Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Blaðsíða 23
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 23 Arna Sigríður Þór dóttir Önnu og Hönnu Með Stich sem er einn af fjöl- skyldunni og barnabarn Önnu og Hbnnu. líkamans og komst að því að best væri að koma því fyrir innan klukkutíma," segir Anna. Sæðið beið okkar í glasi „Daginn áður en eigandi „efnis- ins“ fór til útlanda kom hann við hjá systur sinni sem er vinkona okkar og skildi eftir sæði í glasi og síðan brunuðum við Anna til hennar og komum sæðinu fyrir með plast- sprautu," segir Hanna og flissar. Þær segja að allt hafi þurft að gerast svo hratt til að líkurnar á að Hanna yrði ólétt yrðu meiri því sæðið er sterkast innan klukkutíma frá því það verður viðskila við eig- anda sinn. Hanna er 33 ára þegar hún verð- ur ólétt og Anna segir að þar sem hún vinni mikið með bömum í starfi sínu sem leik- skólakennari þá vildi hún að Hanna gengi með barnið. „Ég treysti mér til að annast hvaða bam sem er því ég hef alltaf verið með bömum en Hanna hafði ekki umgengist börn og hafði skipt einu sinni á ævinni um bleyju áður en hún skipti á dótt- ur sinni," segir Anna. Ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum Hanna segir að meðgangan hafi gengið mjög vel en hún hafi ekki Iætlað að trúa því þegar hún pissaði á óléttupmfuna að hún væri orðin ólétt. „Þegar ég gerði fyrstu óléttuprufuna snemma morguns þá j kom enginn litur fram á strimlinum ( og ég lagði hann á vaskinn og fór svo aftur upp í rúm. Seinna um morguninn sá ég að liturinn hafði breyst og sýndi að ég væri ólétt. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum og við keyptum fullt af pruf- um til að vera vissar og á endanum fríkuðum við út þegar ekki var um ap villast að ég væri orðin ólétt," segir Hanna. Anna bætir við að það hafi verið mikil hamingjutilfinning að fá stað- fest að Hanna væri ólétt og til að byrja með vom áttuðu þær sig ekki alveg á því að þetta væri orðið að veruleika. „Við trúum þessu varla enn,“ segir Hanna stolt og glöð yfir frumburðinum sem er gullfalleg, ljóshærð og bláeygð stelpa sem skottaðist um íbúðina á meðan á viðtalinu stóð og vildi fá sinn hluta af athyglinni. Mæður hennar segja að hún þurfi að fá sína athygli og Ama heyrir þessa athugasemd og segir ákveðið: „Ég er ekki drottning dramatíkurinnar,“og með það var hún horfin úr stofunni. Spilaði tónlist fyrir bumbuna Á meðgöngunni var.Hanna mjög sólgin í reyktan fisk og vildi helst ekki hafa neitt annað í matinn í langan tíma. „Þegar ég fór í búðina með Hönnu að kaupa í matinn eitt sinn varð mér á orði að við ætt- um kannski að fá okkur eitthvað annað en reykt- an fisk og að þeim orðum slepptum sé ég tár trilla niður vangann á Hönnu og þá var reyktur fiskur keyptur enn eina ferðina. Við höf- um ekki haft reyktan fisk í matinn síðan," segir Anna og þær hlæja báðar dátt. Þær tóku báðar fullan þátt í með- göngunni og fóru á fæðingarnám- skeið saman. „Svo þurfti ég að hlusta á alls konar tónlist og sögur sem Anna las fyrir bumbuna," segir Hanna og og er skemmt yfir athuga- semd sinni en Anna sem leik- skólakennari vissi að fóstrið hlustar á öll hljóð í umhverf- inu á meðgöngu og það var einmitt til þess að þegar Anna fór á vökudeild og var með Örnu dóttur sinni í fyrsta sinn þá hreyfði hún höf- uðið í áttina til önnu þegar hún heyrði rödd hinnar móður sinnar. „Það var frábært þegar ég sá viðbrögð Örnu við að heyra í mér og ég tengdist henni strax mjög sterkum böndum," segir Anna. Erfið fæðing Fæðingin var ekki eins auðveld og meðgangan og þegar kom í ljós að Hanna gat ekki fætt Örnu á eðli- legan hátt þá var hún tekin með keisara. „Mænustungan sem ég fékk misheppnaðist og ég varð hálflöm- uð og næstum út úr heiminum. Það var búið að reyna með sogskál að ná henni út en ekkert gekk og þá var Arna tekin með keisaraskurði og ég missti mikið blóð og var send strax eftir fæðingu á gjörgæslu. Daginn eftir þegar ég fór á vöku- deildina til að sjá örnu þá var ég keyrð í skrif- stofustól til hennar því ég held að hjúkkan hafi ekki fundið neinn annan stól til að keyra mig í. Svo þegar ég sá Örnu þá kvikn- uðu hjá mér til- finningar sem ég vissi ekki að ég hefði. Það er ótrúleg lífs- reynsla að sjá barnið sitt í fyrsta sinn og ekki hægt að lýsa tilfinning- unni," segir Hanna og yfir hana kemur sælusvipur og auðséð að hún er mjög stolt af því að vera móðir. „Hvor ykkar er pabbinn?" Anna og Hanna segja að fjöl- skyldur þeirra hafi frá fyrstu tíð stutt þær í því að eignast barn og þær hafi ekki orðið varar við neina fordóma í sinn garð fyrir utan að finna for- dóma hjá þeim sem ættu ekki að „77/ að eignast barn þarffyrst að koma úr skápnum, hvort sem við erum að tala um samkynhneigða eða gagnkynhneigða því það er líka að vera í skápnum að geta