Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Síða 37
DV Menning
FÖSTUDAGUR16.JÚNÍ2006 45
í kvöld verður opnuð sýning í Myndasal Þjóðminjafnsins á ljósmyndum tveggja manna
sem hingað komu sumarið fyrir ófriðinn mikla og leituðu friðar í nálægð við landið og
skráðu það á sinn máta á filmu. Annar var breski íslandsvinurinn Mark Watson en
hinn þýski ljósmyndarinn Alfred Erhardt.
í fótspor tveqqja gesta
if-x'
Mark Watson i hesti sínum Þjóðminja-
safnið minnist aldarminningar þessa
Islandsvinar með veglegri sýningu á
Ijósmyndum hans frá Islandi fyrirstríð.
Myndin erbirt meö góðfúslegu leyfí Þjóöminjasafns
Islands
*
Ljósmyndir eru að verða æ pláss-
frekari í sýningarhaldi borgarinn-
ar. Er skemmst að minnast yfirlits-
sýningar Andrésar Kolbeinssonar í
Ljósmyndasafni og götusýningar í
Kvosinni. í dag verður opnuð ný sýn-
ing í myndasal Þjóðminjasafnsins
sem ber heitið ísland og er helguð
ólíkri sýn tveggja Evrópubúa á land-
ið skömmu fyrir miðja síðustu öld.
Sumarið 1938ferðuðustÞjóðverj-
inn Alfred Ehrhardt og Englending-
urinn Mark Watson um ísland. Þeir
voru hvor um sig fulltrúar stórþjóða
sem höfðu um langt skeið fóstrað
innilegan áhuga á íslandi, þjóðinni
sem hér bjó og menningu okkar. Þeir
voru fulltrúar menningarheima sem
tæpu ári síðar skullu saman í harka-
legu og grimmdarlegu stríði og sum-
arið 1938 gátu þeir leitað, fjarri víg-
boðum, í kyrrð íslenskrar náttúru,
rétt eins og ferðamenn okkar tíma
leita hingað undan manngerðum
heimi vestrænna ríkja.
Ólíksýn
Báðir komu til að sjá og upplifa
náttúru landsins en tilgangur þeirra
var þó ólíkur. Watson hafði dreymt
um að sjá landið frá bemsku og ljós-
myndir hans eru í anda almennra
ferðamynda en eins og myndirn-
ar vitna um, var hann mjög fiðtæk-
ur ljósmyndari. Watson myndar ekki
bara landslagið heldur ferðalagið
sjálft, torfbæi, hesta og fólkið í land-
inu.
Ehrhardt nálgast landið á allt
annan hátt. Hann lagði leið sína til
íslands gagngert til að ljósmynda
form landsins og frumkrafta jarðar-
innar eins og þeir endurspeglast til
dæmis í hraunmyndunum og hvera-
hrúðri. Hann var myndlistarmað-
ur sem þegar hafði skapað sér nafn.
Ljósmyndir hans em persónuleg
túlkun á umhverfinu og nærmyndir
af áferð og mynstri sem í því birtíst.
ÍÉ^«Bgj§§Í|
Hefðarmaður í heimsókn
Myndir þeirra Ehrhardts og Wat-
sons eru vitnisburður um hvað ljós-
myndin getur verið persónulegt og
margrætt tjáningarform. Sýn og túlk-
un tveggja einstaklinga á sama tíma
þarf ekki að eiga neitt sameiginlegt
nema miðilinn. ísland árið 1938 fif-
ir á ólíkan hátt í myndum þessara
tveggja ljósmyndara.
Mark Watson (1906-1979) var
íslandsvinur á þeim tímum þeg-
ar orðið hafði raunverulegt inntak.
Hann var af enskri yfirstétt og stund-
aði nám við Eton og síðar skóla á
meginlandi Evrópu.
Maðurinn sem bjargaði
Glaumbæ
íslandsáhugi Marks mun hafa
kviknað meðan hann var barn að
aldri og viðhélst alla tíð. Rúmlega
þrítugur kom hann fyrst tíl íslands
og ferðaðist sumarið 1937 á hest-
um um Þingeyjarsýslur. Ari síðar
kom hann aftur og ferðaðist þá um
Skaftafellssýslur og einnig Skaga-
fjörð. Hann upptendraðist af bæn-
um í Glaumbæ og staðnum og vildi
kaupa hann, endurreisa og gera að
safni. Um haustíð sendi Mark 200
pund til fslands til að hefja viðgerð
bæjarins. Gjöf Marks skipti sköpum
um varðveislu bæjarins í Glaumbæ.
íslandsvinur í sannri merkingu
orðsins
Mark tók Ijósmyndir í þessum
fyrstu íslandsferðum. Hann hélt sýn-
ingu á úrvali mynda úr sinni fyrstu
fslandsferð í London að viðstöddum
Friðrik Danaprins og fngiríði krón-
prinsessu. Eftir þetta lagði hann að
mestu niður ljósmyndun.
Mark varð einn mesti velgjörð-
armaður Þjóðminjasafns íslands.
Hann gaf safninu fjölda vatnslita-
mynda breska málarans W. G. Coll-
ingwood úr fslandsferð hans árið
1897 og nokkrar myndir úr leiðangri
Stanleys 1789 auk ýmissa annarra
gjafa eins og þeirra ljósmynda sem
getur að líta á sýningunni í Mynda-
salnum. Mark Watson var því vel-
gjörðarmaður íslendinga á mörgum
sviðum. Þjóðin og Þjóðminjasafri ís-
lands standa í þakkarskuld við Mark
Watson og því minnist safnið hans
með virðingu og þökk á aldarafmæli
hans.
