Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 77. MARS 2006 Síðast en ekki síst DV DVD diskar sem eyðast á tveimur dögum „Það hefur verið ágætis sala á þessu, enda kostar þetta bara 500 kall," segir Jón Karlsson, verslunar- stjóri í Hagkaupum í Skeifunni, sem nú selur DVD diska sem verða ónot- hæfir um 48 tímum eftir að þeir eru teknir úr umslaginu. Viðskiptahug- myndin gengur út á tímabundna leigu á höfundarrétti myndarinnar og þannig séð hugsað sem „leiga" fremur en kaup, þótt þeir sem disk- ana kaupa þurfa ekki að hafa áhyggjur af óheyrilega háum dagsektum videoleiganna - eitthvað sem títt hefur tæmt pyngju ritstjórnar Ha? Framleiðendur diskanna segja Ha? Tveggja daga diskar Meöal titla er hægt að fínna myndina 48 hrs. sem eyðist á 48 hrs. gæði myndanna engu minni en hefðbundinna diska, en með sér- stakri efnablöndu verður diskurinn svartur eftir tiltekinn tíma og þannig ólæsilegur. Þó er hægt að skoða diskinn eins oft og mögulegt er þar til „eyðingin" hefst. Framleiðendur lofa að umhverfinu sé hvergi stefnt í hættu með notkun diskanna, því þeir séu lesanlegir í öllum spilurum og diskinn er hægt að endurvinna ef honum er skilað tii ffamleiðanda. Þorvaldur Þorláksson, fram- kvæmdastjóri Bónusvídeós, hefur litla trú á framtaki verslananna. „Á þessum diskum er efni af eldra tag- inu, svipað því sem almennt fylgir frítt með nýjum myndum á vídeó- leigum." Sem hefiid fyrir sektir myndbandaleiganna vonast rit- stjórn Ha? að þeir fari að hugsa sinn gang verði nýjir titlar á boðstólnum. Hvað veist þú um Háskóla Islands 1. Hvar var skólinn fyrst til húsa? 2. Hvað voru margir við nám fyrsta starfsárið? 3. Hvaða skólar runnu ^S&man við stofnun háskólans? 4. Hvaða ár flutti skólinn í háskólabygginguna við Suðurgötu? 5. Hvað lögðu margir stund á nám í skólanum 2005? Svör neöst á síöunni Hvað segir mamma? „Þetta er indæll dreng- t~a^jr," segir Lilja Bergsteins- dóttir, móðir Hilmis Snæs Guðnasonar leikara. „Hann er duglegur og vinnursína vinnu vel. Hann er glaðlegur og hress og sein- þreyttur til vandræða. Hann hefur náttúrulega sitt skap og lætur eng- ann vaða yfír sig þó þanþolið sé mik- iö. Hann var ósköp Ijúfur og glaður drengur í uppvextinum og aldrei til vandræða. Hann hefur alltaf haft gaman afþví að segja frá og var strax I Hagaskóla farinn að sýna til- burði til að feta leiklistarbrautina." Hilmir Snær Guðnason lauk námi við Leiklistarskóla fslands árið 1994. Hann var fastráðinn við Þjóðleikhúsið til ársins 2005 þar sem hann fór með fjölmörg hlut- verk, m.a. Kristján í Veislunni, en fyrir það hlutverk hlaut hann Grimuna - íslensku leiklistarverð- launin. Hilmir hefur leikið i fjöl- mörgum kvikmyndum og fékk Edduverðlaunin fyrir leiksinn í Mávahlátri. Hilmir hefur undan- farið leikið i einleiknum Ég ermín eigin kona, sem sýnt hefur verið ■ fyrir fullu húsi i Iðnó. Sýningum á þvi fer nú að Ijúka. /Sw, f ; •; -v Gott hjá Láru Ómarsdóttur aö tala við 56 milljón Breta um barneignir sínar. ?*v8r viö spumingum: 1.1 Alþingishúsinu við Austurvöll. 145 3. Prestaskólinn, Læknaskólinn og Lagaskólinn. 4. 