Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 51
Menning J3V LAUGARDAGUR 11. MARS2006 57 Hryllingurinn líka fyrir sunnan Litla hryllingsbúðin verður frumsýnd á Akureyri 24. mars nk. Þar verður verkið á fjölunum til 6. maí, en þá verður sviðsmyndin, ásamt leikurum, flutt til Reykjavík- ur og komið fyrir í íslensku óper- unni þar sem söngleikurinn verður sýndur frá 12. maí og út júní. ís- lenska óperan og Landsvirkjun hafa nýlega skrifað undir sam- starfssamning sem felur í sér að Landsvirkjun kemur að kostun á sýningum á Litlu hryliingsbúðinm í íslensku óperunni sunnan heiða. Litla hryllingsbúðin er sígildur rokksöngleikur sem hefur farið sig- urför um heiminn síðan hann var frumsýndur fyrir 25 árum. Leik- stjóri sýningarinnar er Magnús Geir Þórðarson og í helstu hlut- verkum eru; Andrea Gylfadóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Þráinn Karlsson, Álf- rún Helga Örnólfsdótt ir, Esther Talía Casey, Ardís Ólöf Víkingsdótt- ir og Guðjón Þorsteinn Pálmars- son. Íifi §!# ÍC1 Nokkur umræða hefur farið fram að undanfórnu þar sem bókmenntamenn og ljóðaunnendur hafa harmað að ljóðið hafi orðið hornreka í þeirri umQölIun og at- hygli sem bókmenntir fá á íslandi. TU að freista þess að snúa þessari þróun að ein- hverju leyti við mun fræðsludeUd Þjóðleikhússins í samvinnu við nokkra unnendur ljóðsins halda ljóðakvöld í LeikhúskjaUaranum undir yfirskriftinni Ljóðs manns æði. Ljóðijj ekki lengur útundan Gyrðir Elíasson Fyrsta kvöldið verður m.a. fjallað umljóðlist hans. „Við í fræðsludeildinni höfum Þjóðleikhúskjallarann á okkar snærum og við höfum komið því þannig fyrir að þar er alltaf eitthvað að gerast á hverjum degi,“ segir Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri og deildarstjóri fræðsludeildar. „Til að mynda er alltaf tangókennsla á mánudögum, djassklúbburinn Múlinn er með tónleika alla mið- vikudaga, hljómsveitir unga fólks- ins hafa leikið á fimmtudögum og tangóböll og fleira eru á laugardög- um.“ Þórhallur segist hafa ákveðið að nýta þriðjudagskvöldin undir ein- hvers konar ljóðadagskrá, þegar hann hafði eitt sinn verið að velta því fyrir sér hvers vegna fólk væri sí og æ að tala um ótímabæran dauða ljóðsins. „Við heyrum svo oft að skáldsag- an baði sig í sviðsljósinu, en ljóðið verði útundan. Mér finnst þetta skrítið vegna þess að á seinni hluta tuttugustu aldar, þegar fýrst var far- ið að tala um þetta, þá var heilmik- il gróska í íslenskri ljóðagerð og lfk- lega hefur sjaldan verið eins mikið að gerast á ljóðalcrinum. Þessi tími er ekld liðinn, því enn er aragrúi ljóðskálda að skapa frábæra hluti, þó að ljóðið þyld ef til vill ekki sölu- vænlegt. íslensk ljóðlist er sjóður sem endalaust er hægt að ausa úr.“ Ljóðelskir feðgar Þórhailur segir að daginn eftir að þessar hugsanir flugu í gegnum höf- uð honum hafi hann verið að Jilusta á útvarpið og heyrt Ástráð Eysteinsson prófessor einmitt vera að tala um þetta sama. Hann Jiringdi einfaldlega til Ástráös og fékk hann í lið með sér við að skipuleggja ljóðakvöld. Ástráður tók strax til óspilltra mál- anna og hann hafði samband við foður sinn, Eystein Þorvaldsson, sem einmitt hefur skrifað bók um form- byltinguna á íslandi, Sigurbjörgu Þrastardóttur ljóðskáld og Hjalta Snæ Ægisson bókmenntafræðing. Hvert þeirra ber ábyrgð á einu ljóðakvöldi, en farin var sú leið að hafa þema- kvöld í stað þess að taka eitt ljóðskáld fyrir í einu. Frá Agli til Gyrðis Hjalti Snær Ægisson sér um dag- skrána fyrsta kvöldið, á næsta þriðju- dag, en þá verður fjallað um Útrás í ljóðum eða yrldngar um útrásina, frá miðöldum til okkar daga, auk þess sem komið verður inn á íslenska landkönnun og landnám erlendis. „Hvemig er ljóðagull sótt í greipar út- lendinga? „ er ein spuminganna sem varpað verður fram þetta kvöld. Þórhallur