Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ2006 Fréttir DV Skógarborg flytur Leikskólinn Skógarborg er flutt- ur í nýtt og rúm- gott húsnæði við Efstaland 28. Þar er rými fyrir 55 börn á þremur deildum; Óskasteini, Álfasteini og Huldusteini. Stórt leiksvæði í einstakri náttúru Foss- vogsdalsins er í kringum leikskólann og er hann vel búinn leiktækjum. Skógar- borg hefur starfað óslitið síðan 1969 og hófst starf- semin í litlu húsi við Klifveg en það var upphaflega sum- arbústaður. Kastaði gler- íláti í andlit Ragnar Kristmunds- son, rúmlega tvítugur maður úr Ólafsvík er ákærður af ríkissak- sóknara fyrir sérstak- lega hættulega líkamsárás. Er honum gefið að sök að hafa, aðfaranótt laugar- dagsins 15. apríl kastað gleríláti í andlit jafnaldra síns með þeim afleiðingum að hann hlaut 3,5 sm langan og 1 sm djúpan skurð á enni ofan við vinstra gagnauga, rispu yfir nef og á kinn og mar í andliti. Fómarlambið gerir bótakröfu að upphæð 400 þúsund krónur og ákæruvaidið krefst refsingar. Sexárfyrir smygl Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi á dögunum Tryggva Lámsson í sex ára fangelsi fyrir að hafa flutt inn rúm sjö kfló af amfetamíni frá Rotterdam. Var málið síð- asti afkimi Dettifossmálsins en auk Tryggva vom Elísabet Arnardóttir og Óli Haukur Valtýsson dæmd fýrir inn- flutninginn. Tryggvi hafði setið í gæsluvarðhaldi í rúma fimmtán mánuði uns honum var sleppt í desember síðast- liðnum. Héraðsdómur hafði áður dæmt Tryggva til sex ára fangelsisvistar en Hæsti- réttur vísaði málinu heim í hérað. Málinu hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar. Dómari hundsar Hæstarétt „Það er mjög sérstakt í þessum dómi að dómari skeytir engu um þær meld- ingar sem komu fram í dómi Hæstaréttar,'1 segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Tryggva Lárussonar sem nú hefur áfrýjað til Hæstarétt- ar. „Ákærangengurútfráþví að fíkniefnin hafi verið keypt á tilteknum tíma í Hollandi. Ákærði sýndi fram á það í vöm sinni að hann hafi verið í allt öðm landi þegar fíkni- efnakaupin áttu sér stað," segir Sveinn Andri og vís- ar til fjölda vitna sem borið hafaumþað. „Héraðsdóm- ari er að raska möguleikum ákærða á vöm sinni með því að víkja frá dagsetningum í málinu," segir hann og vísar í að Hæstiréttur hefði fundið margt að fyrri héraðsdómi en Guðjón St. Marteinsson hafi látið athugasemdir sem vind umeyruþjóta. Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaöur KB banka, hyggur á byggingu eins flottasta sumarhúss landsins á jörö sinni Veiðilæk í Borgarfirði. Hann hefur fengið teikningar samþykktar og mun bygging hússins hefjast fljótlega. Eitt glæsilegasta sumarhús landsins mun rísa við Norðurá í Borgarfirði áður en þetta ár er úti. Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður KB banka, hyggst reisa 500 fermetra sumarhöll ásamt öðrum byggingum á j örð sinn Veiðilæk við Norðurá. Hann hefur fengið teikningar samþykktar af skipulagsyfirvöldum í Borgarbyggð og má búast við að framkvæmdir hefjist fljódega. Samkvæmt samþykkt umhverfis- skipulagsnefndar í Borgarbyggð hafa Sigurður og fjölskylda hans leyfi til að reisa tæplega 500 fermetra sumar- höll, um 120 fermetra skemmu og 57 fermetra saunahús á jörðinni Veiði- læk, sem er um 11 hektara jörð við Norðurá. Höll fyrir 200 milljónir Eins og sést á meðfylgjandi mynd- um er ekkert til sparað hjá Sigurði til að fjölskylda hans hafi það sem nota- legast á meðan hún dvelur í Borgar- firðinum. Heimildir DV herma að byggður verði 50 fermetra vínkjall- ari undir húsinu og að kostnaðurinn hljóði upp á 200 milljónir. Borgaði 60 milljónir fyrir jörðina DV ræddi í gær við aðila sem gjör- þekkja aðstæður á Veiðilæk og segja þeir að jörðin sé fyrst og fremst úti- vistarsvæði og afar falleg sem slíkt. Jörðin hafi aldrei verið búskaparjörð og búskapur ku hafa lagst þar af um 1950. Ekki hefur verið búið á jörðinni undanfarin 25 ár. Sigurður eignaðist jörðina fyrir fjórum árum og borg- aði um 60 milljónir fyrir hana, sam- Heimildir DV herma að byggður verði 50 fer- metravínkjallari undir húsinu og að kostnað- urinn hljóði upp á 200 milljónir. kvæmt heimildum DV. Henni fylgja einhver veiðiréttindi í Norðurá, einni vinsælustu laxveiðiá landsins. Ekki á vonarvöl Sigurður Einarsson er ekki á von- arvöl. Hann hefur leitt Kaupþing og síðar KB banka til gífurlegs vaxtar á undanförnum árum og ekki far- ið varhluta af því sjálfur. Hann er nú stærsti einstaki hluthaf- inn í bankanum og er hlut- ur hans metinn á 4,6 millj- arða. Sigurður hefur auk þess verið einn af launa- hæstu mönnum landsins undanfarin ár, með mán- aðarlaun upp á fimm til sex milljónir. oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.