Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 4
4 LAUCARDAGUR 11. MARS 2006 Fréttir DV Bíl stolið í Eyjum Lögreglan í Vestmanna- eyjum fékk tilkynningu í gærmorgun frá eiganda Colt-bifreiðar að bílnum hafi verið stolið. Virðist eig- andi bílsins hafa skilið bíl- inn eftir opinn og með lyklana í bílnum. Segir Lög- reglan í Eyjum að allt of ai- gengt sé að fólk skilji eftir lyklana í bflum sínum yfir nóttina og ef bfllinn verður fyrir tjóni þá bætir trygg- ingafélagið ekki tjónið þar sem bifreiðin er opin og lyklarnir í svissinum. Lög- reglan í Eyjum leitar að bflnum en vonast til að finna hann fljótlega því ekki er svo auðvelt að stinga af. Svörtverð- bólguspá Spámenn greiningar- deildar KB Banka iíta svart- sýnum augum á hækkun vísitölu neysluverðs, öðru nafni verðbólguna. í hálf- fimm fréttum Greiningar- deildarinnar segir að vísi- talan hafi hækkað í mars um 1,12 prósent frá fyrri mánuði og við það hækki hún á ársgrundvelli úr 4,1 í 4,5 prósent og því enn ofar efri þolmörkum verðbólgu- markmiðs Seðlabankans. Veiking krónunnar er helst um að kenna - en á móti kemur að dregið hefur úr hraða hækkunar húsnæðis- verðs. Innbrot í Hlíðunum Lögreglan handtók tvo menn í gær- morgun grunaða um innbrot í Víðihlíð. Lögregl- an í Reykjavík fékk tilkynningu um innbrotið og sjónarvottar gátu bent á bifreið mannanna sem voru síðan stoppaðir og handjárnaðir við Suðurhlíð. Við nánari eftirgrennslan lögreglunnar fannst þýfið í bifreið mann- anna. Telur lögreglan að þýfið sem fannst í bflnum gæti verið úr öðrum tveim- ur innbrotum sem voru til- kynnt til lögreglu fyrr um nóttina. Karen Guðfinna Guðmundsdóttir og fyrrverandikærasti hennar Bjarki Þórir Kjart- ansson áttu í dramatísku rifrildi á síðasta ári sem endaði með áílogum og að lok- um með því að Karen stakk Bjarka í bakið með eldhúshníf. Þegar lögreglan kom á staðinn fundust 185 kannabisplöntur, tæp 400 grömm af kannabisefni og kannabis- blandaður vökvi. Karen Guðfmna Guðmundsddttir hefur verið ákærð fyrir að stinga manninn sinn og barnsföður, Bjarka Þðri Kjartansson, í bakið í september á síðasta ári. Þegar lögregla kom á staðinn vegna hnífstungunnar fann hún 185 kannabisplöntur, tæp 400 grömm af kannabisefni og tvo lítra af kannabisvökva. Karen og Bjarki eru því bæði ákærð fyrir fíkniefnamisferli. Fíkniefni fundust Eftir að Karen stakk Bjarka í bakið var lögreglan kölluð á staðinn vegna skarkalans, en þau bjuggu í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði. Þegar lögreglan kom á vettvang til þess að hlúa að sárum Bjarka kom í ljós að gríðarlegt magn af kannabis- plöntum og tæp 400 grömm af kannabisefni ásamt kannabisblönd- uðum vökva var að finna á heimili þeirra. Karen var handtekin og Bjarki sendur á sjúkahús. Bjarki Þórir Kjartans- son Var stunginn i bakið og lögreglan fann tölu- vert magn afflkniefnum heima hjá honum. Karen reiddist svo mikið í áflogunum að hún stakk hann í bakið með eldhús- hníf. Hann segist ekki átta sig á því nákvæmlega hvernig til áfloganna kom. „Við erum skilin," segir Bjarki Þórir en hann neitaði í Héraðdómi Reykjaness í gær að hafa sparkað í Kareni umrætt kvöld. Bjarki játaði þó að hafa átt fíkniefnin. Hann segir að þau hafi lent í áflogum þar sem mikið hafi gengið á. „Hún var með anorex- íu og þess vegna litu áverkar hennar út eins og áflogin hafi verið alvarlegri