Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Síða 48
DV Fréttir Lesendur 48 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 Charlie Chaplin aðlaður Hetja þöglu myndanna, Charlie Chaplin, var aðlaður af Elísabetu Bretlandsdrottningu á þessum degi árið 1975. Chaplin fæddist árið 1889 og skildu foreldrar hans skömmu síðar. Móðir hans gat hvorki séð fyrir honum né eldri bróður hans og svo fór að þeir fengu vist á munaðarleysingjahælinu Hanwell. Hann hóf snemma leikferil sinn enda einungis fimm ára þegar hann lék fyrst á sviði. Hann kom til Bandarfkjanna árið 1912 ásamt vini sínum Stan Laurel, sem síðar varð þekktur í tvíeykinu Stan and Hardy, eða Olli og Steini upp á íslensku. Ferill hans varð hraður upp á við, enda hafði Chaplin einstaka hæfileika til að miðla tilfinningum til fólks í gegnum kvikmyndir. Persónugerð hans varð að vörumerki. Myndir eins og The Kid og Gold Rush urðu geysivinsælar og með tilkomu talmyndanna náði Chaplin nýjum hæðum með myndum eins og The Great Dictator (Einræðisherrann) og Limelight. Árið 1919 stofnaði hann, ásamt öðrum, dreifingar- og framleiðslufyrirtækið United Artists og sat í stjóm þess fram á sjötta Charlie Chaplin Ihlutverki sínu sem einræðisherra. áratuginn. Á tímum McCarthyismans í Bandaríkjunum varð hann fyrir töluverðu áreiti yfirvalda sem lauk með því að vegabréf hans var afturkallað. Hann fluttist búferlum til Sviss og kom aðeins einu sinni aftur til Bandaríkjanna, þá til að taka á móti heiðursverðlaunum óskarsins í I dag áriö 1971 endurheimtu íslendingar síöasta geirfuglinn með hæsta boöi á uppboði í London. Fyrir honum hafði verið safnað um land allt og er nú í Náttúrufræðistofnun við Hlemm í Reykjavík. annað sinn árið 1972. Við athöfnina í Buckingham Palace fyrir 31 ári var Chaplin bundinn við hjólastól. Hann lést að heimili sínu á jóladag árið 1977. Hans er minnst sem einnar merkustu persónu kvikmyndanna fyrr og síðar. Úr bloggheimum Síðan opnuð aftur „Góðir háisar. Þessi heimasiða er svolítið eins og unglingspilt- ur sem rétt skrapp meðafa sin- um I sund I Garðabæjartaugina. Fyrir utan að þetta er ekki unglingspiltur heldur litill strákur.. og hann skrapp ekki í sund heldur niður i kjallara og þetta er ekki afi hans heldur Steingrimur Njáisson.“ ., Elias Blöndal - blog.central.is/rulluf Þjáist af þremur sjúkdómum v„ég er búin að komast að því , að ég þjáist af3 hættulegum sjúkdómum. LETI, EINBEIT- INGALEYSI og SVEFN- LEYSI......já eins og þið getið imyndað ykkur er þetta hræðilegt að vera svona veik en ég bara nýkomin með þessa sjúkdómiÝog vil ég trúa þvl að ég hafí smitast afykkur stelpurli! T.d. er ég að fara I jarðfræðiprófá morgun og ég er ekki búin að lesa staf....jábbs believe it or not þá bara meika ég ekki að opna bók og ég er með rifandi samviskubit." Perla Steinsdóttir - blog.central.is/9princess 'vj’eyna sitt besta en misakast ; „Það er eitthvað við fyrstu • tinuna ÍFixYou meðCoid- [ play, sem er svo einfalt en > samt svo sorglegt að mig langar alltafað verða dramatísk og fara aðskæla þegar ég heyri hana. „When you tryyour best butyou dorít succeed“. Þvl það ætti að vera bannað.Að gera sitt besta og mistakast samt. I góðum ameriskum biómyndum geristþað til dæmis aidrei, þá er nóg að bíta á jaxlinn og gera sitt besta og þá gengur allt upp.