Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 1I. MARS 2006 Fréttir DV Ásta er dugleg, samviskusöm, erþægiteg, viðkunnanieg og hreinskiptin í samskiptum. Ásta getur verið ákaflynd og ætlar sér stundum of mikið. „Ég hefekkert nema góða sögu að segja afÁstu. Hún er duglegur og áhuga- samur þingmaður. Hún er dugleg að fylgja eftir þeim málum sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er lika afskaplega þægileg og viðkunnanleg í öllu viðmóti. Ókostirnir eru kannski helst að hún er samfylkingarmaður. Annars getur maður lítið kvart- að undan henni nema hugsan- lega fyrir að vera ósammála i skoðunum." Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi sjálfstæðismanna. Kostirnir eru aö hún er sam- visku- og eljusöm. Hún er óskaplega skemmtileg, góður félagi og fylgin sér. Svo er hún ákaflega góð sagnamanneskja. Ókostir hennar eru helst ákaflyndið sem getur reyndar bæði verið kostur og galli. Annars er ég svo heppin að ég þekki bara kostina hennar." Guörún Ögmundsdóttir þingkona. „Kostirnir hennar eru að hún er mjög dugleg. Hún setur sig vel f þá málaflokka sem hún tekur fyrir. Hún er skipulögð og afskaplega hrein- skiptin íöllum samskipt- um. Ásta er iðinn þing- maður og hefur flutt fjölda mála. Ókostirnir eru hún ætlar sér stundum um og of, bæði að sinna þinginu og ýmsum félagssamtökum úti í bæ." Margrét Frímannsdóttir, varaformaður og þlngkona Samfylklngarinnar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er fædd í Reykjavlk ló.október 1949.Hún tókstúd- entspróffrá MR 1969 og fór þaðan I nám í félagsvísindum og ensku HÍ. Hún er þing- kona í Samfylkingunni og hefur setið á þingisíðan 1995. Handtekinn með amfetamín Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í reglubundnu eft- irliti þrítugan ökumann snemma í gærmorgun á Hringbraut til móts við Þjóðarbókhlöðuna. Við nánari eftirgrennslan lög- . reglunnar kom í ljós að maðurinn hafði í vörslu sinni nokkur grömm af amfetamíni. Einnig fann lögreglan tölvukassa og far- tölvu í bflnum sem grunur leikur á að sé þýfi. Maður- inn var handtekinn og fluttur í fangageymslu lög- reglunnar. Dagblaðið Börsen í Kaupmannahöfn fer mikinn í umfjöllun sinni um innrás íslend- inga í danskt efnahagslíf. Segir að aðvörunarbjöllur hringi nú hjá sérfræðingum sem óttast hrun íslensks efnahagslífs og að slíkt geti haft víðtækar afleiðingar fyrir danskt efnahagslíf. Alls er 371 íslendingur skráður í stjórn danskra fyrirtækja. „Eng- in ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson. Danska blaðið Börsen í Kaupmannahöfn fer mikinn í umfjöll- unn sinni um innrás íslendinga í danskt efnahagslíf. Segir blað- ið að fjöldi íslendinga í stjórnum danskra fyrirtækja blási út sem aldrei fyrr og það fái aðvörunarljósin til að blikka rautt hjá sér- fræðingum. Þeir óttist að mikið hrun í íslensku efnahagslífi geti haft víðtækar afléiðingar fyrir danskt efnahagslíf. Árið 2001 var aðeins 51 íslend- ingur skráður í stjórnir danskra fyr- irtækja en sú tala er nú komin upp í 371. í allt situr þessi fjöldi í 428 stjórnunarstöðum hjá samtals tæp- lega 200 fyrirtækjum. Börsen birtir lista með helstu ís- lensku stjórnendunum. Efst á þeim lista tróna þeir Birgir Þór Bieltvedt sem situr í stjórn 14 fyrirtækja og Skarphéðinn Berg Steinarsson sem situr í 13 stjórnum. Báðir tilheyri þeir Baugi Group sem á meðal ann- ars Magasin du Nord, Merlin, Atlas Ej- endomme og hefur keypt stóran 1 hlut af j fasteigna- félaginu Keops. Næstu Birgir Þór Bieltvedt Kóngurinn i stjórnum danskra fyrirtækja í eigu fslendinga. menn á listanum eru Jón Björnsson sem situr í 9 stjórnum og þeir Sindri Sindrason og Þórir Jónsson sem einnig sitja í 9 stjórnum hvor. Ástæðulausar áhyggjur Skarphéðinn Berg Steinarsson segir að Danir hafi enga ástæðu til að hafa áhyggjur af Islendingum. „Við höfum keypt mörg fyrirtæki í Danmörku og því er eðlilegt að ís- lendingum fjölgi í stjórnum þeirra,“ segir Skarphéðinn. „Þessi fyrirtæki eru staðsett í Danmörku og það er að sjálfsögðu markmið okkar að reka þau þar með hagnaði og slíkt ætti að koma Dönum til góða.