Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ2006
Helgin DV
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir hafði barist við aukakílóin alla sína ævi. Hún hafði litlar væntingar þeg-
ar hún kynntist lífsstíl dönsku vigtarráðgjafanna en hefur nú misst um 40 kíló á rúmu ári. Sigríður hvet-
ur alla til að drífa sig af stað og hætta að fresta vandamálinu.
Veröldin er ekkert
mál lengur
„Ég hafði reynt allt og oft misst
upp í tíu kíló sem komu alltaf aftur
og vel það,“ segir Sigríður Hjördís
Jörundsdóttir sem nú hefur misst
um 40 kíló með breyttum lífsstíl að
hætti íslensku vigtarráðgjafanna.
Sigríður kynntist vigtarráðgjöfun-
um eða danska kúrnum eins og
aðferðin er gjarnan kölluð í janúar
Fyrir Sigriður Hjördis var 123 klló þegar hún
varsem þyngst.
2005 og er nú útskrifuð enda búin
að ná glæsilegum árangri.
Engar væntingar í fyrstu
„Ég hreinlega varð að gera eitt-
hvað í mínum málum ef ég ætlaði
ekki að enda sem spítalamatur,"
segir Sigríður og bætir við að hún
hafi verið 123 kíló þegar hún var
sem þyngst. „Ég fór til læknis 2003
og var þá í fyrsta skipti komin með
of háan blóðþrýsting. Ég hafði um
tvo kosti að velja, gera eitthvað
róttækt í mínum málum eða fá
lífstíðaráskrif að lyfjum."
í fyrstu hafði Sigríður engar
væntingar til vigtarráðgjafanna
enda búin að prófa flestallar að-
ferðir með litlum árangri. „Þetta
var aðeiris enn ein tilraunin, af
hverju ekki að prófa þetta eins og
hvað annað. Fyrstu vikuna fóru
hins vegar 3,6 kg og svo flugu þau
af mér eitt af öðru," segir Sigríður
brosandi og bætir við að þetta hafi
verið eitt það léttasta sem hún hafi
tekið sér fyrir hendur.
Fyrsta skiptið grönn
Sigríður hafði barist við
aukakílóin alla sína ævi og hefur
aldrei verið í jafn góðu formi og
einmitt í dag. „Ég borðaði mjög
óreglulega og mikið af sætindum
og sukkfæði. Þetta var algjört
stjórnleysi og ég var oft að ákveða
hvað ætti að vera í matinn rétt fyr-
ir kvöldmat. í dag veit ég að það er
mun auðveldara að henda fiski í
pott en að kaupa pítsu," segir hún
og bætir brosandi við að maður-
inn hennar hafi lést um 15 kíló í
leiðinni sem sé algjör bónus.
Aðspurð segir hún erfitt að lýsa
gleði sinni yfir árangrinum. Hún
sé í rauninni ekki sama mann-
eskjan og áður. „í dag er ég svo
miklu bjartsýnni og glaðari með
lífið og tilveruna. Veröldin er ekk-
ert mál lengur," segir hún og bætir
við að hún hafi ailtaf verið þessi
þétta, feita, þybbna kona. „Þangað
til í dag. í fyrsta skipti á ævinni er
ég grönn," segir hún og getur ekki
leynt ánægju sinni.
Hugsa sem grönn
manneskja
Sigríður segist aldrei hafa átt
von á að ná svona góðum árangri.
Hún hafi alltaf viljað léttast en
aldrei leyft sér að hugsa til þess að
hún gæti einhvern tímann orðið
grönn. „Þegar árangurinn byrjaði
að koma í ljós ætlaði ég að láta
þetta takast og það er það mikil-
vægasta. Að koma huganum í gír-
inn. Loksins var þetta ekki óáþreif-
anlega langt í burtu heldur eitt-
hvað sem ég ætlaði mér og vissi að
ég myndi ná. Ég ætla ekki að missa
mig aftur, það er ekki í spilunum.
Núna verð ég að tileinka mér
hugsunarhátt grannra því ég held
að þeir sem eru grannir leyfi sér
ekki að missa stjórnina og það er
það sem ég þarf að læra."
Aðspurð hvað hún vilji segja við
þá sem séu í sömu sporum og hún
áður segist hún fátt annað geta
sagt við fólk en að drífa sig af stað.
„Ekki segja á morgun. Það koma
alltaf páskar, jól, afmæli eða önn-
ur veisla sem getur stoppað mann.
Fólk verður að segja hingað og
ekki lengra og hætta að ýta þessu á
undan sér," segir Sigríður að lok-
um.
indiana@dv.is
Ertu með þyngdina á heilanum?
1. Ég ber líkama minn saman við
aðra á neikvæðan hátt:
a. Aldrei
b. Stundum
c. Oft
2. Mér finnst erfitt að finna eitt-
hvað jákvætt um lfkama minn:
a. Stundum
b. Aldrei
c. Oft
3. Ég á erfitt með að meðtaka
gullhamra er varða útlit mitt:
a. Oft
b. Stundum
c. Aldrei
4. Mér finnst erfitt að borða fyrir
framan aðra:
a. Aldrei
b. Stundum
c. Oft
5. Ég hugsa um næstu máltíð á
meðan ég borða:
a. Stundum
b. Aldrei
c. Oft
6. Ég forðast aðstæður þar sem ég
þarf að upplýsa aðra um þyngd
mína eða stíga á vigt:
a. Oft
b. Stundum
c. Aldrei
7. Ég einblíni á þyngdina fremur
en aðra þætti heilsunnar:
a. Aldrei
b. Oft
c. Stundum
8. Ég spyr aðra reglulega hvort ég
sé feit:
a. Stundum
b. Oft
c. Aldrei
ÚTREIKNINGUR:
1. 3. 5. 7.
a=l a=3 a=2 a=1
b=2 b=2 b=l b=3
c=3 c=1 c=3 c=2
2. 4. 6. 8.
a=2 a=1 a=3 a=2
b=l b=2 b=2 b=3
c=3 c=3 c=1 C=1
8-12 stlg:
Þú ert ekki með þyngdina á heilanum
og ert I góðum mdlum. Haltu áfram
þínu striki.
13-17 stlg:
Þú tekur annað siagíð köst þar sem þú
fliþparyfir hverri fituörðu á llkama þín-
um. Annars elskarðu sjáifa þig og allt
það skvap sem þér fylgir. Reyndu að
sættast við þig eins og þú ert. Hreyfðu
þig meira efþú vilt iéttast, ekki hætta
að borða.
18-24 stig:
Þú ert með þyngdina á heilanum og
hugsar I tölum þegar kemur að heilsu-
fari. Vigtin erenginn guð, reyndu frekar
að spá I öðrum þáttum heilsunnar.
Hreyföu þig reglulega og borðaðu hollt
og þá ertu i góðum málum. Sama hvaö
vlgtin segir.