“ Unnur Margrét Arnardóttir - vettlingur.blogspot.com Hvítur svertingi „Ég eraðskifa fyrsta text- ann minn I mánuð núna. Seinasti texti sem ég skrif- aði var I laginu Kinkaðu Kolli sem er feat. Maximum og ein- hverjir ættu að hafa heyrt (efekki er það á www.myspace.com/herraskitsama).Text- inn sem ég er að skrifa er við lag sem heitir hvað þykist þú geta dæmt mig? þar sem ég er að svara fyrir allri gagnrýni sem að ég fæ, ekki rapplega heldur bara i lífínu. L/ka fyrir 1 og hálfu ári sá ég þetta þegar það var birtur linkur á b2.is undir nafninu hvítur svertingi." Guðjón „Ramses" Helgason -blog.central.is/herra_skitsama Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Dýrar flatbökur á Pizza Hut Gunnar skrifar. Mér datt nú bara í hug að skrifa þetta þegar ég las fimmtudagsblað- ið. En þar var maður sem segir Múla- kaffi dýran stað, að hann hafi keypt saltkjöt sem var alveg rándýrt. Þaðan fékk ég hugmyndina að því að skrifa um þetta. Eg og nokkrir félagar mín- ir fórum um daginn á Pizza Hut. Við erum sestir og farnir að skoða mat- seðilinn. En þá blöskrar okkur gjör- samlega. 16“ pitsumar á Pizza Hut Lesendur eru að kosta um 3000 krónur, já ég sagði 3000 krónur fyrir eina pitsu án alls meðlætis og án goss. Svo er hægt að kaupa þarna könnu af t.d. pepsi eða coke eða hvað sem það var og þá kostar ein kanna sem er 1,7 lítrar heilar 830 krónur. Já, 830 krónur, er bara ekki allt í lagi með þá sem ákveða verðin á þetta? Tveggja lítra flösku af kóki eða pepsi getur maður fengið í Hagkaup eða einhverstaðar bara á innan við 200 krónur. En þarna er verið að leggja á ekki einu sinni tvo lítra heilar 630 krónur. Þetta er svo mikið rugl, þegar maður labbar framhjá Pizza Hut þá er orðið nóg fyrir mann að sjá fólk þar inni. Maður bara hugsar, hvað er fólk eig- inlega að pæla? Er fólki alveg gjör- samlega sama um peninginn sinn? Já, allavega ég og mínir félagar fórum einu sinni á þennan stað og aldrei aftur. Að minnsta kosti ekki ef þetta á að vera svona dýrt. Þegar mað- ur er farinn að þurfa að borga 3000 krónur fyrir eina pitsu og 830 krónur fyrir 1,7 lftra af gosi þá getur maður nú bara farið eitthvað annað. Þetta er algjört rugl og ég skil ekki af hverju fólk er tilbúið að borga svona svim- andi háar upphæðir fyrir pitsu og gos. Vert að taka fram að ég hef akkurat ekkert á móti Pizza Hut. Það er-bara verðið eitt sem fær mann til þess að koma ekki þarna inn. bygging sem ég vil setja út á. Ég vil benda þeim mönnum sem halda um stjómartaumana í bænum að standa að annarri uppbyggingu. Sú upp- bygging lýtur að tómstundum. Það er sorgleg staðreynd að í Reykjanesbæ er Ktið sem ekkert hægt að gera á kvöldin. Jú, það em kaffihús og síðan er það þessi frægi rúntur upp og nið- ur Hafnargötuna í bænum. I bæjarfé- laginu er enginn keilusalur, engin skautahöll, enginn leikjasalur og al- menningur hefur aðgang að tveimur snókerborðum og tveimur poolborð- um. Meira er það ekld. Við og for- svarsmenn Reykjanesbæjar verðum að gera okkur grein fyrir því að það þarf að byggja upp ýmiss konar af- þreyingu fyrir íbúana á svæðinu ef þetta á að vera ákjósanlegur staður tif þess að búa á í framtíðinni. Meirihluti íbúa, sem vill gera eitthvað skemmti- legt á kvöldin, sækir afþreyinguna í Reykjavík. Þökk sé tvöföldun Reykja- nesbrautar þá er eldd ýkja langt í skemmtunina. Tómstundir Erþað sem vantarí Reykjanesbæ að mati Guðbjargar en hún sækir afþreyingu i Revkiavík I stnrímr, Byggið upp tómstundir Guðbjörg skrííar: Ég er íbúi á Suðumesjum og vil fyrst koma því á framfæri að ég er mjög hlynnt þessari miklu uppbygg- ingu sem á sér stað í Reykjanesbæ. íbúum fjölgar hratt og allir sem vilja geta byggt hús. Það er þó ekki sú upp- Lesendur Svava Sigbertsdóttir fór í skólabúning og lékíauglýsingu. Ballerínan segir 2000 nærbuxna- lausarskólastelpur Svakaleg prófavika var að klárast hjá mér. Ég sýndi nokkur verk á dag. Var meðal annars í afrískum ættbálk, hershöfðingi, egypskur þræll og hefðarfrú frá 