1940 5. Tæplega 6.800 Hállnuð lör Nylon um Stðra-Bretland Bretaprins líklega meðal málaðra áhorfenda -. > >■ Nylon Birtust á forsiðu Salford Advertiser en för þeirra um Bretiandseyjar er nú hdlfnuö og viðtökur hafa veriö frdbærar. „Þetta er sannar- lega mikið ævintýri og allt annað en við erum vanar. Við ferðumst hér um Bretland og komum fram tvisvar til þrisvar á dag við alls- konar tilefni. Það sem hefur komið mest á óvart er mikill áhugi fjölmiðla á þessum litla túr okk- ar. En það er bara fer- lega gaman," segir Alma Guðmundsdótt- ir í Nylon-flokknum. Nú er mikill túr Nylonstúlkna um Bretlandseyjar hálfnaður og hefur aÚt gengið að óskum - svo vel reyndar að Alma segir að þær verði að leggja nokkuð á sig við að halda sig við jörðina. En þetta eru sannarlega skref í þá átt að ná athygli heimsbyggðarinnar. „Og það er ferlega góð stemning hjá okkur og við erum að ná að kenna hljóðmann- inum og tour managemum okkar ís- lensku," sagðiAlma. Þær Alma, Klara, Camilla and Em - eins og þær kalla sig á hinu enska HA»0* • *“* sMKmoMraMrtsít ~ ^ » . Hot Ice-lands in city Nyloris material goes down weU with pupils írom two lucky Salford schools og málsvæði - em sem sagt í fluggír. Og engar ýkj- ur að þær hafa náð að fanga athygli þarlendra fjölmiðla. Fjölda útvarps- viðtala, sjónvarpsviðtala blaðaviðtala er að baki og Nylon í Stoke Nylon-stúlkur töluöu til hálfar milljónar hlustenda útvarpsstöövar íStoke. framundan. Nylon-flokkurinn rataði til dæmis á forsíðu á blaðinu Salford Advertiser, sem og á forsíðu Sentinel í Stoke, Stafford and Stone Chronicle og Yorkshire Evening Post - auk þess að vera í ítarlegu viðtali við Signal FM 92.5. Hlustendur Signal em hálf milljón en útvarpstöðin er í Stoke þar sem íslendingar þekkja sig í bolt- anum. Tónleikaferðin byrjaði í Skotlandi í lok febrúar og endar í London 31. mars nk. Nylon kemur fram við ýmis tækifæri, í skólum, félagsmiðstöðv- um, háskólum eða næturklúbbum. Og fær mikil viðbrögð. Sem dæmi má nefna þegar þær tóku lagið í stúdentaklúbbi við St. Andrews University á dögunum og var mikil stemmning. Mættu gestir kiúbbsins málaðir í íslensku fána- litunum og sumir með íslenska fán- ann með sér. St. Andrews er þekkt- astur fyrir það að William breta- prins sækir skólann. Ómögulegt er um að segja hvort William var með- al gesta, enda karlpeningurinn mál- aður. Kröftugur hópur blaðamanna Ég man eftir þessum tíma, hvort ég man," segir Eggert Skúlason, fyrr- verandi fréttamaður, sem þama er hægra megin fyrir miðju á ritstjórn- arfundi hjá dagblaðinu Tímanum. „Myndin var tekin 1987, á 70 ára af- mæli Tímans. „Ég átti þriggja ára starfsreynslu að baki og var þama fféttastjóri með Birgi Guðmunds- syni. Á myndinni em nokkrir sem enn tengjast blaðamennsku eins og Þór Jónsson, fréttastjóri á NFS, Berg- ljót Davíðsdóttir, blaðamaður á DV, Pjetur Sigurðsson, ljós- myndari á DV, og Birgir Guðmundsson. Hins vegar er Gunnar Smári Egilsson nýlega hættur þegar þessi mynd er tekin en honum kenndi ég allt sem hann kann," segir Eggert hlæjandi og minn- ist hve gaman hafi verið að vinna með öllu þessu ágætisfólki enda hafi fylgt því mikill kraftur. Ritstjórnarfundur á Tíman um 1987 á 70 ára afmæli biaðsins Á myndinnistjórna fréttastjórarnir, Eggert Skúla- son og Birgir Guðmundsson, fundi en ritstjórinn, Níels Arni Lund, stendur aftan viö Birgi. EHTmTCTVAWMUI Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi MinnistöfUir FOSFOSER MEMORY - oq sötuaöili ími: 551 9239 irkiaska.is Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.