Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 45
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 45
Upp á líf og dauða
fingrunum," segir hún hugsandi.
„Þeir hafa ýmist dáið úr of stórum
skömmtum eða tekið sitt eigið líf.
Það er alls ekki nógu mikið fjallað
um að alkóhólismi er banvænn sjúk-
dömur sem tekur fjölda mannslífa á
ári. Kannski er það skömmin sem
fylgir þessu, fólk á erfitt með að til-
einka sér sjúkdómshugtakið og
mörgum finnst þetta bara aum-
ingjaskapur. Þess vegna eru svona
miklir fordómar í gangi. En við hvert
dauðsfall fölnar blóm inni í manni.
Mér fannst þrátt fyrir allt vera svona
blómvöndur inni í mér en blómin
breyttust í dauðar rósir með hverju
dauðsfalli. Neyslan endar alltaf með
skelfingu. Sá sem situr með bros á
vör í partíi einn daginn getur verið
dáinn úr neyslunni þann næsta. Það
þola þetta ekkert allir og þó margir
tóri ótrúlega lengi kemur skellurinn
alltaf fyrir rest í einhverri mynd."
Fittaði ekki inn með venjulegu
fólki
Begga segir að árin hennar milli
fimmtán og tvítugs séu meira og
minna í móðu. „Ég man enga tímaröð
en þama er farið að halla verulega
undan fæti. Ég gerði mér grein fyrir
því sextán ára að ég átti við vandamál
að stríða en mamma og pabbi voru
búin að gefast upp. Þau notuðu samt
tækifærið rétt áður en ég varð 18 ára
til að koma mér inn á Stuðla. Ég var
þá búin að fara inn á Vog tveimur
árum áður, aðallega til að forvitnast.
Ég tók heila meðferð en datt í það um
leið og ég kom út af Vrk. Ég nennti
ekki að standa í þessu. Ég kunni ekk-
ert að lifa í heimi þar sem ekki var
drukkið og dópað, vissi ekki hvað ég
átti að segja eða gera, ég einfaldlega
fittaði ekki inní. Þess vegna leitaði ég
aftur í heiminn sem ég þekkti best,
þar sem ég var örugg með mig. Ég hélt
líka að það væri allt í lagi með mig.
Einu sinni geymdi ég til dæmis hreint
spítt frá þriðjudegi fram að helgi og
fannst það öruggt merki um að ég
væri með allt undir kontról."
Þýðir ekkert að veimiltítast í
dópheiminum
Begga tolldi ekki í neinni vinnu
enda segist hún hafa verið skapsfygg
og ekki kunnað að umgangast fólk.
„Ég varð bara brjáluð í skapinu ef
eitthvað gekk ekki eins og ég vildi og
ég vissi ekkert hvemig átti að sýna
umburðarlyndi, hvað þá kærleika. Ég
stundaði barina stíft og var alltaf með
eldra fólki sem var miklu mglaðra en
hægt er að ímynda sér. Þó poppuðu
upp litlar prinsessur þar lika sem
„Það virkaði alveg
öfugt á mig. Ég var
lokuð inni á neyðar-
vistun þar sem allt var
boltað niður og þurfti
að borða með plast-
skeið. Það passaði
mérengan veginn."
höfðu farið villur vegar eins og ég. Ég
leit á þetta sem spes lífsstíl og hafði
auðvitað séð sumt af þessu fólki
heima hjá mér þegar ég var yngri.
Þarna dæmdi mig enginn, fólki fannst
ég bara lítil og krúttleg og var ofsalega
gott við mig. Ég var eins og prins-
essa."
Prinsessulíf Beggu átti þó ekkert
skylt við prinsessuh'f í ævintýrunum.
„Maður sefur lítið sem ekkert, bara
keyrir sig áffam/ Þetta er rosaleg
geggjun. Maður verður að vera töff.
Það þýðir ekkert að vera að veimiltít-
ast eitthvað í dópheiminum. Ég var
líka búin að gera það upp við mig að
ég gætí ekkert lært og nenntí því ekki
hvort sem væri svo þetta væri fínt líf
fyrir mig. Svo reynir maður að hugsa
ekkilengra."
Begga segist hafa tekið þátt í af-
brotum til að íjármagna neysluna en
svo var hún lflca að selja á tímabili.
„Stundum fór ég inn á Vog í smátíma
en entist aldei lengi. Annað hvort fór
ég sjálfviljug eða var rekin út fyrir að
vera vond við húsvörðinn eða eitt-
hvað.
Þetta vom sorgleg ár."
í sama skítinn aftur
Fyrstu kynni Beggu af Samhjálp
vom þegar hún fór inn á Hlaðgerðar-
kot á nítjánda ári.
