Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 46
46 LAUCARDACUR IhMARS2006 Helgarblaö DV Samkomur hafa í mörg ár verið hluti af starfsemi Samhjálpar Þeir sem eiga leið um Hverfisgötuna á fimmtudagskvöldum hafa örugglega séð hóp manna standa fyrir utan hús númer 42 og sumir hafa ef til vill hrist höfuðið og hugsað að þarna væri utangarðsliðið að fara á halle- lújasamkomu. Það er hins vegar engin ástæða til að hrista höfuðið heldur gleðjast af öllu hjarta. Allar sálir |am mikilvægar Guhi Blaðamaður var nýlega við- staddur samkomu hjá Samhjálp og hreifst með í söngnum og stuð- inu sem var þar allsráðandi. Það fór ekkert á milli mála að margir á staðnum höfðu marga fjöruna sopið. En það sem skipti máli var að hrjáðir og þreyttir höfðu eign- ast nýjan tilgang og áður óþekkta gleði. Heiðar Guðnason hefur verið forstöðumaður Samhjálpar í sex ár. Hann rifjar fuslega upp með mér sögu Samhjálpar sem er afar merkileg. „Þetta byijaði allt árið 1973 en þá kom hingað til lands íslending- ur sem hafið verið búsettur í Svíþjóð, Georg Viðar Bjömsson. Georg hafði verið drykkjumaður og mælt götumar í útlandinu en kynnst meðferðarstofnun sem heitir Lewi Pethms og öðlast trú. Hann langaði að hjálpa fólki hér heima og byrjaði á að opna í bíl- skúr inni á Sogavegi. Þar tók hann að sér alkóhólista og fór að hjálpa þeim af stað, með ágætum árangri er mér sagt. Meðferðin hans mið- aði trúlega mest að því að vera til staðar og boða þeim guðsorð. Hann kynntist svo Einari J. Gíslasyni í Hvítasunnukirkjunni en Einar var mjög hrifinn af þeirri hugmynd að búa til eitthvert batt- erí sem hjálpaði drykkjumönnum. Þeir sameinuðu krafta sína sem varð til þess að Hlaðgerðarkot var keypt, en stofndagur samtakanna miðast við 50. afmælisdag Einars, 31. janúar 1973. Einar vildi engar afmælisgjafir en bað þá sem vildu gleðja hann að láta eitthvað renna til Samhjálpar og það kom inn dá- góð upphæð sem varð vísir að út- borgun í Hlaðgerðarkoti. Þar hófst svo meðferð fyrir áfengissjúka og Georg var þar forstöðumaður öl ársins 1977 þegar Óli Ágústsson tók við, en undir hans stjóm óx starf- semin mjög því Óli var fullur af framsæknum hugmyndum." Utangarðsfólk líka svangt um helgar Heiðar bendir á að Óli hafi verið frumkvöðuli á ýmsum sviðum og meðal annars verið með þeim fyrstu sem sendi menn út af örk- inni til að selja plötur í heimahús- um. „Þama safnaðist mikið fé sem allt var notað til uppbyggingar Samhjálpar. Meðal annars var byggt annað hús í Hlaðgerðarkoti og Hverfisgata 42 keypt. Fyrst eign- uðumst við fyrstu hæðina, þar sem við vorum með skrifstofur og fé- lagsaðstöðu og áfangaheimilið á efri hæðunum. Kaffistofan var svo opnuð á fyrstu hæðinni og var opin á virkum dögum. Fyrst var hún hugsuð til að mæta þörfum úti- gangsmanna og skjólstæðinga okk- ar sem við vildum vera í sambandi við en þróaðist fljótt í að vera súpu- eldhús fyrir utangarðsfólk." Þegar Heiðar hóf störf fyrir Samhjálp fannst honum strax for- gangsmál að hafa kaffistofuna opna um helgar. „Utangarðsfólk er líka svangt um helgar," segir hann brosandi. „Ég fékk Reykjavíkurborg í lið með mér en þetta gerði auknar kröfur á mannafla. Kaffistofan er rekin af litlum efnum þannig að við þurft- um aðstoð til að geta verið með starfsmenn á vöktum. Það er alltaf einn maður á launum á kaffistof- unni en svo gerðum við samning við Alþjóðaungmennasamtökin og þau senda okkur sjálfboðaliða úr sínum röðum." Mæta hverjum og einum þar sem hann er staddur Ásóknin er mikil á kafíistofuna því komur eru ríflega 25.000 á ári. „Það verða margir hissa sem heyra þessar tölur en við fáum um það bif 70 heimsóknir á dag," segir Heiðar. „Utangarðsfólk er svo ósýnilegt fýr- ir marga." Á Hverfisgötunni er líka rekið stoðbýli fyrir fjórtán manns, en þar dvelja þeir sem þurfa sérstök úr- ræði eftir meðferð. „Við viljum gjaman að fólk dvelji hér hjá okkur í sex mánuði en það getur verið einstaklingsbund- ið. Sumir þurfa miklu lengri tíma því sá sem hefiir verið utangarðs- maður í fjölda ára þarf að læra allt upp á nýtt. Þá duga