Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 16.JÚNI2006
Fréttir DV
Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson eru nýlega komnir heim úr mikilli pílagrímsför yfir þver Bandaríkin.
Meðal anarra leiðangursmanna var útgefandinn Jóhann Páll Valdimarsson sem segir ferðina hafa verið mikla
þrekraun. Þessi ævintýraför verður efniviður í heimildarmynd og ferðabók.
„Það ríkir algert þagnarbindindi um þessa ferð og fólk verður að
bíða bókarinnar til að lesa um ævintýri og uppákomur í ferð
okkar þvert yfir Ameríku," segir Jóhann Páll Valdimarsson útgef-
andi.
Jóhann Páll er nýlega kominn Leikvöllur Ameríkana meö eigin
heim eftir mikla ævintýraferð - augum
þriggja vikna pílagrímsför - yfir Þó svo að útgefandinn snjalli vísi
þver Bandarfldn ásamt í eitthvert þagnarbindindi þeirra
rithöfundunum Ól- jáfélagaþákemsthannekkiupp
afi Gunnarssyni og » meðþað.Ekkialgerlega.
Einari Kárasyni. Að Jgite J/Pl ' ' „Við keyrðum frá New
auki voru með í för , MÉÉ York til Chicago og það-
Steini bifvélavirki, t *« J|Hr ✓ an reyndum við sem mest
en einn megintil- að fylgja Route 66, gömlu
gangurinn var að 5 ^ þjóðleiðinni til Los Angel-
„krúsa" á Cadillac es. Verulegur hluti gömlu
í hans „náttúrulega" leiðarinnar er enn við lýði
umhverfi, og Sveinn ^ þótt hraðbrautimar hafi leyst
hjá Plúsfilm ætíar að gera hann af hólmi og sáralítil umferð
heimildarmynd um ferðina. á þeim gamla. Ferðin var þó ekki ein-
skorðuð við þessa leið heldur vorum
við að upplifa Ameríku almennt og
fá þverskurð af þessari víðáttumiklu
heimsálfu. Við tókum krók til Las Ve-
gas til að sjá leikvöll Ameríkana með
eigin augum og keyrðum síðan frá Los
Angeles norður til San Fransisco eftir
gamla veginum meðfram Kyrrahafinu
og flugum þaðan heim," segir Jóhann.
Stórtíðindi í bókmenntaheim-
inum
Sjálfur var Jóhann í hlutverki ljós-
myndara en afraksturinn mun svo
geta að líta í ferðabók sem þeir skrifa
saman Einar og Ólafur og kemur út
með haustskipunum. Stórtíðindi í ís-
lenska bókaheiminum, en þess má
geta að Ólafur er á mála hjá JPV með-
an Einar skrifar íyrir Eddu. Þessa bók
mun hins vegar JPV sjálfur gefa út
„Ég gætisem hægast
skrifað mína eigin bók
sem bæri titilinn Æðru-
leysi í Ameríku. Hún
yrði vafalaust notuð til
kennslu í geðhjúkrun-
ardeild Háskóla íslands
um ókomin ár"
Leiðangursmönnum lagt lið
Amerlkanar eru hjálpsamir. Þessi vildi allt
fyrir okkur gera I Chigaco.
Cadillac i náttúrulegu umhverfi
Ólafur er mikill aðdáandi Cadillac-bíla.
Þarnaerhann við bflsemþeir féiagar
keyptu og fóru á um þver Bandarlkin.
enda varla hægt að ímynda sér að út-
gefandinn hafi verið verið að mynda
fyrir annan en sjálfan sig. Aðspurður
um hvort Jóhann Páll hafi ekki notað
þetta einstaka tækifæri og reynt að fá
Einar til að söðla um vísar Jóhann Páll
sem aldrei fýrr í þagnarbindindið -
hugtak sem í þessu samtali hefur tek-
ið á sig blæ „The fifth" - ekld er hægt
að neyða Jóhann til að segja neitt sem
gæti orðið til að sakfella hann á einn
eða annan hátt. Né láta af hendi við-
kvæmar upplýsingar.
Enginn í spennitreyju
Ferðabækur eru óhemju vinsælar
erlendis en hafa ekki verið áberandi
hér á íslandi. Þó eru ýmis merki þess
að þeirri bókmenntagrein sé að vaxa
fiskur um hrygg hér sem víðar.
Jóhann Páll er ekki í nokkrum
Náiö samneyti„Wð gistum á hinu fræga
Chelseahóteli i Nevv York og fengum risið til
afnota þar sem Rolling Stones gistu
gjarnan. Þar var ekkert óþarfa pjatt og við
sváfum saman fímm á risloftinu“
vafa um að bók þeirra Einars og Ólafs
verður fengur. Enda um nóg að skrifa.
Þetta hefur verið gamall draumur
þeirra rithöfunda að fara þessa leið.
Og ævintýrin voru við hvert fótmál
ekki síður en vandamálin sem þurfti
að leysa.
„Vissulega varð ferðin þrekraun og
kraftaverk í mörgu tilliti. Það eitt að
fimm stór egó ferðist saman í óloft-
kældum Cadillac af 1960 árgerð um
brennheitar eyðimerkumar tekur
á taugamar. Ólafur og Einar munu
skrifa ferðasöguna en ég gætí sem
hægast skrifað mína eigin bók sem
bæri títilinn Æðruleysi í Ameríku.
Hún yrði vafalaust notuð til kennslu
í geðhjúkrunardeild Háskóla íslands
um ókomin ár. En allir komumst við
aftur og enginn í spennitreyju."
jakob@dv.is
Rithöfundarnir Berasaman bækursinarl
henni Amerlku. Einarhefurlöngum litið til
Ameríku þegar sögusviöið er annars vegar,
tildæmis iEyjabókum slnum og Ólafur er
m.a. þekktur aðdáandi Hemingway og
bandarlskra bókmennta.
Litríkur leiðsögumaður Þessi eintægi
Presley-aðdáandi var að koma frá
Memphis og vildi endilega veita leiðsögn
um vegi Amerlku. „Sem við þáðum stutta
vegalengd þó samband hans við veröldina
virtist heldur takmarkað"