„Ég hafði samt sem áður alltaf trú-
að á Guð. Mamma á heiðurinn af því
að kynna mig fyrir honum, en ég tók
Guð inn í líf mitt í Rockville, árið 2000
að mig minnir. Þar er einnig kristileg
meðferð og ég blómstraði þar í smá-
tíma, eða þangað til ég tók algjöra u-
beygju og sneri baki við Guði.
„Ég var langyngst á Hlaðgerðar-
koti og fannst ég ekki eiga neina sam-
leið með fólkinu þama. Það var samt
einhver ólýsanlegur kærleikur í gangi
sem ég fann strax fyrir. Ég var ekki
inni nema í viku en nokkmm mánuð-
um seinna þegar ég var alveg búin á
sál og líkama, þá fann ég að ég vildi
fara aftur á Hlaðgerðarkot. Ég kláraði
Adam er alinn upp í Breiðholt-
inu og minnist þess þegar hann tíu
ára gamall fór að fara með vinum
sínum rtíður í Broadway til að leita
að vínflöskum.
„Menn vom alltaf að fela áfengi
þarna fyrir utan og við fundum oft
fimm, sex flöskur sem við gerðum
góð skil. Ég varð strax þannig að ég
leitaði í áfengið og vildi meira og
meira. Ég var lflca til í að prófa hvað
sem var annað og fór fljótlega að
sniffa."
Adam var ekki nema tólf ára
þegar hann fór að heiman og í sveit
þar sem hann var í þrjú ár. „Þar fór
ég að reykja hass og svo var þetta
bara botnlaus neysla þegar ég kom
í bæinn. Ég bjó um tíma á heimili
fyrir unglinga í Búðargerðinu en
þegar ég var fimmtán ára var ég
kominn í hörð efni og notaði ailt
sem var í boði. Ég eignaðist kær-
ustu og við þvældumst eitthvað á
leigumarkaðnum en eftir að ég
hætti með henni eftír fimm ára
sambúð fór ég að hanga á búllum
með fólki í mikilli neyslu og fór
fljótlega út í afbrot."
Handrukkarar sem berja
fólk í plokkfisk
Ástin knúði svo aftur dyra hjá
Adam og hann reis í fyrsta skipti
upp og fór út á vinnumarkaðinn.
„Ég eignaðist dóttur með kærust-
unni minni og við fluttum til Dan-
merkur þar sem sambandið sprakk
í loft upp. Þá fór ég alveg á bominn
og þegar ég kom heim var ég orð-
inn rekald í orðsins fyllstu merk-
ingu."
Adam leitaði sér hjálpar og
dvaldi í Byrginu í sex mánuði, en
eftír það fékk hann dóttur sína til
sín og stóð sig ágætlega á meðan.
„Þegar hún fór aftur út fór allt í
sama farið. Ég var orðinn sprautu-
fflciil og lifði í þessum harða dóp-
heimi. Já, hann er mjög harður,"
segir Adam. „Stundum situr maður
í einhverri holu í vikur eða mánuði
og glápir á sömu myndina á veggn-
um en svo þarf lflca að redda dópi
og peningum og þá fer maður í af-
brotin. Það eru alls konar fjáröflun-
arleiðir, innbrot og sníkjur og svo
tekur maður okurlán og lendir í
handrukkumm sem berja mann í
plokkfisk."
Fjáröflun og listsköpun
Adam segir fjölskylduna sína lít-
ið hafa aðhafst nema beðið og von-
að að hann vaknaði til lífsins.
„Stundum er bara ekkert hægt
að gera. Fólk verður að vilja sjálft út
úr neyslunni til að eitthvað gerist.
Ég hafði farið nokkmm sinnum í
afvötnun á Vog en hafði aldrei út-
hald í heila meðferð. Ég ákvað svo
að fara í Hlaðgerðarkot fyrir einu
og hálfu ári og var þar inni í sex
mánuði. Þetta var meðferðin sem
virkaði fyrir mig. Það var í fyrsta
lagi þessi ólýsanlegi kærleikur. Það
er eitthvað í loftinu þarna sem er
ekki hægt að setja í orð. Ég af-
klæddist mínum gamla manni og
stóð upp sem ný persóna. Þá per-
sónu er ég núna að rækta."
Adam býr á Stoðbýli Samhjálpar
á Hverfisgötu en hann situr ekki
auðum höndum. „Ég er á bfl og
keyri milli fyrirtækja til að athuga
hvort þau getí séð af einhveiju til
starfsins. Það kemur sér vel fyrir
kaffistofuna og Hlaðgerðarkot og
mér er undantekningarlaust mjög
vel tekið. Svo hef ég verið að dunda
mér við að smíða skartgripi og búa
spítala og þess vegna eigum við
sama edrúdag. Við hittumst svo inni
á Vogi og fundum að við vildum vera
saman. I þetta skipti var ég bara í tíu
daga á Vogi og svo fórum við beint í
prógramm, en meðferðin ein og sér
hefði ekki gert mig edrú. Kærastinn
minn var hins vegar harðákveðinn í
að vera edrú og mig langaði að vera
edrú fyrir hann. Við fómm svo í
Samhjálp og þar fann ég loksins það
sem ég leitaði að.
