Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 16.JÚN/2006 Fréttir DV Jakob Bjarnar Grétarsson • Orðið á götunni (ordid.blog.is) er nýr vefmiðill sem vakið hefur mikla athygli. Þar er frjáls- lega greint frá helstu tíðindum og orðrómi í pólitík og viðskipta- lífi. Hefur „Orð- ið" nú þegar náð að skúbba einu og öðru, svo sem því að Jón Kristinn Snæhólm verði aðstoðarmaður borgarstjóra. Menn hafa velt því mjög fyrir sér hverjir standa á bak við miðifinn og reynt að rýna í línur eða tón sem oft virðast kratískur, jafnvel út í frjáls- hyggju. Eftir því sem DV kemst næst er höfuðpaur Orðsins hinn öflugi Andrés Jónsson sem þekktur er í ungliðahreyfingu jafnaðarmanna en Andrés var meðai annars kosn- ingastjóri Ágústs Ólafs Ágústssonar í varaformannskjöri Samfylkingar... • Enn hefur Andrés Jónsson þó ekki fjallað um gríðarlega ólgu sem er nú ríkjandi innan Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði enda útkoman í síð- ustu bæjarstjórnar- kosningum sú versta frá því hann bauð fýrst fram í Firðinum 1930 eða 28 prósent atkvæða. Lægst áður var fýlgið 1986 eða 32 prósent. Fylgi flokksins árið 2002 var 41 prósent. Lúðvik Geirsson tók sjálfstæðis- menn sem sagt í bakaríið og leita menn nú skýringa. Beinast spjótín mjög að oddvitanum Haraldi Þór Ólasyni sem þykir af flokksmönn- um sínum hafa klúðrað nánast öllu sem hægt er að klúðra... • Eggert Skúlason heitir maður almannatengill og var áberandi í sveitastjórnarkosn- ingunum og þóttí vinna góðan varn- arsigur með því að koma Birni Inga Hrafnssyni inn og alla leið í borgar- stjórn. Ekki hefur far- ið eins hátt að Eggert var helsti ráðgjafi Haraldar Þórs og Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Segja nú svekktir Sjálfstæðismenn að hann hafi mætt seint og illa und- irbúinn á fundi. Lítt vitað um Hafn- firðinga og hafði þau ráð helst að gefa að setja skattalækkanir á odd- inn, koma á fót kvikmyndahúsi auk þess sem hann ráðlagði Haraldi Þór eindregið að leggja Hummer- bíl sínum meðan á kosningabarátt- unni stóð. Fyrir þetta mun Eggert hafa lagt fram reikning upp á miilj- ón sem Sjálfstæðismenn borga með semingi... • Þá eru menn innan flokksins á því að misráðið hafi verið að fá kosningastjórann «Ernu Nielsen af Sel- tjarnarnesi og segja hana ekki þekkja þankagang Gaflara. J En kosningabarátt- an er ekkert miðað i við eftírleikinn en þar þykir Haraldur Þór fara offari í að skipa vini sína í ráð og nefndir. Þannig er hans hægri hönd, tæknifræðingurinn Sigurður Þorvaldsson, í skipulagsráði en þar eru einmitt tekin meðal annars tíl umfjöllunar verk Sigurður og tækni- skrifstofu hans. Þykjast þau grátt leikin María Kristín Gylfadóttir og Bergur Ólafsson sem skipuðu 4. og 5. sæti á lista. Og telja Harald Þór láta þau gjalda þess að hafa verið honum óþægur ljár í þúfu. Stefnir allt í klofning minnihlutans í Hafn- arfirði... Tværaf prófgráðumJónsSigurðssonar,iðnaöar-ogviöskiptaráðherra,erufráColombia Pacific University (CPU) en sá skóli hefur verið lagður niður vegna hneykslismála. Öll prófskírteini úr skólanum eftir 1997 hafa verið dæmd ógild. Jón tók hinsvegar MA og Ph.D. gráður sínar í menntunarfræðum frá skólanum 1987. Þá var skólinn fjar- eða bréfa- skóli en breyttist síðar í Internet-skóla. Jón segir sögu vera skömm og hneyksli i* <t /tu** <i*< 3im ifalipt! , j #M. i ---- BMtot of d. '&u /y- &/-<'■ f !A<- 4 /L. íld J*y J $&-.•) u/i .tt <&u u"~ Tölvupóstur hefur gengið manna á milli í borginni undanfarna daga þar sem vakin er athygli á að tvær af prófgráðum Jóns Sig- urðssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, eru ffá Colombia Pac- ific University (CPU), afar umdeildum net-skóla. Sökum þessa hefur Jón sjálfur sentýmsum greinargerð um málið af sinni hálfu undir fyrirsögninni; „Skömm og skaði - hneyksli og hneisa," þar sem hann rifjar upp sögu CPU. Skólinn var lagður niður fyrir nokkrum árum eftir harða gagnrýni frá yfirvöldum í Kaliforníu. „Ég er þess fullviss að allflestir sem vinna að menntamálum hafa haft vind af þessu fýrir löngu," seg- ir Jón Sigurðsson. „Reyndar hef ég aldrei notað þessar gráður í neinu starfi eða hlutverki og ævinlega gætt þess að nefna CPU hverju sinni er þessar gráður hafa verið nefndar í