Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 1 h MARS 2006 HelgarblaÖ DV | Svandís, Torfi og börnin Una er bara 5 ára og finnst ekk- ert merkilegt að einhver sem hún_þekldkomi í sjónvarpinu Svandís Svavarsdóttir Hefur að leiðarljósi eina af fáum, skýrum rejlum móður sinnar: „ Vertu sjátfri þér til sóma." misbar á mánudegi. Úti er úrhellisrigning og rok en /m/m það er ekki að sjá á viðmælanda mínum að hún hafi _ / m/M / lent í dembunni. Inn gengur hún, há og tignarleg og vekur eftirtekt erlendra ráðstefnugesta sem eru að slaka á eftir fundahöld dagsins. Elskulegur barþjónn, greinilega ýmsu vanur, kippir sér ekkert upp við að pöntunin okkar hljóði upp á tvö vatnsglös. Enda klukkan ekki nema fimm og mánu- dagur að auki. Svandís Svavarsdóttir er 41 árs framkvæmdastjóri Vinstri grænna og skipar fyrsta sæti þess flokks í framboði fýrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Hún er uppalin í mik- illi pólitískri umræðu þar sem faðir hennar, Svavar Gestsson, fyrrum al- þingismaður og ráðherra, núverandi sendiherra í Kaupmannahöfn, spurði hana ráða þótt hún væri kornung og móðir hennar, Jónína heitin Benediktsdóttir kenndi henni að vera alltaf sjálfri sér til sóma og taka eftir öllu því litla í náttúrunni og lífinu. Foreldrum best lýst „Mamma var lógískur náttúru- vísindamaður í kjamanum," segir hún þegar ég bið hana að lýsa for- eldrum sínum. „Hún hafði mjög gaman af stundinni og var flink að búa til mikið úr litlu, hvort sem það var úr mat eða augnablikinu," segir hún og verður hugsi um stund. „Pabbi er jarðbundnari, hann er verkmaður og kenndi mér ungri að færa rök fyrir máli mínu. Hann kenndi mér skipulag og kerfi; að tölusetja hluti og reikna þá út. Bretta upp ermarnar og vinna, kvarta ekki. „Taka í gegn“ eins og hann kallaði það.“ Björt æskuár ,Æska mín var mjög jákvæð. Ég var alin upp við að ég ætti það besta skilið og foreldrar mínir höfðu trú á mér og sögðu mér á sinn hátt að ég væri mikils virði. Þau áttu það sam- eiginlegt - og kannski ekki síst pabbi - að hafa ofsalega gaman af að tala við börn. „Hvað finnst þér?" er setn- ing sem ég man eftir að hafa verið sögð við mig þegar ég var mjög lítil. Meira að segja á stórum stundum f pólitíkinni spurði pabbi mig hvað mér fyndist um að mynda ríkisstjórn með þessum eða hinum. Pabbi hef- ur lagt mjög mikið upp úr því að láta mér finnast mínar skoðanir skipta máli." Merkisfólkið amma og afi En fleiri komu við sögu ílífi Svan- dísar og mótuðu hana ekki minna en foreldrar hennar. Þeirra á meðal eru móðuramma- og afi hennar, Benedikt Franklínsson og Regína Guðmundsdóttir, sem nýverið var sagt frá í fréttum vegna aðbúnaðar aldraðra: „Þau búa að Ási í Hveragerði, en fá ekki að verja síðustu árunum saman," segir hún. „Amma er á hjúkrunarheimilinuÁsi í Hveragerði en eftir heilablóðfall á hún erfitt með mál. Afi deilir húsi með öðrum karlmönnum og það tekur hann um „Ég er ofsalega ósátt við þá hugmynda- fræði að þetta snúist um að deila út gæð- um; að þeir sem hafi gæði eigi að deila þeim út til þeirra sem hafa minna." 