“ Danir kvíðnir Fram kemur í Börsen að danskir sérfræðingar séu orðnir kvíðnir yfir þeim mildu ítökum sem fslendingar hafa nú í dönskum fyrirtækjum. Blaðið ræðir við Steen Thomsen prófessor við Viðskiptaháskóla Dan- merkur sem segir meðal annars að viðskiptahættir fslendinga séu mun lausbeislaðri en gengur og gerist í gamalgrónum auðveldum eins og Bretlandi og Danmörku. Fram kem- ur hjá Thomsen að náin eigna- tengsl innan íslensku fyrirtækj- anna sem haslað hafa sér völl Danmörku séu áhyggju- efni. Eins og Asíu- kreppan Aðrir sérfræð- ingar sem Bör- sen vitnar til „Þessi fyrírtæki eru staðsett í Danmörku og það er að sjálf- sögðu markmið okkar að reka þau þar með hagnaði og slíkt ætti að koma Dönum til góða." vara við því að aðstæður á íslandi nú séu um margt líkar því sem gerðist í Asíu áður en kreppan skall þar yfir á síðasta áratug. Hins vegar sjá þessir sér- fræðingar ljós í myrkrinú ■ hvað varðar lærdóma sem Danir geta nýtt sér frá ís- lendingum, það er að hugsa óhefðbundið í viðskiptum. Fyrirtækin Með úttekt Börsen fylgir ítarlegur listi yfir þau fýrir- tæki þar sem íslendingar sitja nú í stjórn. Birgir Þór er meðal annars stjórnarfor maður í The Scandinavian Pizza Company A/S sem rekur Dó mínós- staðina í Danmörku og hann situr einnig í stjórnum Kgs. Nytorv Aps, Illum og eignarhaldsfélaginu Th. Wessel & Vett sem á húseignir Magasin du Nord. Skarphéðinn Berg Steinarsson situr meðal annars í stjórnum Illum, Stodir Holding A/S, Keops A/S og eignarhaldsfélaginu Th. Wessel & Vett. ; i Skarphéðinn Berg Stein- arsson Telurenga ástæðu fyrir Dani að hafa áhyggjur af íslenskum fjárfestum. Svefnlyfið Stilnoct uppselt á íslandi Væntanlegt í næstu viku Stórframkvæmdir í Smáíbúðahverfinu Brúnin lyftist í Hólmgarði Hólmgarður Bjart- sýni ríkir meðal íbúa og framkvæmdagleðj. Svefnlyfið Stilnoct hefur ekki ver- ið fáanlegt um skeið frá innflytjend- um og mun að mestu leyti vera upp- selt víðast hvar í apótekum. Ingi- björg Sveinsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfjum og heilsu í Háaleiti, segir að lælcnar hafi í stað þess ávísað á Imovane sem sé ekki ósvsvipað lyf en innihaldsefni þeirra ekki þau sömu. „Bæði lyfin eru í flokki vægari svefnlyfja en langmest er ávísað á þessar tvær tegundir svefnlyija. Okkur er ekki kunnugt um hvenær Stilnoct kemur aftur en það mun vera eitthvert stopp hjá verksmiðj- unum úti." Magnús Júlíusson, hjá Vistor sem flytur lyfið inn, segir að lyfið sé væntanlegt í byrjun næstu viku. „Stilnoct er framleitt í Frakklandi og við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna verksmiðjan hefur ekki getað afgreitt það, en mér skilst að það sé Stilnoct, mest selda svefn- lyfið á markaðnum ekki til Þess 1 stað hafa læknar talsvert ávlsað á Imovane sem er emnig vægt svefnlyí eitthvað tengt framleiðsluvanda. Það er ekki aðeins hér á landi sem skortur er á þessu lyfi en hér taka menn frekar eftir því vegna þess hve mikið það er notað," ségir Magnús og vonar að þeir sem noti þetta lyf að staðaldri geti beðið eða fái ávísun á eitthvað annað í staðinn. Mikil bjartsýni ríkir meðal íbúa við Hólmgarð í Reykjavík og fram- lcvæmdagleði í mörgum húsum. Fyrir skipulagsráði Reykjavflcurborg- ar liggja nú ekld færri en fimm um- sóknir um leyfi tfl að hækka þök, byggja kvisti og hreinlega lyfta hús- um við götuna. Eru umsóknirnar flestar svo gott sem samhljóða. Þegar er búið að lyfta þökum margra húsa við Hólmgarð og reyndar víðar í Smáíbúðahverfinu. Þær umsóknir sem nú liggja fyrir hjá skipulagsráði gera ráð fyrir stækkun viðkomandi íbúða um 58,1 fermetra og munar um minna þegar algengt fermetraverð í hverfinu er 300 þús- und krónur. Húsin sem til stendur að hækka og stækka eru Hólmgarður 6, 8, 37, 39 og 52. Skipulagsráð frestaði ákvörðun í málunum og vísaði tfl skipulagsfull- trúa tfl umsagnar. Ef honum líst á verður hafist lianda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.