ekki staðið með sjálf- um sér og sætt sig við það sem maður er. AUir foreldrar sem hafa farið ígegnum sjálfskoðun eru betri foreldrar." vera með þá. „Það er ótrúlegt að fólk sem starfar innan heilbrigðiskerfis- ins skuli vera svona þröngsýnt eins og við höfum rekið okkur á. Þegar við fórum til félagsráðgjafa rétt eftir að Arna fæddist til að kanna hvar við stæðum í kerfinu þá spurði hún okkur að því hvor okkar væri pabbinn. Alveg fáránleg spurn- ing því Arna á pabba en hún býr með tveimur mæðrum sínum. Svo þegar ég sótti um að ættleiða Örnu þá fórum við í þrjú viðtöl hjá barnavernd- arnefnd. Þar vor- um við spurðar að því hver myndi passa barnið ef við þyrftum á pöss- un að halda og þá sögðum við að amma hennar og afi gerðu það. Þá segir fulltrúi barnaverndar- nefndar við okk- ur að það sé gott að bamið verði mikið hjá þeim til að byrja með. Með þessum orðum er gefið í skyn að okkur sé ekki treystandi til að sinna barninu okk- ar sem skyldi," segir Anna. Ama og pabbi hennar góðir vinir Þær segja að það hafi alltaf verið gott samband á milli pabba örnu og Líka föður Sæði sæði það barn fram Nina Stork eigandi Stork Klinik í Danmörku Segir að 20 börn hafi fæðst á islandi með dönsku gjafasæði. þeirra allra. Hann kemur oft í heim- sókn og leikur sér við Örnu og þau eru bestu vinir. Pabbi hans, afi Örnu kemur líka enda mjög stoltur af barnabarni sínu og segja Anna og Hanna að mikill kærleikur sé á milli fjölskyldnanna. „Auðvitað kvikna tilfinningar þegar barnið kemur í heiminn og það við um örnu. er bara en þegar breytist í þá koma aðrar til- finningar. Faðir Örnu var ein- hleypur þegar hann gaf okkur „efnið" í hana en við höfum alltaf verið mjög já- kvæðar í sam- bandi við að hann rækti örnu og hann sinnir henni af mikilli ástúð. En við erum löglegir foreldrar hennar og Anna ættleiddi ömu stuttu eftir fæðingu hennar og ef eitthvað kemur fyrir mig þá sér Anna um hana, rétt eins og gerist hjá hverju öðm pari sem á börn saman," segir Hanna. Að koma úr felum Heimili þeirra Hönnu, Önnu og örnu er mjög fallegt og hlýlegt og ekki er annað að finna en um sé að ræða ósköp venjulega fjölskyldu. Hanna og Anna tala um sín mál á opinskáan hátt og em ekkert að fela fyrir dóttur sinni. „Hún Arna spyr þegar hún er tilbúin til að fá svar og við höfum alltaf svarað henni og sagt henni allan sannleikann. Það er eðlilegast og farsælast að fela ekki neitt, hvorki fyrir sam- félaginu né börnunum. Það er mikið um það í þjóðfé- laginu að fólk sé með brotna sjálfsímynd og hugsar svo mik- ið um það hvað allir hinir segja og hugsa að fólk gleymir sjálfu sér. Til að eignast barn þarf fyrst að koma út úr skápnum, hvort sem við emm að tala um samkynhneigða eða gagnkynhneigða því það er líka að vera í skápnum að geta ekki stað- ið með sjálfitm sér og sætt sig við það sem maður er. Allir foreldrar sem hafa farið í gegnum sjálfskoðun em betri foreldrar. Þess vegna em samkynhneigðir oft betri foreldrar því þeir em búnir að fara í gegnum sjálfskoðun og gera upp við sig að hlusta frekar á eigið hjarta en það sem fólkið í næsta húsi er að segja," segir Anna. Hanna tekur undir þessi orð hennar og bætir við að það sé svo leiðinlegt að vera í felum og hún óskar engum þess að lifa slíku lífi. Anna bætir síðan við að ef foreldrar hafi skerta sjálfsímynd þá hafi börn þeirra það líka. Fordómar skapa fordóma „Ég fæddist svona og valdi ekki að vera svona og þarf þess vegna ekki að réttlæta það að ég sé lesbía. Ef ég hefði átt val þá hefði ég valið að vera með manni og eignast fullt af börnum með honum því ég elska börn. Þetta er ekki spurning um val eins og þegar fólk velur sér fag í há- skólanum. Ef við emm opin og hreinskilin gagnvart kynhneigð okkar þá mætum við ekki fordóm- um,“ segir Anna. Hanna segir að þegar þær bjuggu í litlu þorpi út á landi í rúmt ár þá fundu þær fyrir mestu for- dómunum hjá lesbísku pari sem bjó þar. „Önnur þeirra átti barn úr fyrra sambandi og þær vom alltaf að fela fyrir baminu að þær væm saman. Með því em þær sjálfar að ala á eig- in fordómum og þannig skapa þær fordóma með fordómum," segir Hanna. Þær em sammála um það að samkynhneigðir einstaklingcU sem ekki em komnir út úr skápnum séu fordómafyllstir út í homma og lesb- íur. Gmndvallar- atriðið í öllu saman sé að vera það sem maður er og vera stoltur af því. Ganga með höfuðið hátt og þurfa ekki að réttlæta það sem er sjálfsagt. Blaðamaður getur svo sannar- lega tekið undir þessi síðustu orð þeirra því betra dæmi um ham- ingjusama ijöl- skyldu er varla hægt að finna en þessa yndislegu og ástríku fjölskyldu í Hafnarfirðin- um sem sýnir það hugrekki í orði og á borði að standa með sjálfri sér og hlusta á sjálfa sig en ekki það sem aðrir segja. jakobina@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.