10 mínútur að ganga til ömmu, sem hann heimsækir daglega." Skilin að Hún þagnar um stund og bætir svo við: „Þetta er hræðilega sorglegt. Fólk sem hefur átt saman 60 ár er aðskilið síðustu árin eða mánuðina. Enginn þekkir ömmu betur en afi og enginn sem getur sagt hvað hún er að hugsa eða vilja nema hann. - Gamalt fólk er beygt í duftið með því að svipta það réttinum til sjálfræðis. Þegar ég heimsæki ömmu mína í Hveragerði, getur hún hvergi boðið mér sæti. Hún á hvergi heima. Hún er á hjúkrunarheimili þar sem hún deilir herbergi með annarri konu. Ég veit ekki hvað sú kona heitir. Hún er ekki hluti af mínu lífi og ég ekki af hennar. Hennar fjölskylda þekkir ekki mína og við ekki hennar. Hvor- ug þeirra hefur rými til að taka á móti sínu fólki. Það vill ömmu minni til happs að hún hefur ekki misst húmorinn og þar sem henni er algjörlega fyrir- munað að segja nöfn fólks hermir hún bara eftir því þangað til við átt- um okkur á við hvern hún á!" Barnfæddur Selfyssingur Svandís er mjög hænd að ömmu sinni og afa, sem og móðurömmu sinni, Guðrúnu Valdimarsdóttur sem er 82 ára, hress og spræk og býr í Hafnarfirði, en föðurafínn, Gestur Sveinsson lést árið 1980. Ástæða þess að hún vitnar oft í Regínu ogBenedikt ereinföld: „Ég er fædd á Selfossi þar sem amma og afi bjuggu öll sín búskap- arár. Eins og oft er með ungar mæð- ur vildi mamma fæða mig nálægt móður sinni og þannig var ég með foreldrum mínum í skjóli afa og ömrpu til að byrja með." Hlustað á Ölfusá „Það var mikið frjálsræði í kring- um ömmu. Einhvern tfma kom ég til hennar þegar ég var 14 ára og hún spurði mig hvort það væri ekki ein- hvers staðar ball. Ég sagðist ekki vera að fara á ball, ég væri bara fjórt- án ára. Þá svaraði amma: „En ef þú setur á þig varalit, þá kemstu örugg- lega inn! Eftir að amma var orðin stirð og lítið rólfær, þá sagði hún að það væri svo dásamlegt að leggjast út af á kvöldin ogloka augunum því þá færi hún í siglingu kringum Flatey: „Einn hring og þegar ég er komin þá sofna ég." Amma er fædd og uppalin í Flatey á Breiðafirði... Nú getur hún ekki talað eftir heilablóðfall... Það er mikill hæfileiki að þurfa ekkert ann- að en eigin huga til að hafa ofan af fyrir sér. Þetta er dýrmætt vega- nesti." Hugsanir settar í lokaða krukku „Við vorum að horfa á myndina „Síðasti bærinn" í gærkvöldi, þar sem gamall maður saknaði svo konu sinnar að hann tók sér gröf við hlið hennar, lagðist í hana og mokaði yfir sig. Tumi, sonur minn sem er 9 ára var svo hissa á að þetta skyldi ekki vera bannað, þetta væri miklu hræðilegra en margt sem hann hefði séð. Hann var alveg í öngum sínum • og gat ekki sofnað. Þá sótti ég krukku, sagði honum að hella þess- um hugsunum ofan í hana og við myndum svo sækja þær í kvöld þeg- ar hann væri ekki jafn þreyttur; þá kannski liti hann þetta öðrum aug- um.Og það var eins og við manninn mælt, um leið og við höfðum sett lok ofan á krukkuna og lokað hugsan- irnar í henni, þá sofnaði hann vært." Stef í lífi mínu Svandís er menntaður málfræð- ingur, tókBA próf í almennum mál- vísindum og íslensku og fór svo í framhald í íslenskri málfræði. Svo urðu straumhvörf ílífí hennar: „Ég tók svo einn lítinn kúrs í mál- fræði táknmáls og það varð ást við fyrstu sýn. Það varð ekki aftur snúið. Þá komst ég í tæri við táknmálið og var boðið starf á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra þar sem ég vann frá 1992 fram á síðasta vor. Það sem var svona heillandi var hvað málfræði táknmáls er ósnortin grein." Hlutverk jafnaðarmanna „Ég hef alltaf verið mjög upptek- in af að breyta og hafa áhrif. Allt sem maður gerir er pólitískt ef maður hefur hugmyndir um það hvernig maður vill hafa heiminn og hvernig maður síðan beitir sér í að breyta honum. Æðsta hlutverk jafnaðarmanns- þær í sundur. En