Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 16.JÚNÍ2006
Helgin DV
Ósýnilegur ráðherra sen
Sigríður Anna Þórðardóttir lét í gær af
störfum sem umhverfisráðherra eftir rúmt
eitt og hálft ár í starfi.
Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimpeki
„Miðað við stefnu stjórnvalda í mikilvægustu umhverflsmálum á íslandi
núna þá breytir það litíu sem engu hver gegnir embætti umhverfisráðherra. 1
siðmenntuðum ríkjum er litið svo á að umhverfisráðherra sé, eins og nafnið
bendir til, málsvari umhverfisins. Á íslandi ríkir hins vegar stóriðjustefna og
hálendi landsins er meira og minna lagt undir virkjunarframkvæmdir og frek-
ari virkjunaráform. Undir slíkum kringumstæðum er umhverfisráðherra í reynd
ekki annað en handlangari iðnaðarráðherra, orkufyrirtækjanna og erlendra
stóriðjuhringa sem fá landið gefins og ná sífellt meiri tökum á efnahagslífinu og
pólitíkinni. Það eina græna við umhverfisráðherra í þessari ný-nýlenduvæðingu
landsins er að hann gefur „grænt" ljós á eyðilegginguna. Umhverfisráðuneytið
virkar eins og fíkjublað til að hylja nekt stóriðjustefnunnar. Það mun ekki rofa til
í þessum málum fyrr en „græni unglingurinn" eða stjórnmálakynslóð 21. ald-
arinnar er risin upp. Þessi þróun er þegar hafin út um allan heim. Ný pólitík
er að koma fram á sjónarsviðið sem lítur svo á að umhverfismál og lýðræði
séu órjúfanlega tengd. fslenskir umhverfisráðherrar tilheyra gamla tíman-
um og það breytir engu þótt Sif, Sigríður Anna og Jónína séu konur. Kon-
ur breyta litlu eða engu í stjórnmálum fyrir það eitt að vera konur. Svo
lengi sem þær hafa ekki sýn í anda femínisma og umhverfishyggju eru
þær fulltrúar gráu jakkafatanna, steinsteypuhausanna og stóriðjustefn-
unnar sem munu sökkva þegar Hálslón verður fyllt."
Hildur Rúna Hauks-
dóttir, hómópati
„Hún hefur ekkert vit á umhverf-
inu og hafði í raun ekkert að gera í
ráðuneytið. Ég verð nú reyndar að
viðurkenna að ég fylgdist voðalega
lítið með henni því hún hafði ekk-
ert að segja. Hún var lítið númer
og auðgleymanleg persóna. Hún
hefur ekkert ferðast um hálendið
og það er í raun ótrúlegt að slíkar
manneskjur skuli veljast til starfa
í umhverfisráðuneytið. Hún gat
ekkert og vissi ekkert."
Birgitta Jónsdóttir,
blaðamaður og skáld
„Hún hefur verið ósýnileg. Það
tók mig langan tíma að vita hvað
hún hét Hún var við stjórn á þeim
tíma sem ég hefði viljað sjá ráð-
herra taka umhverfisvænar ákvarð-
anir. Það má hrósa henni fyrir að
taka ágætlega á utanvegaakstri en
það er smotterí við hliðina á frek-
ari stóriðjuáformum og stækkun-
um á álverum. Hún tók aldrei á
þeim grundvallaratriðum."
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi
„Mér hefur ekki þótt Sigríður Anna standa sig illa miðað við að
hún er fulltrúi flokks sem leggur litía áherslu á umhverfismál, flokks
sem notar ráðuneytið sem skiptimynt í stjórnarsamstarfi. Mér hefur
fundist hún sáttfús og nefni sem dæmi að mér fannst hún reyna að
koma vel fram í Þjórsárveramálinu og ég minni á að það er mjög erf-
itt að halda uppi merki umhverfisverndar í Sjálfstæðisflokknum. Ég
þekki það af eigin reynslu. Ég held að nánast allar þær virkjunarfram-
kvæmdir sem eru fyrirhugaðar á næstunni vegna stóriðju þyrftu að fá
betri undirbúningsvinnu og rannsóknir áður en lengra væri hald-
ið. Sigríður Anna reyndi sitt eftir atvikum því ef hún hefði
haft ákveðnar skoðanir á málaflokkunum hefði hún
aldrei orðið umhverfisráðherra."
Svandís Svavarsdóttir,
borgarfulltrúi
„Svo virðist sem Sigríður Anna hafi
verið vandvirk og samviskusöm við sín
verk. Hins vegar hefur hún staðið fyr-
ir sjónarmið ríkjandi stjórnvalda í um-
hverfis- og atvinnumálum. Þar fara
sjónarmið sem leggja meiri áherslu á
stóriðjustefnu en virðingu fyrir landi
og náttúru. Einu gildir hvaða einstakl-
ingur á vegum stjórnarflokkanna fer
með málaflokkinn hverju sinni
hvað það varðar. Reynslan hefur
sýnt okkur það."
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður
„Hún hefur staðið sig að mörgu leytí ágætíega á þessum stutta tíma.
Hún tók jákvæða afstöðu og vildi vinna að undirbúningi þjóðgarðs. Ég
hef lengi barist fyrir friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum og fagnaði því. Mér
fannst hún ekki byrja nógu ákveðið með rjúpuna. Ég hefði viljað að hún
héldi út þriggja ára friðunartímabilið og það sýnir sig nú að það hefði
betur verið gert. í ljósi þess hversu stutt hún sat slapp hún við að reisa
sér hroðalega bautasteina líkt og margir forverar hennar. Það vant-
aði sárlega að hún skæri upp herör gegn stóriðjustefhunni. Hún
virtíst í stórum dráttum ætla að una óbreyttum stjórnaratrið-
um. Ég lýsi eftir umhverfisráðherra sem þorir að berjast fyr-
ir náttúru landsins. Hann er hins vegar ekki að finna í Fram-
sóknarflokknum. Það hefur sýnt sig."
Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur
„Ég ber nú vantraust til þessarar ríkisstjórnar sem níðist
bæði á náttúrunni og gömlu fólk og hef því lítíð fylgst með
því sem hún er að gera. En Sigríður Anna sagði, þegar hún
lét af embætti, að hún hefði verið að sinna þessum Vatna-
jökulsþjóðgarði. Hann getur virkað stór og grand hugmynd
en er það ekki meðan Kárahnjúkavirkjun, stærstu mistök Is-
landssögunnar, er þarna innan þjóðgarðsins. Sigríður Anna á
held ég ekkert hugmyndina að þessum þjóðgarði. Þetta eiga að vera
einhverjar sárabætur fyrir öll álverin sem þeir vilja byggja. Það virkar
sem það sé verið að friða einhvern með þessu."