segir að þetta eina kvöld verði fjallað um skáld allt frá Agli Skallagrímssyni til Gyrðis Elíassonar, með viðkomu hjá mönnum eins og Þórami Eldjám, Sindra Freyssyni og Sigfúsi Daðasyni. Markmiðið sé líka að óvæntur gestur komi í heimsókn á hverju skemmtikvöldi, og Þórhallru telur sig hafa heimildir fýrir því að á þriðjudagskvöldið komi einhver góð- ur þýðandi sem ætlar að spjalla um reynslu sína af ljóðaþýðingum. Augnabliksmyndir sem fanga hugann Sjálfur segist Þórhallur vera mikill ljóðamaður og nefnir að á sínum ferli hafi hann sett upp ljóðadagskrár um nokkur skáld, eins og Jóhann Sigur- jónsson og Halldór Laxness. En hvað gerir ljóðið fyrir fólk sem skáldsagan gerir ekki? „Þetta er erfið spuming. Ljóðið er vissulega augnabliksmyndir, stund- um ógreinilegar og faldar, en smnd- um ljósar myndir sem fanga hugann strax. Oft er ljóðið ríkara af tilfinningum og orkar sterkar á mann en löng saga.“ Þórhallur bætir við að ljóðin séu sívinsælt efni, þó að einhverjir haldi öðm fram og því sé vel þess virði að athuga hvemig gengur að halda úti ljóðadagskrá einu sinni í viku. „Þegar við höfum __________________________ staðinn til Þórhallur Sigurðsson leikstjóri þess er um Segistalltafhafaveriðmikillljóða- að gera að maður, enda hefur hann umsjón prófa-ogef með Ijóðaskemmtununum. vel gengur, þá höldum við ótrauð áfram,“ segir Þórhallur bjartsýnn. 28. mars er komið að Ljóðinu í lík- amlegri nálægð - líkama, útliti, nautnum og sársauka í ljóðum. 11. apríl er yfirskriftín Mér brennur í muna. Minningamyndir. Em ljóð minnisvélar? Hvað varðveitir ljóðið og hvemig? Hvað kveikir minningar? Hver em tengsl mælenda, minninga og ákveðirina staða? Sótt og dauði ís- lenskunnar er heití ljóðaskemmtun- ar 25. april, en þá verður rætt um um margboðað andlát móðurmálsins. Verður ljóðlistin lífgjafi þess? Hvernig tekur ljóðið á tungumálinu? Skemmtanimar hefjast kl. 21 í Leikhúskjallaranum en húsið verður opnað kl. 20:30 ■H GVA tók margar myndir af Steingrími Hermannssyni Hér er Steingrímur á * hækju eftir aðgerð á fæti árið 1986. Síðasta helgin Sýningu Blaðaljósmyndarafé- lags íslands og sýningu Gunnars V. Andréssonar, blaðaljósmyndara í 40 ár, sem hafa verið í Gerðarsafhi f Kópavogi, iýkur eftir helgina. Sýn- ingamar hafa verið vel sóttar, enda gefur þar að líta ýmsar af bestu blaðaljósmyndum síðasta árs, svo sem fréttamynd ársins og portrett ársins, auk þess sem Gunnar V. Andrésson sýnir margar af ódauð- legum ljósmyndum sem hann hef- ur tekið á fjörutíu ára ferli. Þar má neftia ófáar myndir af SteingrínC** Hermannssyni við hin ýmsu störf og Vigdísi Finnbogadóttur á kosningaferðalagi, svo eitthvað sé nefrit, en einnig em þama myndir af eftirminnilegum atburðum á borð við það þegar Helgi Hóseasson sletti skyri á helstu ráðamenri þjóðarinnar við þingsemingu árið 1974 og þegar Ólafur Ragnar axlarbrotnaði við fall af hestbaki og Dorrit grét. Verk Hönnu Christel í Gallerí Dvergi Sýningum lýkur eftir helgi. Hanna yfirgefur ' Gallerí Dverg Nú urn helgina lýkur sýningu Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur; Innar, í sýningarýminu Gallerí Dvergur, að Grundarstíg21 ÍÞing- holtunum. Sýningin verður þ^~. opin í dag og á morgun frá 18 - 20. Gallerí Dvergur hefur verið starfrækt í nokkra mánuði á ári jl síðan 2002 og hafa verið haldnar þar alls tólf einkasýningar ungra listamanna, bæði innlendra og er- lendra, svo og tónleikar og mynd- bandssýningar. Sýningar ársins 2006 munu taka mið af tímatengdri list, með áherslu á beina vinnu inn í rýmið. Listamennimir, sem kynna verk sín í rýminu á árinu, koma úr öll- um geimm listanna og mun sýn- ingarhald verða óreglulegt, enda er listamönnum boðið að vinna f rýminu sjálfu í lengri tíma, eftir þörfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.