Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 18
Sport DV
Stólatilboð
næstu 10 daga eða
meðan birgðir endast.
rrri
í i '1
Hilton
Kr. 12.450,-
Wien
Kr. 8.800,-
&
Myra
Kr. 6.600,-
C
rrn
Franz
Kr. 7.500,-
Iber
Kr. 12.450,-
Madrid Bordeaux
Kr. 4.950,-
Gullrún ehf.
www.eikin.is
Bfldshöfða 16 • Sími 577*2577
isiandsmeisxai
[siandsmeistarar
2006 18 sigrar og 4 töp ???
Deildarmeistaratitlar
Keflavíkur:
i»2 <malSt^SSSg&
1997 19 sigrar og 3 töp - Islandsmeistarar
mlstgeta
■ ■
f
Maður leiksins J
Moye skoraði 37 stig
og hélt Jeb ivey á
sama tima I aöeins
15 stigum.
A.J. Moye var kátur eftir sigur-
inn. „Ég hef mikinn sigurvilja og
hef spilað fyrir meistaralið allan
minn feril. Ég ætlast til þess að
vinna alla leiki. Ég heyrði það þeg-
ar ég kom hingað að Keflavík væri
alltaf best í stóru leikjunum en var
orðinn ansi pirraður á nokkrum
slæmum töpum okkar framan af
tímabilinu. En það töluðu allir um
að Keflavík væri eins og lest og
þegar hún kæmist á ferðina þá réði
enginn við okkur og ég er mjög
ánægður með að fá að taka þátt í
því að koma Keflavíkurhraðlest-
inni á ferðina aftur," sagði Moye
eftir að deildarmeistaratitilinn var
í höfn.
Draumabyrjun breyttist fljótt
í martröð
Það stefndi frekar í burst hjá
Njarðvík en Keflavík í upphafi leiks
því Njarðvík skoraði 9 fyrstu stig
leiksins og var komið í 13-2 eftir að-
eins 4 mínútur og 15 sekúndur.
Brenton Birmingham skoraði 8 af
þessum 13 stigum sem lofaði góðu
því þegar hann spilar vel þá eru
Njarðvíkingar illviðráðanlegir. Kefl-
víkingar voru búnir að minnka
muninn í fjögur stig fyrir lok fyrsta
leikhlutans en vömin hafði þá þegar
lamað sóknarleik Njarðvíkurliðsins
og því var aðeins fyrir þá að bíða að
skotin fæm að detta í sókninni. í
öðmm leikhluta skoraði A.J. Moye
13 stig (gegn 10 frá Njarðvík) og Kefl-
víldngar vom komnir með öll tök á
leiknum sem þeir síðan hertu eftir
því sem vonleysi Njarðvíkinga jókst.
Hmn Njarðvlkursóknarinnar var al-
gjört og á 28 mínútna kafla hélt
Keflavíkurvörnin Njarðvík í aðeins
32 stigum og breytti stöðunni úr 2-
13 fyrir Njarðvík í 81-45 fyrir Kefla-
vík. Njarðvík vann síðustu 5 mínútur
leiksins 28-3 og bjargaði andlitinu
en það var rosalegt að horfa upp á
eitt allra sterkasta lið landsins verða
að smástrákum í höndunum á Kefl-
víkingum sem flengdu þá fyrir fram-
an fullu húsi í Sláturhúsinu sem enn
á ný bar réttnefni.
Tók Ivey úr umferð
Flestir myndu telja 37 stig og 12
ffáköst vera bestu rökin fyrir því að
Bandaríkjamaðurinn A. J. Moye hafi
verið maður leiksins en Moye nýtti
14 af 23 skotum sínum (60,9%), hitti
úr 8 af 9 vítum (89%) og þá fengu
Njarðvíkingar 12 villur fyrir að brjóta
á honum í bæði sókn og vöm en
Moye fiskaði meðal annars tvær
sóknarvillur í þessum leik. Þessi
upptalning er vissulega glæsileg en
það var tölfræðilína Jeb Ivey í liði
Njarðvíkur sem sýndi kannski
stærsta framlag Moye í leilcnum.
A. J. Moye viðurkenndi að hann
væri þreyttur eftir leikinn enda bú-
inn að skila gríðarlega stóm hlut-
verki í sókn og vörn í 38 mínútur og
42 sekúndur. Hann hélt Jeb Ivey í 9
stigum og 31% skotnýtingu (4 af 13)
fyrstu 34 mínútur leiksins og þeim
tíma var Ivey einnig með 6 tapaða
bolta og aðeins eina stoðsendingu.
Ivey bætti aðeins við sínar tölur á
bullmínútum í lokin en skoraði samt
bara 15 stig helmingi minna en
hann hafði gert að meðaltali gegn
Keflavík í hinum leikjunum í vetur.