æviágripum og þess hátt- ar. Mér rennur málið til rifja fyrir hönd leiðbeinanda míns sem var mjög metnaðarfullur og kröfuharð- ur og hafði einstaka sinnum orð á því að einhverjir „ofvirkir mont- rassar" kynnu að fara offari á veg- um stofnunarinnar." Próf í síma Jón segir að próf sín vera þannig saman sett að annars vegar skrif- aði hann ritgerðir, og báðar þeirra hafa verið undanfarin 15 ár á Háskólabókasafni og Bókasafni Kennaraháskólans. En hins veg- ar fylgdi í hvort skipti mjög langt munnlegt próf sem hann tók í síma. „Síðari áfanginn, Ph.D., var þannig samtals um 20 klst í ein- um 10-12 símtölum," segir Jón. „Ég hafði mjög gott af þessu öllu. Þetta var mikill lestur og pælingar og mér finnst að þetta hafi þroskað mig og hjálpað mér til að skerpa ýmsar hugmyndir og verkfærni." , . Ekki plat en frat „Ég hef aldrei talið að þetta hafi verið plat en trúlega er þetta óttalegt frat. Og ég hef ekki talið að það ætti endilega að vera mitt hlutverk að fara að gera sérstak- lega lítið úr þessu. Aðrir geta unn- ið það verk. En ég get alls ekki farið að berja mér á brjóst og telja mig svildnn eða fórnarlamb misferlis eða pretta. Þetta var allt upplýst og rætt og ég keypti mér bækur sem miðuðust við „Open University" í Bretlandi og í öllum þessum gögn- „Ég hefaldrei talið að þetta hafi verið plat en trúlega er þetta ótta- legt frat. Og ég hefekki talið að það ætti endi- iega að vera mitt hlut- verk að fara að gera sérstaklega lítið úr þessu. Aðrir geta unnið þaðverk." um var CPU metið í næsta sæti við „Open University". Rannsókn 1995 Hægt er að finna sorglega sögu CPU á netinu m.a. á Wikipedia vef- síðunni. Skólinn var stofnaður 1978 og gekk vel framan af. Hann hlaut allar hugsanlegar löggilding- ar af háifu menntayfirvalda í Kaliforníu. Með tilkomu netsins fór hins vegar að halla undan fæti í starf- semi skólans. Á Wikip- edia kemur m.a. fram að starfsieyfi CPU hafi ekki fengist endurnýj að 1995 eftir að rannsókn fór fram á starfshátt- um skólans. Þessum úrskurði áfrýjaði skól- inn en án árangurs og var skólanum endan- lega lokað 1997. Aðstoð- arríkissaksóknari Kali- forníu á þessum tíma, Asher Rubin, lét hörð orð falla um skól- ann Prófskírteini Prófskirteini sem þesst frá CPU eru oft ekki pappirsins viroi■ Jón Sigurðsson Þetta varekki plat en kannski óttalegt frat. kallaði hann „...prófgráðumyllu sem hefur herjað á neytendur í Kaliforníu allt of lengi..." og að CPU væri „falskur skóli" þar sem „alger- lega verðlausar" prófgráður væru í boði til þess eins að auðga siðlausa stjórnendur skólans. Sérkennilegar prófgráður Meðal dæma um sérkennileg- ar prófgráður á síðustu starfsár- um skólans má nefna að stúdent í mastersnámi fékk punkta fyr- ir „...námssaming þar sem lýst var hvernig hann myndi fara á dans- námskeið og fylgjast með dans- sýningum svo hann gæti bætt hæfi- leika sína sem kántrýdansari..." Annað dæmi var að fjórir kennar- ar við skólann lögðu dóm á Ph.D. ritgerð skrifaða á spænsku en eng- inn þeirra kunni spænsku. Og tekið var dæmi um að níu stúdentar sem fengu Ph.D. gráður árið 1994 höfðu verið skráðir í minna en 20 mánuði við skólann, fjórir þeirra í minna en 12mánuði. Bellibrögð Frá því að skólanum var skip- að að hætta starfsemi sinni 1997 af yfirvöldum í Kaliforníu og þar til tókst að loka honum endanlega árið 2000, beittu stjórnendur skól- ans ýmsum bellibrögðum til að halda honum opnum. Sem dæmi má nefna að þeir útveguðu sér starfsleyfi frá Nevada Point Shos- hone-indjánaættbálknum með skírskotun til lítið þekktst ákvæðis í menntunarsamningi Bandaríkja- stjórnar við indjána landsins. Þetta gerði það að verlcum að kennarar við skólann urðu æfir af bræði og brátt fóru ýmsar vefsíður að greina frá þessum bellibrögðum. Skólinn eyðilagður Jón Sigurðsson segir að CPU sé gott dæmi um hvernig hægt sé að eyðileggja menntastofnun á há- skólastigi með kæruleysi og óvar- kárni. „Það sem byggt var upp á löngum tíma var svo eyðilagt á nokkrum árum," segir Jón. „f stað þess að einbeita sér að því að lag- færa það sem lagfæra þurfti fóru forráðamenn skólans að beita vafa- sömum aðferðum til að halda skól- anum gangandi. Þetta finnst mér mjög miður."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.