Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 24
24 LAUCARDACUR 11. MARS 2006 Helgarblað X3V Bjarndís Arnardóttir er í sjöunda himni í starfi sínu - hún er sálfræðistjörnuspekingur og segir fræðin fúlustu alvöru. Blaðamaður Helgarblaðsins leit í heimsókn til Bjarndísar og gat ekki annað en hrifist af henni, enda vandfundin jafn kunnáttusöm manneskja um sálarlíf fólks og tengsl þess við himintuglin. Fólk hefur öldum saman leitað til stjamanna til að finna svör og lausnir við spumingum og vandamálum sem á það leitar. í gegnum tíðina hafa stjömuspekingar reynt að ráðleggja þeim sem til þeirra leita. Bjamdís Amardóttir er ein þeirra en hún hefur þó stigið skrefi lengra en flestir þeirra enda ber hún starfsheitið sálfræði- stjömuspekingur. Margir kunna að mgla þessu heiti saman við þá sem hafa atvinnu af að leiðbeina ífægu fólki gegnum lífið en Bjamdís er ekki ein þeirra þó hún segi mannlífsflór- una í kúnnahópnum afar ijölbreytta. Þingvörður og stjörnu- spekingur „Ég hef haft áhuga á stjömuspeki í yfir tuttugu ár að ég held. Fékk mér fyrsta kortið þegar ég var um það bil 17 ára gömul og hafði brennandi áhuga á öllu því sem viðkom þessari speki síðan. Mig grunaði samt aldrei að þetta gæti orðið eitthvað meira en áhugamál," segir Bjamdís. Hún hóf því nám í stjómmálafræði en milli þeirrar speki er líklega langur vegur að heimi himintunglanna. Bjamdís virð- ist þó hafa náð að sameina þessi ffæði en í nokkur ár starfaði hún sem þing- vörður á Alþingi og segist hún hafa út- búið stjömukort fyrir flesta þá sem þar létu að sér kveða á þeim tíma. „Ég var alltaf að stúdera fólk út frá stjöm- unum þó það hafi nú oftast verið í leyni," segir Bjamdís og hlær. Sagði skilið við stjórnmála- fræðina „Ég ákvað svo að fara í framhalds- nám í Bretíandi og var búin að fá inn- göngu. Ég kom út í nóvember en ákvað þó að hefja ekki námið fyrr en haustið á eftir, svona á meðan ég væri að koma mér fyrir með dóttur mína og kynnast aðstæðum," segir Bjarndís, en hana renndi aldrei í gmn hve af- drifarik sú ákvörðun myndi verða. Á meðan hún beið haustsins gafst henni tími til að sinna helsta áhuga- máli sínu, stjömuspekinni, og við það grúsk komst hún að því að á Bret- landseyjum er skólinn The Center For Psychological Astrology, þar sem sál- ffæði og stjömuspeki er tvinnað sam- an. „Ég ákvað að fara í þetta nám og þar opnuðust mér alveg nýjar dyr,“ segir Bjamdís og ljómar öll er hún minnist skólans sem virðist bjóða upp á nám sem er ólíkt því námi sem flest- ir háskólagengnir hér á landi þekkja. „Efmaður þekkir sjálf- an sig er minni líkur á að maður fáist við sín eigin vandamál í gegn- um annarra" Ekkert hókus pókus Minnir þessi skóli ekki svolítiö á Hogwarth, spyr blaðamaður, sem þykir lýsingar sálfræðistjömu- spekingsins minna óneitanlega á skóla galdra og seiða sem lesendum Harry Potter bókanna er að góðu kunnur. „Jú, í raun þá ftnnst mér skól- inn minna töluvert á hann," segir Bjamdís og hlær. Hún ítrekar þó að í skólanum hafi ekkert hókus pókus verið smndað heldur hafi námið ver- ið mjög vel skipulagt og ekkert fúsk verið viðhaft. „Skólinn var stofriaður fyrir rúmum 20 ámm af konunni Liz Greene en hún er doktor í sálarfræði. Stjömuspeki og tarot höfðu samt alltaf heUlað hana mikið og hefur hún sameinað þetta ailt mjög vel," segir Bjamdís. Námið tekur þrjú ár og segir Bjamdís að meðan á því stendur verði nemendur að gangast undir árslanga þerapíu tíl að þeir geti kynnst sjálfum sér og unnið sem best úr sínum eigin vandamáfum. „Liz tel- ur mjög mifdlvægt að maður þekki sjálfan sig vel þegar maður er að vinna mér fólk, og það finnst mér einnig. Ef maður þekkir sjálfan sig em minni líkur á að maður fáist við sfn eigin vandamál í gegnum annarra," segir Bjarndís sannfærandi og skenk- ir blaðamanni kaffi. Tímasparnaður með stjörnu- speki Bjandís telur þá kosti sem sál- ffæðistjömuspekingar hafa, umffam hefðbundna sáfffæðinga, að með því að geta kannað stjömukort fólks sé mun auðveldara að komast að mein- inu og vonast hún innilega tii þess að fólk fari að nýta sér þessi fræði í ríkara mæli. „í Bretíandi er fólk mun opnara fyrir þessum fræðum en hér á landi og þar em menn tU dæmis farnir að nýta sér þetta í skólum og félagsþjón- ustu," segir Bjarndís. Hún segist hafa mikla ánægju af því að hjálpa böm- um sem hafa til dæmis átf við hegð- unarraskanir og bendir á að það felist mikUl tímaspamaður í því að geta skoðað stöður stjarnanna yfir börn- um og aðstoða þau út frá því. Hún tekur samt fram að sálfræði- stjömuspekin nýtist til mun fleiri hluta en að ráða fram úr vandamálum, þó sá þáttur verði seint vanmetinn, heldur gagnist spekin einnig ölium þeim sem vilji kynnast sjálfum sér betur og öðl- ast frekari þroska. Það að auki veiti stöður stjamanna dýpri skilning á því sem fram í kringum okkur. Djúp innsýn í sálarlífið „Maður fær svo djúpa innsýn inn í manneskjuna með því að kanna kort- in en auðvitað þarf líka samræður tíl að þetta gangi vel. Það er best að með- ferðin felist í samtölum, því ég er ekki spákona sem giskar sig áfr am. Stjömu- kort em magnað greiningartæki og mér finnst leiðinlegt að við séum ekki farin að nýta okkur það í meira mæli," segir Bjamdís, en hún telur ástæðuna fyrir því lfklega þá að fólk taki stjömu- speki ekki nógu alvarlega sem vísindi. „Stjömuspeki og sálfræðileg- stjömuspeki er fúlasta alvara. Það hef ég alveg séð í gegnum tíðina," segir Bjamdís glaðlegri en ákveðinni röddu sem blaðamaður getur ekki annað en tekið alvarlega. kaœn@dv.is Einstakt tækifæri til þess að eignast kínverska listmuni beint frá framleiðendum SÖLUSÝNING Á HÁGÆDA HANDGERÐU KÍNVERSKU POSTULÍNI Úti- eða inniblómapottar - myndir - lampar - vasar - skálar og fleira JINGDEZHEN HENGFEN SALES EXHIBITION CO. CTD Aukasýning 20% afsláttur Hlíóasmári 15, Kópavogi. Sími 895 8966. Opið alla daga frá kl. 9-22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.