Maður verður að fá fyllingu í
tómið sem skapast þegar áfenginu
og dópinu sleppir og fyrir mér er
ekkert sem getur fyllt það tóm nema
trúin á Guð. Ég fer lflca í Dorkas sem
er ætlað konum í Samhjálp en þar
eru fundir einu sinni í mánuði. Það
er bara yndisleg og kærleiksrflc stund
sem ég reyni að sleppa ekki. Svo
erum við dugleg að fara á samkomur
og hylla konunginn sjálfan. Fólkið í
Samhjálp er lflca svo skemmtilegt og
gaman að gleðjast með þeim sem
gengur vel og vera til staðar fyrir
hina sem gengur verr.
Það er lykillinn að þessu öllu, að
hjálpa hvert öðru og gefa áfram það
sem manni hefur verið gefið. Svo
finnst mér bara alkóhólistar lang-
skemtilegasta fólkið."
„Neysian endar alltaf
með skelfingu. Sá sem
situr með bros á vör í
partíi einn daginn
getur verið dáinn úr
neyslunni þann
næsta."
Öðruvísi að tala við fólk sem
átrú
Begga segist líka fá „kikk" út úr sjá
allt fólkið sem er að ná árangri í Sam-
hjálp. „Fólk sem maður hélt kannski
að myndi aldrei ná sér," segir hún.
„Svo sér maður ljómann í augunum
og hve sátt þau eru við þennan
breytta lífsstfl. Mér finnst ég njóta al-
gjörra forréttinda, að hafa öðlast trú,
því það er það kröftugasta í mínu lífi.
Mér finnst að fólk sem þráir að vera
edrú og snúa lífi sínu við ætti að
reyna Guð. Það var aðalatriðið á
Hlaðgerðarkoti og þess vegna var
andinn þar svo sérstakur og vinnu-
brögðin em allt önnur þegar Guð er
tekinn með í dæmið. Starfsfóllkið er
uppfullt af kærleika og gleði og kann
að deila því með öðmm. Mér finnst
allt öðmvísi að tala við fólk sem á tr,fy
en hina sem eiga hana ekki."
Ný framtíð
Beggu og kærastanum hennar
fæddist svo lítil dóttir 4. janúar síð-
astíiðinn. „Það var yndislegasta
stund lífs míns," segir Begga og
ljómar af gleði. „Jú, við emm búin að
finna nafn á hana og hún verður
skírð í Samhjálp 2. aprfl, en nafnið er
leyndarmál. Þangað til heitir hún
bara stelpurófa," segir Begga og
brosir. „Það var svo skrýtið að þegar
hún fæddist kom nafnið strax uppJ
hugann og okkur fannst ekkert anri-
að koma til greina. Það var eins og
hún veldi það sjálf."
Begga hefúr ekki gert neinar
áætíanir um framtíðina aðrar en að
hugsa um litlu íjölskylduna sína og
halda sínu striki. „Mig langar að læra
snyrtifræði eða gullsmíði einhvern
tíma í framtíðinni, en eins og er vinn
ég bara prógrammið einn dag í einu.
Ég gæti lflca hugsað mér að sinna
áhugamálinu mínu sem em hestar
og halda áfram að syngja, en einu
sinni var ég að syngja kristilega tón-
list í Byrginu og stundum í Hafnar-
fjarðarkirkju. Söngurinn er líf mitt
og yndi.
En það er ekkert sjálfgefið að vera
edrú og þó ég sé búin að ná sextán«
mánuðum er ég ekki hólpin. Það er
algjörlega undir mér sjálfri komið og
mér hefur gengið vel hingað til þó
það hafi ekki alltaf verið auðvelt.
Verstu stundirnar mínar núna em
þó aldrei eins slæmar og skástu
stundirnar í neyslunni. Það er lfka
stórt atriði að ætía sér ekki um of. Ég
þarf að skipuleggja mig vel og ekki
síst að passa upp á litlu hlutina. Það
em þúfurnar sem fella mann en ekki
fjöllin. Nú er ég líka búin að læra að
bera virðingu fyrir umhverfinu og
öðru fólki og svo er ég hætt að gera
lífið flókið. Mér fannst alltaf að ég
þyrfti að gera allt 100% en nú veit ég
að það er allt í lagi að gera mistök ef
maður lærir af þeim." ^
Nú heyrist í lítilli prinsessu t
vagninum sem vill athygli mömmu
sinnar óskipta. Begga kemur með
hana inn af svölunum og þvflflc feg-
urðardís. Hún brosir engilblítt til
mömmu sinnar og þær mæðgur
ljóma eins og sólir. Þegar ég kveð
heyri ég þær hjala hvor við aðra og
veit í hjarta mér að með Guðs hjálp
mun Beggu ganga allt í haginn. Hún
er hörkustelpa og hefur öðlast til-
gang í lífinu. edda@dv.is
Framhaldá
næstusíðu
Sighvatur Adam Adam
segist ekki geta hugsað til
enda hvarhann væri
staddur efhann hefði ekki
kynnst Samhjáip.
til lampa og lampaskerma. Ég sendi
meira að segja einn lampa í sam-
keppni fyrir nokkm. Bara að geta
sent hann og verið með var sigur."
