Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Síða 35
Menning DV MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 35 skýiastiganum sínum hann átti hara eitt. Það var bæði mamma hans ogpabbi. “ Saknaði einhver hans, var ekki einhver sem grét? „Jú, vinir hans söknuðu hans. Besti vinur hans grét mest, ég man ekki hvað hann heitir. En einn heitir Andrés." Steig upp til himna í skýja- stiganum sínum Svo þegarhann vardáinn, hvað þá? „Hann var lifandi og steig upp til himinsins." Oghvað þýðir það? „Þá var þetta bara búið." En afhverju höldum við upp á páskana? Þórdís svarar fyrst: „Því þá steig Jesús upp til himna í skýjastigan- um sínum," og Jóhann útskýrir hvemig skýjastiginn lítur út: „Hann er ekki harður, heldur mjúkur." „Svo borðum við páskaegg auðvitað á páskunum," bæta þau við. Afhverju eru borðuð páskaegg á páskunum. Hver haldið þið að hafi byrjað með þau? „Kannski hafa hermennimir fundið upp á þessu - eða lygarinn. Kannski hefur hann búið til páska- egg til að fá peninga til að kaupa sér eitthvað. Kannski hefur hann viljað vera rlkur." Þegar talið berst að peningum iæðir Þórdís þvf að að á mörgum stöðum séu baukar sem maður getur sett peninga í: „Þá getur maður gefið peninga til fátækra barna. Pabbi minn er þar núna, Jói pabbi, ég á sko tvo pabba," segir hún stolt. „Jói pabbi er núna hjá fátæku börnunum. Hann tók með sér nesti til að gefa þeim." Allir föstudagar jafn langir Talið þið einhvern tíma við Guð og Jesúm? Já, það segjast þau flest gera, nema Jóhann sem segist alltaf vera svo þreyttur: „Ég get bara ekki tal- að við hann, ég er svo þreyttur á kvöldin." Dagur segist ekki geta sagt mér bænina sína, en hann segi alltaf „Vor Guð." „Ég tala oft við Jesúm, alltaf þegar ég fer að sofa segir mamma mín bænir með mér," segir Há- kon.“Ég kann ekld ennþá neina bæn sjálfur." Þórdís biður um orðið: „Ég segi alltaf á kvöldin: „Leiddu mína litlu hendi, Ijúfi Jesús þér ég sendi. Bæn frá mínu hjarta, sjáðu. Ljúfi Jesú að mér gáðu. Amen." Ég enda allar bænirnar mínar á amen," bætir hún við. En passa Guð og Jesús okkur á jörðinni? „Já, þeir em að passa allt fólkið á jörðinni. Jesús sendir okkur rign- ingu - eða kannski er það Guð." En afhverju haldið þið að dag- urinn sem Jesús var krossfestur heiti föstudagurinn langi? „Það veit ég ekki. Það em allir föstudagar jafn langir." En hvað gerðist á páskadaginn? „Þá reisti Guð Jesúm upp frá dauðum," segir Hákon Elliði. „Það var gott fyrir okkur að hann skyldi deyja og rísa upp." annakristine@dv.is Dagur Ari Kristjánsson I „tg veit ekki afhverju Jesús HP var krossfestur. Ég var ekki W, tilígamladaga.“ fy' Johann Axelsson „Þeirnegldu nagla ó fæturna og hendurnar og alls staðar...“ l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.