1850. Svo leikstýrði ég líka. Þetta eru búnir að vera frábærir dagar, samt langir og erfiðir. En Guð, spennan í skólanum! Fólk niðurdregið og grátandi því verkin þeirra gengu illa. Ég hef ekkert grátið því að, auðvitað, elskuðu þau mín. Hahahaha! Fyrir utan að vera í stanslaus- um prófum og að vinna, lék ég einnig í auglýsingu fyrir MTV og Channel á. Verið er að auglýsa The School Disco geisladiskinn og það var algjör brandari. Við vorum sjö og þurftum að klæðast týpískum skólabúning: stuttu pilsi, hnésokkum, skyrtu og niMft tíkó. Það voru því ansi margir'**' sem gláptu á mig þegar ég tók lestina í þessum druslubúningi niðrí bæ. Auglýsingin var tekin upp á klúbbi. Ég vissi eklci að það væru til klúbbar, sem þú verður að vera f skólabúning til að komast inn. Staðurinn rúmar um 3000 manns og er alltaf troðfullur! Og það er svið í miðjunni og þar vorum við sjö að dansa við skólatónlist og með myndavélar. Þetta var ótrúlega sérstök reynsla en eftir fimm tíma var ég samt orðin frekar þreytt á því að hrista á mér rassinn. En ótrúlegur klúbbur! Þarna voru konur upp í sextugt klædd- ar eins og litlar, óþekkar skóla- stelpur og ég sá, því miður oftar en einu sinni, að margar voru ekki í neinum nærbuxum. Ha strákar! ímyndið ykkur bara, 2000 skölastelpur að missa sig. Stórfengleg hundasýning um helgina „Eg mátti aldei eiga hund sem krakki," segir Hanna Björk Kristins- dóttir, sýningarstjóri hundasýning- ar Hundaræktarfélags fslands sem haldin verður um helgina. „Þess vegna var ég dugleg við að banka upp á hjá nágrönnunum sem áttu hund til að fá hann lánaðan og viðra. Þegar ég svo flutti að heiman tók ég strax að mér hund. Ári síðar var ég komin með þrjá hunda og einn kött í þessari litlu tveggja her- bergja íbúð sem ég bjó í. Síðan þá hafa dýrin verið mismörg og af ólík- um tegundum. Ég hef lengi verið með hesta, hæsni, kalkúna, gæsir, hunda og ketti en fuglarnir eru reyndar flognir frá mér núna. Það að vera í nærveru dýra er að nauð- synleg fyrir mig enda gefa þau svo mikið til baka.“ Hanna segir mikinn ! misskiln- ings gæta um Hundaræktarfélagið. „Það halda margir að við séum félag um hundaræktun. Það er ekki megintilgangurinn, heldur snýst þetta um að rækta hundinn sinn og félagsskapurinn er öllum opinn, enda er um að ræða mikið og öflugt starf félagsins sem nú telur um 2000 félaga. Félagið er ekki bara fýrir hundana, heldur fólkið, enda eru það eigendumir sem em félags- menn, en ekki hundarnir sjálfir. Við þurfum að gera mikið í að eyða þessum fordómum í okkar garð. Hanna segir hundasýningu sem þessa vera mikið afrek þeirra sjálf- boðaliða sem að henni koma. „TU að gera þetta svona glæsilegt eins og hefur verið, er mikil sjálf- boðavinna að baki, enda væri ómögulegt að gera þetta öðruvísi. Markmiðið með sýningunni er að dæma hunda samkvæmt hans ræktunarmarkmiði. „Það halda margir að við séum félag um hundaræktun og að við séum snobbhanar sem erum bara með hreinræktaða hunda." Hver hundur á sitt ræktunarmark- miðið sem segir til um hvernig hundur af viðkomandi tegund á að líta út, svo sem varðandi lfkams- byggingu, feldgerð, lundarfar og fleira. Héma á íslandi em til svo margir fallegir hundar svo ég geri ráð fyrir mjög skemmtilegri helgi." Hundasýningin verður haldin um helgina í Reiðhöll Fáks í Víðidal. Hanna er fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir hjónanna Sigrúnar Ingibergsdóttur og Kristins Jóhannessonar. Hún stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og Viðskiptaskóla Stjórnunarfélagsins. Hún starfar nú sem skrifstofustjóri Hundaræktarfélags (slands. .. 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.