en þau voru í raun." Konan með anorexíu „Hún var með anorexíu og þess vegna litu áverkar hennar út eins og að áflogin hafi verið alvarlegri en þau voru í raun,“ sagði Bjarki fyrir Héraðsdómi Reykjaness um líkams- árásarákæruna á hendur sér. Hann sagði að konur með anorexíu fái auðveldar marbletti og því hafi áverkar hennar í raun gefið meira í skyn en raunverulega átti sér stað. Hann segir að þau hafi aðeins lent í ryskingum Fyrirgefur hnífstunguna „Ég fyrirgef henni að sjálfsögðu," segir Bjarki, sem fékk rýting í bakið frá fyrrum konu sinni. Hann segir að mikið rugl hafi verið á þeim þegar þetta átti sér stað og þau hafi bæði verið í gríðarlegri neyslu. Hann segir að sambúð þeirra hafi verið eins og sambúð fflda geti oft verið, storma- söm. Aðalmeðferð málsins fer fram síðar í mánuðinum. valur@dv.is Partýið sem varð of stórt Það er ekki tekið út með sældinni að vera organleikari á Austfjörðum. Það er bara svo leiðinlegt. Sífelldir útfararmarsar. Þess vegna er gott að hafa Intemeúð. Á Netinu er hægt að láta hugann reika inn og út úr gufhvolfinu, spjalla við vinina eða skoða myndir af alls- bemm stelpum. Það er skemmtilegt. Vandamáiin byrja bara ef maður er of gestrisinn og býður alltof mörg- um heim til sín á Netinu. Þá er voðinn vís. Sumir gestanna er nefnilega gjör- samlega tjúllaðir og gætu þess vegna tekið upp á míga út um glugga upp á i Svarthöfði lofti á meðan maður er sjálfur niðri í eldhúsi að spjalla við einhverjar kell- ingar um eftirréttauppskriftir. Ef migið hefur verið á einhvem út um gluggann á húsinu þínu þá er við- búið að sá verði þokkalega pirraður. Komi aiveg brjálaður á dyrbjölluna og heimti að mígarinn gefi sig fram og standi reikningisskil gjörða sinna. Oftast er hægt að flæma slflcar fýlupúkaboðflennur burt með því að segja að pissukallinn hafi barasta Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað bara fint, enda nóg að gera," segir Sigrún Elsa Smáradóttir varaborgarfulltrúi R-listans I borgarstjórn. „I kvöld ætla ég að skemmta mér með vinnufélögum mínum á árs- hátíð lceforma. Er reyndar rétt í þessu á leiðinni út til að finna mér gott sjal til að bera á öxlun- um en það er alltafsami höfuðverkurinn að ákveða i hverju maður klæðist, einkum efmaður hefur breyst I vextinum á milli ára. Ég er búin að ákveða í hverju ég verð og hlakka bara til kvöldsins. Ég á ekki von á öðru en árshátíðin veröi skemmtileg, þaö er alltafgaman að pússa siguppoghittavinnufélaganautanvinnu.“ gufað sporlaust upp út um garðdyrn- ar. Soml Það sé skítt en ekkert við því að gera. Þetta kaupa semsagt flestir. En svo er alitaf einn og einn lóner sem heldur áfram að tuða. Höfuðverkur organleikarans á Austfjörðum var einmitt svona for- hert lónertýpa sem var orðin uppgef- in á stöðugum þvagleka út um allar dyr og gættir á hethöll kirkjumanns- ins. Alit í einu var komin kona með gult hár sem bankaði allt að utan hjá okkar manni. Hótaði að hvæsa og blása þar til húsið yrði um koll. Tón- listarmaðurinn skalf á beinunum og rak að endingu alla gestina út beint í gin þessarar illskeyttu konu. Og þannig er staðan í dag: Org- anistinn er á bömmer og tíu litlir net- verjar eru í maganum á vondu kerl- ingunni sem vildi ekki láta pissa á sig ilr launsátri. Hvað gerist næst? Sturtar hún þeim niður? SvartböföL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.