Bauhaus-maður í heimsókn
Leit Alfreds Ehrhardts (1901-
1984) að „grundvallarformum ffum-
aflanna" leiddi hann í leiðangur til
fslands sumarið 1938. Hann leitaði
að „frumlandslagi" mótuðu af eld-
gosum og jöklum en ósnortnu af
mönnum. f slíku landslagi hlaut að
mega fá innsýn í sköpunarsögu jarð-
arinnar.
Ehrhardt var einn íjölmargra
Þjóðverja sem heimsóttu fsland
á millistríðsárunum. Hann hafði
numið við Bauhaus-listaskólann
og starfaði við kennslu í listgrein-
um. Fyrir fslandsheimsóknina hafði
hann gefið út tvær ljósmyndabækur.
Önnur þeirra, Das Watt, er talin með
merkari ljósmyndabókum tímabils-
Ný sýn á landið og ásýnd þess
Afrakstur íslandsferðarinnar gaf
Ehrhardt út í bókinni Island árið
1939. Myndirnar í henni sýndu ný-
stárlega nálgun á myndefnið. Fram-
lagEhrhardts til íslenskrar ljósmynd-
unar byggir á þrennu: Nærmyndum
af náttúrulegum mynstrum eða áferð
í landslagi þar sem bútur úr lands-
lagi er tekinn úr samhengi við um-
hverfið. Eftir stendur sléttur flötur
með mynstri. Þá skar hann mynd-
ir sínar djarfar en tíðkast hafði, til
dæmis á fossamyndum. Þá tók hann
myndir af berangurslegum melum
eða frostmynduðu þýfi sem aðrir
Berg eftir Alfred Erhardt
Hann tók fyrstur manna að kanna áferð
landsins og erþví frumkvöðull sem hafði
mikil áhrifá siðari tima Ijósmyndara frá
Rafn Hafnfjörð til Roni Horn
Myndin er birt með góðfúslegu leyfi j
Þjóðminjasafns Islands og Alfred-Erhhardt j
Stiftung j
höfðu ekki litið við.
Myndir Ehrhardts voru frumleg-
ar á sínum tíma en virðast kannski
næsta hversdagslegar núna. Ástæð-
an er ekki síst að enn í dag eru marg-
ir ljósmyndarar að mynda landið
með líkum hætti og hann fyrir tæp-
um 70 árum.
Bók helguð íslandsmyndum
Áhrif Ehrhardts og stefnu hans
í ljósmyndun hafa sannarlega ver-
ið lífseig.
Fyrr á þessu ári kom út í Þýska-
landi bók með ljósmyndum Ehr-
hardts. Hún er 136 síður í stóru
broti með 74 myndum sem draga
vel fram hvílíkur ljósmyndari hann
var. f bókinni eru rækilegar grein-
ar um feril Ehrhardts og stöðu
hans eftir þær Christiane Stahl,
frá stofnun sem kennd er við nafn
hans og Ingu Láru Baldvinsdótt-
ur, forstöðukonu Myndadeildar
Þjóðminjasafnsins. Verður bókin
til sölu í safnbúðinni meðan á sýn-
ingunum stendur.
Tapað - Fundið, diskkápa
Frummanna-
stomp
Jakob Frímann átti tólf kvöld-
heimsóknir í skemmu Valgeirs
Guðjónssonar upp úr jólum: til-
gangurinn var að bræða saman
gömul stál, en þeir höfðu í fyrra
dengt þeim í deigluna, kvöld-
stund með fomum vinum sínum
úr upphaflega Stuðmannaband-
inu en ekki haft tíma til að steypa
þau um. Þá kom bandið fram sem
Frummenn fagurt sumarkvöld í
Laugardalnum
Nú er hert stálið komið út:
fjórtán ný lög eftír þá félaga flutt
af Frummönnum, Jakobi, Valla,
Gylfa og Ragnari. Upptökurnar
fóru fram í janúar í Los Angeles
og engir aukvisar með í band-
inu. Carole Kaye, einn fremstí og
afkastamesti bassisti í heimi, lék
með áslætti Jims Keltner; það fólk
á að baki fleiri hitt en telja má á
tám heils karlakórs. Gítaristínn
var Jimmy Riff sem hefur mest
unnið með Jagger á hans sólóskíf-
um.
Tónlistin er retró-popp og
verður spennandi að bregða
disknum undir geislann, hann
er kominn í búðir og Reykvísk-
ar Jiljómplötur gefa út - Reykja-
vik Records. Og platan ber titílinn
Tapað - Fundið.
Ný grafík eftir
Erró
Listasafn Reykjavíkur hefur
undanfarin ár staðið fyrir sýn-
ingum úr Errósafni sfnu þar sem
afmarkaðir þættír í list hans eru
kannaðir, bæði að inntaki og efni.
í sýningu sem opnar um helg-
ina í Hafnarhúsi var ákveðið að
beina sjónum að grafíkverkum
hans sem töluvert er af í safninu
og eru frá ýmsum tímabilum en
flest frá síðari árum. Hefur fista-
maðurinn af miklu örlæti verið
að bæta við verkum í safnið og
í tilefni af þessari sýningu fékk
safnið að gjöf um 35 ný og ný-
leg grafíkverk frá honum. Meðal
verka á sýningunni eru myndir úr
seríunni Síðasta heimsókn Maós
tíl Feneyja sem var fyrst sýnd á
Feneyja tvíæringnum árið 2003.
Einnig eru á sýningunni verk sem
tilheyra seríunni Háskakvendi
(Femmes fatales) sem Erró hefur
sýnt sem málverk og grafík víða
um heim, ásamt nýrri verkum þar
sem hann teflir saman mynd-
um af brúðum og þekktum táloi-
myndum vestrænnar menningar
svo sem Marilyn Monroe og Elvis
Presley.