Settist niður með Sigurði
þjálfara
„Þetta er nýja skipulagið hjá okk-
ur. Eftir ■bikarúrslitaleikinn þar sem
við töpuðum illa fyrir Grindavík þá
settist ég niður með Sigurði þjálfara
og sagði honum að ég gæti dekkað
besta léikmanninn í hinum liðunum
sama hvaða stöðu þeir spila. í deild-
arleiknum gegn Grindavík nokkmm
dögum eftir bikarúrslitaleikinn leyfði
Sigurður mér að dekka Jeremiah
Johnson í seinni hálfleik og ég hélt
honum í 3 stigum og þvingaði hann í
að tapa mörgum boltum. Ég fékk líka
að dekka Clifton Cook á sunnudag-
inn og hann átti þá slæman leik,"
sagði Moye og tölumar ljúga ekki.
Johnson skoraði 16 stig og gaf 5
stoðsendingar í fýrri hállfeik í um-
ræddum leik en í þeim seinni þegar
hann spilaði á móti Moye náði hann
aðeins að skora 3 stig og klikkaði á 6
af 7 skotum sínum. Clifton Cook
klikkaði á 15 af 21 skoti sínu og skor-
aði aðeins 18 stig en hafði verið með
36,7 stig að meðaltali og 55% skotnýt-
ingu í þremur síðustu leikjunum á
undan að hann hitti fyrir Moye.
Þurfa að vera langt yfir 2
metra til að ná skoti
„Ég er alveg eins fljótur og þessir
strákar en það sem hjálpar mér mik-
ið að ég er sterkur og ég get hoppað
hátt. Leikmaður þarf að vera langt
yfir 2 metrum til að ná skoti á móti
mér. Ég er líka duglegur og tilbúinn
að vera á fullu í 40 mínútur," sagði
Moye sem hefur sýnt hæfileika sína
sem varnarmanns með því að dekka
þrjá af fljótustu og bestu bakvörðum
deildarinnar í síðustu leikjum.
Keflavíkurvömin hefur reynst mörg-
um Uðum erfið í úrslitakeppninni
undanfarin tímabil og það er eins og
Sigurður Ingimundarson hafi nú
fundið sjötta gírinn í A. J. Moye sem
getur dekkað alla leikmenn mótherj-
anna, allt frá litlum og fljótum bak-
verði upp í stóran og sterkan mið-
herja. Það verður því erfitt að eiga
við Keflvíkinga í úrslitakeppninni.
ooj@dv.is
Dregiö í fjórðungs- og undanúrslit í Meistaradeild Evrópu í gær:
Patrick Vieira snýr aftur á Highbury
Patrick Vieira mun spila á
Highbury á nýjan leik þegar lið
hans, Juventus, dróst gegn Arsenal
í fjórðungsúrslitum Meistaradeild-
ar Evrópu í gær. Vieira var fyrirliði
Arsenal til margra ára en var seldur
Dregið í MeístaradeiliHnni
Fjórðungsúrslit 28.-29. mars og 4.-5. apríl
! vs. Juventus
til Ítalíumeistaranna í sumar. Fé-
lagi hans og landi, Thierry Henry,
er nú orðinn fyrirliði enska liðsins
en þeir mætast nú sennilega í
fyrsta sinn sem andstæðingar í al-
vöm knattspyrnuleik.
m
<20
CHAMPIONS
LEAGUE
Inter Mllan / Ajax*|vs. Vlllarreal
Lyonl vs. ACMilan
vs. Barcelona
—..... ii — - - ■
Undanúrslit:
18.-19. apríl
25.-26. aprfl
‘Urslit leiksins sem fer fram 14. mars { .
ræður því hvort liOið fer áfram.______________Heimild: UEFA ©2006 KBT
Úrsllt: 17. maí
„Við verðum 100% klárir í þenn-
an leik og bjóðum Patrick velkom-
inn aftur á uppáhaldsvöllinn sinn,"
sagði Arsene Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal. „En við munum
sannarlega ekki auðvelda honum
hlutina. Það skal þó tekið fram að
við erum að mæta heilu liði, ekki
einum manni."
David Dunn, varastjórnafor-
maður félagsins, brosti sínu breið-
asta eftir dráttinn. „Það var sérstakt
að fá Real Madrid en það verður
ekki mikið flottara en þetta," sagði
hann. „Strákarnir okkar líta vel út
og em klárir í slaginn."
Tvö ensk lið féllu úr leik í 16-liða
úrslitum og mætast liðin sem slógu
þau úr keppninni - Barcelona og
Benfica. Enn á reyndar eftir að leik-
ari síðari viðureign Inter Milan og
Ajax en honum var frestað um viku
þar
sem Inter
deilir heima-
velli sínum
með AC Mil-
an, sem lék í
vikunni á
San Siro.
eirikurst@dv.is
Patrick Vieira
Mætir í röndótta
búningnum á
Highbury. Nordic
Photos/Getty