Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAOUR 16.JÚN/2006
Fréttir DV
Diskó og pönk
íÁrbæjarsafni
Frá og með laugar-
deginum 17.júníbýðst
gestum Árbæjarsafns að
sjá nýja sýningu er nefn-
ist Diskó & Pönk - ólík-
ir straumar? Sýningunni
er ætlað að varpa ljósi á
menningu ungs fólks í
Reykjavík og nágrenni á
árunum 1975-1985. Tveir
tískustraumar þessara
ára, diskó og pönk, eru
þar í forgrunni. Sýning-
in er samvinnuverkefni
Minjasafns Reykjavíkur og
Smekkleysu SM ehf.
Sýningin á sérstaklega
að höfða til ungmenna, en
allir þeir sem muna þenn-
an tíma ættu að geta haft
gaman af henni.
Ákærðurfyrir
að lemja konu
Árni Þór Sigfússon,
Hafnfirðingur á þrítugs-
aldri, er ákærður af ríkis-
saksóknara fyrir líkams-
árás, frelsissviptingu og
húsbrot. Árna er gefið
að sök að hafa að kvöldi
þriðjudagsins 27. sept-
ember 2005 ráðist að konu
á þrítugsaldri á heimili
hennar í Hafnarfirði. Þar
á hann að hafa tekið hana
hálstaki og hent henni
til og frá í íbúðinni auk
þess að hafa haldið henni
nauðugri í íbúð hennar í
tvær klukkustundir.
Afleiðingarnar urðu
þær að konan hlaut mar á
hálsi, handleggjum, baki,
lærum og rasskinnum
auk hruflsárs á höndum.
Auk þess er hann ákærð-
ur fyrir að hafa ruðst inn á
heimili konunnar í febrúar
síðastliðnum og neitað að
fara út.
MAslitiðá
morgun
Menntaskólanum á
Akureyri verður slitið í
íþróttahöllinni klukkan
10 á morgun 17. júní. Þar
eru að jafnaði 1000-1100
manns á glæsilegri hátíð.
Hundruð manna koma
síðan í skólann síðdegis
17. júní og eiga þar nota-
lega stund, skoða hús og
rifja upp sögur frá liðinni
tíð. Útlit er fyrir að á há-
tíðarfagnaði nýstúdenta í
Höllinni að kvöldi 17. júní
verði slegið aðsóknarmet
og gestir verði fleiri en
1.000 talsins.
Barnaníðingurinn Ólafur Barði Kristjánsson, sem var dæmdur i tveggja ára fangelsi i
Héraðsdómi Reykjavikur þann 15. mai siðastliðinn fyrir að misnota fimm ungar stúlkur,
ætlar að áfrýja dómnum til Hæstaréttar.
Barnaníðingurinn Ólafur Barði
áfrýjar tveggja ára dómi
Bamaníðingurinn Ólafur Barði Kristjánsson ætlar að áfrýja
tveggja ára fangelsisdómi sem hann hlaut eftir að hafa verið
fundinn sekur um að misnota fimm ungar stúlkur. Áfrýjunin
þýðir að hann mun ekki byrja að afplána dóminn fýrr en í lok
þessa árs.
íbúar í Krummahólum 2 í Breið-
holti munu þurfa að búa við barna-
níðinginn Ólaf Barða Kristjánsson í
nokkra mánuði til viðbótar en hann
var dæmdur til tveggja ára fangels-
isvistar fyrir mánuði eftir að hafa
misnotað fimm stúlkur á þeim tíma
sem hann bjó í Hvammsgerði. Ólaf-
ur Barði ákvað að áfrýja dómnum og
því frestast fangelsivist hans þar til
Hæstiréttur dæmir í málinu.
Áfrýjar á grundvelli sératkvæðis
Ákæran á hendur Ólafi Barða var í
fjórum liðum og töldu tveir af þrem-
ur dómurum Héraðsdóms Reykja-
víkur, þau Símon Sigvaldason og
Ingveldur Einarsdóttir, að hann væri
sekur af öllum ákæruliðunum. Jónas
Jóhannsson skilaði hins vegar sér-
atkvæði og taldi aðeins fullsannað
að hann væri sekur af einum ákæru-
liðnum af fjórum. Samkvæmt heim-
ildum DV er það á grundvelli þess
sem Ólafur Barði ákvað að áfrýja.
