Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 f 'X. •O I Q Sigríður Björnsdóttir Sigríður stofnaði samtökin Biátt áfram ásamt tvíbura- systur sinni Svövu, en þær þurftu báðar að þola kyn- ferðislegt ofbeldi íæsku. m m éá Svava, sem sér um frábæra vef- síðu samtakanna, er búsett í Banda- ríkjunum en Sigríður hittir mig á skrifstofu samtakanna Blátt áffam á Suðurlandsbraut. Hún segir mikilvægt að fræðslan byrji strax þegar böm em mjög ung því annars læri þau ekki að setja eðlileg mörk. „Ég var orðin fullorðin þegar ég lærði hvar ég endaði og aðrir byij- uðu," segir hún. „Við systin- vorum ekki nema íjögurra ára þegar ofbeld- ið byrjaði og þetta hófst allt með strokum og blíðuhótum. í mínu til- felli var erfiðast að koma þessu frá mér vegna þess að hkaminn bregst eðlilega við snertingu og örvast, því auðvitað emm við öll kynverur. Svo segir höfuðið manni að eitthvað voðalega rangt sé að gerast, maður- inn sem er að gera þetta við mann eigi alls ekki að gera það og þá tryllist maður. Líkaminn bregst manni og það er erfiðast að eiga við það. Hvemig á h'tið bam að vita að líkam- bregst eðlilega við? Þetta gerir það að verkum að bamið kennir sjálfu sér um og situr uppi með skömmina, en skömmin er sú til- finning sem er aigengust hjá þolendum. Bömin taka á sig ábyrgð- ina og sitja uppi með allan sársauk- ann." Áfall fyrir mömmu Sigríður segir að þegar hún var um það bil ellefu ára hafi ofbeldið hætt, ekki þó af því að ofbeldismað- urinn hafi hætt að reyna. „Við pössuðum bara að vera minna heima. Frekar stóð ég úti og beið eft- ir að mamma kæmi heim heldur en fara inn meðan hann var þar einn. Svo héldum við okkur mikið í íþróttahúsinu. Þegar þetta kom upp á yfirborðið vissi mamma ekki neitt. Þetta var mikið áfall fyrir hana og okkur fannst skrýtið að hana skyldi ekki hafa gmnað hvað var að gerast. En hún hafi sjálf orðið fyrir miklu of- beldi af hans hálfu og segist ekki hafa tekið eftir neinu. Við vorum líka ofsalega duglegar að leika leikrit, ekki síst út á við, því maður vill að allt sé í lagi heima hjá manni. Svo hótaði hann okkur að sjálfsögðu öllu illu ef við segðum frá." Góð og slæm snerting Sigríður segir foreldra geta gert margt til að þekkja einkennin hjá barni sem er misnotað. „Ef það kemur til dæmis upp tilfinning um „I mínu tilfelli var erf- iðast aö koma þessu frá mér vegna þess aö tikaminn bregst eölilega viÖ snert- ingu og örvast. Þar er skömmin að baminu finnist einhver samskipti óþægifeg þá verður að skoða það. Ef bam vill ekki vera eitt með einhverj- um einstaklingi, jafnvel þótt sá ein- staklingur sé hluti af fjölskyldu eða vinahópi, þarf að hlusta á það. Ég gat ekki sagt upphátt við mömmu mína að ég vildi eklá vera ein með stjúppabba mínum því hann myndi láta mig sjúga á sér typpið. Ég gat ekki með nokkm móti komið því í orð en grátbað hana að skilja mig ekki eftir. Það vom bara ekki nógu skýr skilaboð. Umræðan um ein- kennin getur þó verið erfið því ein- kennin geta verið almenns eðlis og heldur ekki gott að gera grýlur úr öllu. Þess vegna er fræðslan svo mik- ilvæg og að umhverfið sé þess eðlis að bamið geti sagt frá.“ Sigríður og Svava vom sem fyrr segir fjögurra ára þegar ofbeldið hófst og böm á þeim aldri hafa ekki hugmynd um hvað er góð snerting og hvað ekki. „Það hefði átt að vera löngu búið að segja mér hvað er eðlileg snerting en ég var búin að þola ofbeldið lengi þegar ég áttaði mig á þetta var eitthvað sem pabbar gera ekki. Ég var hins vegar búin að taka við hjólinu og skautunum og öllu því því sem var eðlilegt að pabb- ar gefi manni. Þá er skömmin kom- in. Að ég hafi nú bara leyft þetta og tekið við gjöfunum hans." Leitaði ástar á óeðlileqan hátt Systumar ræddu þessa hluti aldrei beint sín á milli sem krakkar, en stundum vom þær misnotaðar báðar í einu. Þær töluðu um stjúppabbann sem „ógeðið" en gátu eklá talað saman um það sem raun- verulega var að gerast og vissu ekki hvar þær gætu leitað hjálpar. „Þegar Svava var 18 ára flutti hún til Bandaríkjanna og fór að vinna í sínum málum," segir Sigríður. „Hún fór að hringja í mig og vildi að við ræddum saman um þetta en ég lok- GEMGUR KYNSLOR FRAIH AF KYNSLOB EFEKKERT „Ég gat ekki sagt uphátt viö mömmu mina aö ég vlldi ekki vera ein meö stjúppabba mínum því hann myndi láta mig sjúga á sér typpið."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.