engir sex mán- uðir. Við leggjum áherslu á að þeir sem hér dvelja séu í bata og reyni að fá sér vinnu sem fyrst. Það er bara svo mismunandi hvar fólk er statt og hér er enginn kassi sem fólk er þvingað inn í heldur reynum við að mæta hveijum og einum þar sem hann er staddur." Aðeins pláss fyrir 25% þeirra sem sækja um Meðferðin í Hlaðgerðarkoti er hefðbundin og byggir á tólf spora §B iH f j| Ifl I Hjónin Heiðar og Sigrún Heiöar er I forstöðumaður Samhjálpar og Sig- | rún eiginkona hans vinnu á skrifstof- I unni. Sigrún er lika I forsvari fyrir | Dorkas sem eru kvennasamtök fyrir | skjólstæðinga Samhjáipar, svo og að- I standendur og starfsfólk. kerfi AA-samtakanna en hún er líka trúarleg. „Mér finnst trú og fagmennska eiga samleið," segir Heiðar. „Fólk tekst á við sinn alkóhólisma með þeim faglegu ráðum sem til em, en trúin gefur styrk, kraft og von til að halda áfram. Fólk sækir styrk í bænina, sem ég held að sé alkóhól- istum nauðsynlegt. Þeir þurfa að geta sótt í æðri mátt og við hjá Samhjálp skilgreinum þann æðri mátt sem Jesú Krist. Kennsla um sjúkdóminn og trúariðkun fara af- skaplega vel saman. Meðferðin hjá oklóir byggist á fyrirlestrum, bæði faglegum og trúarlegum, svo og grúppum og einstaldingsviðtölum. Þá erum við með lækni sem sinnir sjúklingum eftir þörfum." Á Hlaðgerðarkoti er pláss fyrir 32 sjúklinga en þar sem Samhjálp er háð ríkinu með fjárframlög er ekld hægt að taka á móti nema 25 í einu. „Við emm ekki að fullnýta getu Hlaðgerðarkots sem er mjög baga- legt því ásóknin er mM. Við getum veitt innlögn 25% af þeim sem sælcja um og það er sorglegt að geta ekld fullnýtt leguplássið. Eftir með- ferðina reynum við svo að koma fólki að á okkar áfangaheimilum en ef það gengur ekki leitum við ann- að. Við höfum líka átt mjög gott samstarf við Landspítalann varð- andi fólk sem þarf að byrja með- ferð á afeitrun því við erum ekki með góða aðstöðu fyrir afeitrunar- sjúklinga." Sárnar fálæti opinberra aðila Eins og fyrr segir stendur Sam- hjálp nú á tímamótum því hús- næðið á Hverfisgötunni hefur verið selt og nýtt húsnæði keypt. „Starfið hefur verið að springa út undanfarin ár því það hefur ver- ið mikil þensla í gangi. Það er gríð- arleg ásókn í meðferðina og alla aðra þætti starfseminnar. Nú ætl- um við upp í Stangarhyl með stór- an hluta Samhjálpar, en munum reyna að finna kaffistofunni stað í miðbænum. Skjólstæðingahópur- inn okkar hefur breyst, það em ekld lengur mest útslimir og útbmnnir alkóhólistar sem leita tfl oldcar heldur fólk af öllum stéttum og á öllum aldri. Nýja húsnæðið hentar okkur mjög vel og gefur okkur meðal annars færi á að efla göngu- defldina sem er mjög mMvægt." Heiðar segir sér oft hafa sámað það fálæti sem starf Samhjálpar hefur mætt hjá opinberum aðilum. „Ég upplifi það sem fordóma. Af því við kennum oklcur við kristflegt úrræði er ekld litið svo á að vinnum faglega. Kannski hefur viðhorfið verið að við séum hálfgerð geymsla fyrir útbmnnið fólk en það er einmitt ekki þannig. Við erum eng- in geymsla heldur emm við að reka meðferð sem skflar einstaklingum heflum út í þjóðfélagið aftur. Það er vissulega fullt af fólki í opingera geiranum sem sýnir okkur skilning og áhuga en maður fer ekki langt með vinalegt klapp á baldð," segir Heiðar og Jflær. Nýtur ávaxtanna Þrátt fyrir að starf Heiðars hjá Samhjálp geti oft verið krefjandi finnst honum það ekki síður gefandi. „Maður verður vissulega að vera duglegur að sinna sjálfum sér, annars brennur maður út í svona starfi," segir hann. „En ef maður er duglegur að rækta sjálfan sig nýtur maður ávaxtanna. Það er gríðar- lega gefandi að fylgjast með ein- staklingum ná stórkostlegum ár- angri, það gerir þetta hverrar mín- útu virði. Að sama skapi er sorglegt að sjá á eftir þeim sem Jirasa aftur. En þannig er bara sjúkdómurinn. Hann er óvæginn og tekur mörg mannslíf á ári. Þess vegna er svo mMvægt að hlúa vel að þessum einstaklingum og styðja þá í lífs- baráttunni því öll mannslff eru jafri mMvæg fyrir Guði." edda@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.