ég er pólitísk í þeim skilningi já, að ég hef trúað því að maður geti breytt samfélaginu. Þingað með fyrrverandi eig- inmanni Svandís er tvfgift. Fyrri maður hennar var Ástráður Haraldsson lög- maður ogmeð honum á hún börnin Odd og Auði en núverandi eigin- maður hennar er Torfí Hjartarson, lektor í Kennaraháskóla íslands og þau eiga saman börnin Tuma og Unu: „Við Ástráður kynntumst þegar við vorum unglingar, urðum fullorð- in saman, eignuðumst saman tvö börn og eins klisjukennt og það er, þá uxum við hvort frá öðru. Það var farsæll og góður skilnaður og við vorum í raun miklu flinkari í að skilja heldur en að vera hjón! Við erum bæði mjög heppin með okkar seinni maka, sem eru ótrúlega flott- ar viðbætur í hóp þessara uppalenda Odds og Auðar. Kona Ástráðs er Eyrún Finnbogadóttir, kennari. í návist dauðans Á síðustu tveimur árum hefur Svandís misst tvær konur sem hún elskaði heitt, Andreu móðursystur sína og í fyrra lést Jónína móðir hennar eftir skamma banalegu: „Adda móðursystir mín dó úr krabbameini árið 2003 eftir mjög stutta banalegu. Hún fékk rúmlega hálft ár, 52 ára. Það var ofboðslega sárt að fá dauðann svona nálægt sér. Þegar mamma greindist svo með krabbamein ári síðar, 2004, var tekin ákvörðun um að taka úr henni mag- ann strax og það gekk mjög vel. Það var svo ekki fyrr en ári síðar að það kom í ljós að hún var undirlögð af krabbameini aftur og hún fékk fimm vikur frá því hún var opnuð þar til yfir lauk. Hún lá þrjár vikur á Land- ins eða sósíalistans er að stuðla að því að leiðrétta félagslegt óréttlæti. Það er þetta jafnvægisleysi milli karla og kvenna, milli þeirra sem eiga peninga og þeirra sem eiga minna af þeim, þeirra sem eru gaml- ir, - það eru alltaf þessir tilteknu hópar í samfélaginu sem hafa minni völd vegna þess að þeir hafa fötlun, minni peninga eða þessa stöðu að vera af röngu kynferði." Gæðum skipt „Ég er ofsalega ósátt við þá hug- myndafræði að þetta snúist um að deila út gæðum; að þeir sem hafi gæði eigi að deila þeim út til þeirra sem hafa minna. I mínum huga er samfélag ekki heilt nema allir séu þátttakendur í því. Það er hlutverk okkar sem erum í stjórnmálum að skapa skilyrði fyrir heyrnarlausa, fyrir gamla, fyrir börn og fýrir hreyfi- hamlaða til að vera þátttakendur í samfélaginu. Þetta snýst um þátt- töku; ekki ölmusu. Þetta lærði ég af baráttu heyrnar- lausra; baráttu að vera tekin sem fullgild manneskja. Þetta er ekkert flóknara en það. „Ég er fullgild manneskja og það er samfélagsins að skapa mér skilyrði til þess að ég geti lifað með reisn". Eftir það hafa allir sinn rétt til að vera jákvæðir eða neikvæðir, duglegir eða latir, hysknir eða lygnir - og það er ekkert sem heitir það að „þetta fólk" eigi að vera þakklátt. Þetta snýst um réttinn til að lifa með reisn." Ég varð bara ég „Náttúran þarf líka bandamenn því hún á enga rödd sjálf óg engin völd. Þess vegna er græn pólitík svo rökrétt og beint framhald af vinstri pólitík. Mannkynið þarf pólitík sem stendur með náttúrunni. Til að eiga framtíð yfir höfuð. Maðurinn er ekki merkilegri en náttúran heldur hluti af henni." Þarna erum við nákvæmlega komnar inn á það sem við ætluðum ekki að ræða: Pólitík. „Já. Mér finnst ég aldrei hafa „orðið" pólitísk, ég varð bara ég. Það hefur alltaf fléttast saman í mínum huga gildismat, lífsskoðanir og póli- tískar skoðanir, ég hef aldrei greint
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.