Margir sem kveljast enn
Adam segir vei haldið utan um
hann á stoðbýlinu og segist ekki
geta hugsað þá hugsun til enda
hvar hann væri staddur ef ekki væri
fyrir Samhjálp.
„Þetta var upp á líf og dauða,"
segir Adam sem í framtíðinni lang-
ar að eignast heimili og fá sér
vinnu. „Ég er orðinn þátttakandi í
lífinu og vona að ég fari aldrei aftur
á þann stað sem ég var á. Nú get ég
ekkert gert nema rækta sjálfan mig
og gefa öðrum hlutdeild í því sem
ég hef eignast. Margir vina minna
em enn þarna úti í kvöl og ég legg
þá í hendurnar á Guði á hverjum
degi. Það að ég skyldi öðlast nýtt líf
getur vonandi gefið öðmm von, ég
var úrhrak sem enginn hafði trú á
lengur. Ég hef tekið þá ákvörðun
að vera edrú til æviloka, einn dag í
einu, og helga líf mitt Guði og því
að hjálpa öðmm. Það gerir það að
verkrim að ég sofna sæll á hverju
kvöldi."
edda@dv.is
meðferðina þá, tók bflpróf og fór að
vinna í Rúmfatalagemum. Ég var
samt ekki tilbúin til að vera edrú og
eftír smátíma sprakk allt í höndunum
á mér, ég féll, misstí vinnuna og fór í
sama skítinn aftur."
Begga útskýrir að sumir alkóhól-
istar nái ekki bata fyrr en eftír margar
tilraunir inni á meðferðarstofnunum
og ekki fyrr en fólk fari sjálft að taka
sönsum. „Það verður að þiggja þá
hjálp sem býðst til að haldast edrú.
Það verður samt enginn edrú bara
með því að fara í meðferð, það er and-
lega prógrammið sem er töfralausn-
in. Fólki finnst það kannski illskiljan-
legt en það er ömurlegt fyrir alkóhól-
ista að vera edrú ef hann er ekki í pró-
gramminu og ekki í bata. Þá er eigin-
lega skárra að vera dópaður," segir
hún. „Og það sem sumir skilja ekki er
að ég er ekki alkóhólisti af því ég nota
dóp. Ég nota dóp af því ég er alkó-
hólistí."
Kynntust á Hlaðgerðarkoti
Þó Begga væri sjálf dottín aftur var
hún alltaf að ráðleggja fólki að fara í
Hlaðgerðarkot. „Þar hafði ég fundið
allt það góða í lífinu. Og svo fór ég
þangað eina ferðina enn. Þá var
mamma mín ein heima niðurbrotín
og leið rosalega illa en þá greip ég inn
í. Ég fékk leyfi til að fara heim og ég
pakkaði niður fyrir hana og kom
henni inn á Hlaðgerðarkot sem að-
standanda. Hún hefur verið allt önn-
ur manneskja síðan og er núna virk í
Samhjálp. Tveimur vikum seinna var
ég komin í fangelsi. Ég var þar í þrjá
mánuði og það er verstí tíminn í lífi
mínu."
Begga segist ekki geta rakið sög-
una sína nákvæmlega en hún leitaði
þó alltaf aftur í Hlaðgerðarkot.
„í síðustu meðferðinni kynntíst ég
svo bamsföður mínum en við fórum
ekki að vera saman fyrr en seinna. Þá
vomm við bæði edrú í svolítínn tíma
en svo fór allt á versta veg. Ég fór á
fundi og var að reyna að vera eins og
þeir sem vom lengra komnir í staðinn
fyrir að vera bara nýliði og taka leið-
sögn. Ég vildi gera allt í gær. Það end-
aði með enn einu fallinu og ég fór á
ijögurra mánaða túr sem endaði með
sjúkrahúsvist. Á sama tíma var kær-
astinn minn, sem ég var reyndar hætt
með á þessum tíma, næstum dáinn
úr neyslunni. Það var fyrir algjöra
Guðs náð að hann bjargaðist."
Alkóhólistar
langskemmtilegastir
„Daginn sem hann fór af spítal-
anum og inn á Vog var ég lögð inn á