íbúar vilja hann burt
íbúar í Krummahólum sem DV
ræddi við vilja Ólaf Barða burt hið
snarasta. f stigaganginum eru nokkrar
ungar stúlkur og telja íbúamir öryggi
þeirra stefnt í voða á meðan Ólafur
Barði gengur laus. Ibúðaverð í blokk-
inni hefur lirunið eftir að ljóst varð
að barnaníðingur er á meðad íbúa og
sagði kona, sem vildi ekki láta nafits
síns getið, að það þýddi lítið að setja
íbúðina á sölu fýrr en að mðingurinn
væri farinn ábakviðlásogslá.
Jónas Jóhannsson
skilaði hins vegarsér-
atkvæði og taldi aðeins
fullsannað að hann
væri sekur um einn
ákærulið affjórum.
Samkvæmt heimildum
DV erþað á grundvelli
þess sem Ólafur Barði
ákvað að áfrýja.
Ótrúleg bíræfni
DV fletti ofan af Ólafi Barða í júní
á síðasta ári og svipti þar með hul-
unni af þeim vítahring sem íbúar
Hvammsgerðis í Fossvoginum höfðu
verið í svo árum skipti. Það var ein-
mitt þar sem hann misnotaði stúlk-
urnar fimm sem flestar voru vin-
konur dætra hans. Ólafur Barði var
ákærður fyrir vörslu bamakláms
auk þess sem hann lét fjögurra ára
stúlku strjúka á sér liminn og rass-
skellti hana. Hann lét níu ára gamla
stúlku fróa sér og þreifaði inn undir
nærbuxur tólf ára gamallar stúlku.
Síðasta brotið átti sér stað 21. mars á
síðasta ári.
oskar@dv.is
Krummahólar2 Ólafur Barði flutti
ásamt fjölskyldu sinni I Krummahóla
seint á slöasta ári eftir aöhafa
framkvæmtódæðisverksln I
Hvammsgeröi.
Ólafur Barði Kristjánsson Barnaperrinn IBreiðholti ætlarað áfrýja tveggja ára dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar.
Mikael Már dæmdur í héraðsdómi
Flutti inn til að losna við skuldii
Héraðsdómarinn Símon Sig-
valdason dæmdi í vikunni Mikael
Fyrir dómara Mikael faldi sig þegar hann
mætti fyrirSlmon Sigvaldason héraðsdóm-
ara.
Má Pálsson í fjögurra ára fangelsi
fýrir innflutning á rúmlega fjórum
Idlóum af amfetamíni frá París í
byrjun febrúar á þessu ári.
Fyrir lögreglu bar Mikael að
hann hefði gert samning við mann
á íslandi þess efnis að hann færi til
Parísar og fengi afhenta ferðatösku
þegar þangað kæmi og að efnin
væru innifalin. í staðinn myndu all-
ar skuldir Mikaels, spila- og fíkni-
efnaskuldir greiddar. Mikael gat
ekki sagt hver væri eigandi efnanna
af ótta um líf sitt. Hann játaði sök en
sagðist ekki hafa haft val um hvort
hann færi eða ekki vegna skulda
sinna.
Mikael játaði einnig að hafa
skipulagt og fjármagnað kóka
ínsmygl þriggja ungra drengja,
þeirra Hákons Traustason-
ar, Kristófers Más Guð-
mundssonar og Viktors
Árnasonar en þeir voru
teknir í janúar með rúm 400
grömm af kókaíni meðferðis.
Meðferð í máli þeirra heldur
áfram í haust en ákveðið var að
þáttur Mikaels yrði aðskilinn.
Mikael Már Hefurltrekað
komist I kast við lögin og þarf
nú að dúsa fjögur ár I fangelsi.