyjum þessa dagana þar sem hann fór í prufur fyrir hlutverk í stórri óp- erusýningu í Óperunni í Feneyjum. Hann er væntanlegur heim fyrir helgi til að syngja í öskubusku í íslensku óperunni. Einar Bárðarson sagði í samtali við DV að ekkert yrði til sparað á tónleikunum hjá þessum söluhæsta tónlistarmanni á íslandi á síðasta ári. „Hann hélt stórkostlega tón- leika í Grafarvogskirkju og við ætlum að endurtaka þá tónleika nema bara gera þá glæsilegri. Það verða „allir stælarnir" tekn- ir, hljóð, ljós og tenórar í bullandi gír.“ Eins og áður sagði verður ekkert til spar- að til að gera þessa tónleika sem glæsileg- asta. Einar sagði að 24 manna strengjasveit myndi spila undir auk rythmasveitar með þá Friðrik Karlsson og Óskar Einarsson inn- anborðs. Garðar Cortes mun stjórna hljóm- sveitinni sem spilar undir söng sonar hans og Jenkins. Aðspurður um Katherine Jenkins sagði Einar að það væri frábært að fá þessa söng- konu til landsins sem væri einn glæsilegasti fulltrúi ungu kynslóðarinnar í Bretlandi í dag. „Það er ekki sjálfgef- ið að söngkona eins og / hún komi til íslands J' t og syngi. Hún hefur meira en nóg að | gera og þarf ekki á minni hjálp að' halda til að verða sér út um verkefni," sagði Einar og bætti við að hann byggist við fjölda áhorfenda frá Bretlandi enda kæmi Jenkins sjaldan fram. Katherine Jenkins Glæsi- leg kona með fagra rödd. Nordic Photos/Getty Images JohnTravolta-dansarnir kenndir „Þetta var það sem er kallað Street Hustle-dans,“ segir Sóley Jóhannsdóttir, fyrrverandi dansari og danskennari. Gamla myndin er tekin árið 1980 á hinum goðsagna- kennda skemmtistað Hollywood. Á henni taka Sóley og Garry Kosuda danspor. „Garry Kosuda kom til þess að kenna Street Hustle-dansana. Þessir diskódansar voru rosalega vinsælir á þessum tíma. Þetta var dansbylgja sem var að ganga yfir heiminn í kjölfar Saturday Night Fever. Eftir að mynd- in var sýnd fylgdum við henni eftir með því að fá Garry til þess að kenna John Travolta-dansinn," segir Sóley, sem hætti að kenna dans fýrir um tíu árum síðan. „Nú er ég að sjá um leikfimi en ég sakna þess að kenna að dansa." Garðar Thor Cortes Metsölusöngvari syngur á stórtónleikum I Höllinni. Diskódans Á myndinnistiga Sói- ey Jóhannsdóttir og Garry Kosuda þekkt spor, sem sáust meðal ann- ars ÍSaturday Night Fever. Krossgátan Lárétt: 1 kæn,4ólykt, 7 brúkar, 8 hópur, 10 jörð, 12 svik, 13 götu, 14 yfir- ráð, 15 heiður, 16 naut, 18 skipalægi,21 gagns- lausi,22 orðrómur,23 sál. Lóðrétt: 1 fikt, 2 ofn, 3 vandvirkni, 4 óstöðuga, 5 væta, 6 sár, 9 hindra, 11 nærri, 16 fjör, 17 upp- haf, 19 stök, 20 flýtir. Lausn á krossgátu ■|se 07 'ma 6L Ioj zl 'dyj 91 '6æ|eu l l 'erye 6 'pun 9 'ej/C s 'ej|eA||eg y 'mjæ6jso>t £ 'uuo 7 je>| 1 luajQo-j •|pue £7 'ped zz 'IJAuo 17 'e6a| 81 'JJej 9 L 'ejse s l 'PIQa f l 'Bjjs £ L jej 7 L 'pue| 0 L 'suej 8 'Jejou 7 'n|Aj y '>|op| l :uatn DV-mynd Valli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.