Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Qupperneq 42
50 FÖSTUDAGUR 16.JÚN/2006 Helgin PV Þaö marraði örlítiö í viöarlyft- unni sem bar litlu telpuna í æv- intýraheim. Þótt aöeins væri far- iö upp eina hæö, var lyftan hluti af ævintýrinu sem beið innan veggja í versluninni hennar Báru viö Austurstræti 14. Lyftuna hef ég ekki séö í áratugi og veit ekki hvort hún er þar enn. Hitt veit ég aö fallega brosiö hennar Báru mun ég ekki sjá í bráö, en treysti því og trúi aö hún bíöi i nýjum heimkynnum eftir að hitta vini sína og fjölskyldu á ný. í gær var hún kvödd í fæöingarbæ sínum, Hafnarfiröi. Sjómannsdóttirin sem læröi dans, pianóleik og snyrtifræöi, tók leikfimis- og sundkennarapróf, læröi hatta- gerö og rak tvö fyrirtæki sextán ára gömul. Frú Bára þurfti ekki stór kvennasamtök á bak viö sig til aö láta drauma sína rætast. Hverfisgata 50: Æskuheimili Péturs.eiginmanns Báru.Hér rak hún verslun sína f áratugi. „Það var kannski stærsta og mik- ilvægasta h'utverk mömmu í lífinu og þtð sem ef til vill einna síst kem- ur ffam í ævisögu hennar, að hún sannaði „Auð í krafti kvenna" fimm- tíu árum áður en sú nafngift og fé- lagsskapur varð til" segir Sigurjón Pétursson, eldri sonur hennar, en sá yngri er Guðjón Þór. „Konur geta og eiga að vera sjálfstæðar og í for- ystu í atvinnulífi. Mamma ólst upp við að konur gætu allt, eða eins og afi sagði við hana þegar hann var í landi: „Spurðu hana mömmu þína, hennar er valdið"." Engin pjattrófa Það er sjónarsviptir í íslensku samfélagi við brottfór þessarar glœsilegu og góðu konu. Konu sem ég hafði að leiðarljósi frá æskuárun- um þótt enn hafi ég ekki eignast sí- gilda, svarta kjólinn sem hún sagði allar konur þurfa að eiga. Bára kenndi mérýmis trikk til að gera líf- ið skemmtilegt. Bara það að taka eitt kvöld í viku frá fyrir dekur, gœta þess að sofa nóg ogfara ekki að þrífa heimilið nema vera sjálf vel tilhöfð. Bára sá jákvœðu hliðar allra mála. Hún hafði húmor. „Ég þekkti Báru í tæp fjörutíu ár," segir Guðrún Þ. Ólafsdóttir, betur þekkt sem Snúlla. „Ég starfaði þá á hárgreiðslustofunni á Hótel Sögu þangað sem hún kom í greiðslu og ég fékk þann heiður að greiða henni. Ég minnist Báru sem mjög hlýrrar og notalegrar manneskju og hún reyndist mér sannur vinur. Bára kom jafnt fram við alla, hvort held- ur hún hitti sveitamann eða kon- ung, ríka eða fátæka. Hún fór ekki í manngreiningarálit. Hún er þekkt í íslensku þjóðfélagi fyrir hversu vel til höfð og falleg hún var alltaf. Hún var skrautfjöður landsins." En Bára var engin pjattrófu, þótt hún segi svo sjálf í œvisögu sinni „Hjá Báru", sem Ingólfur Margeirs- son rithöfundur skráði: „Ég var vart farin að ganga þegar ég var komin í háhæluðu skóna hennar mömmu og stalst í fötin hennar og skartgripina. ... Mamma sagði að ég hefði ver- ið eina barnið hennar sem braut saman fötin á hverju kvöldi og lagði þau fallega á stól." „Bára var náttúrubam sem gerði allt fallegt í kringum sig," segir Snúlla. „Hún hélt um árabil veislur á nýárskvöld og ég upplifði tólf slfk kvöld með henni. Við vörðum öll- um gamlársdegi í undirbúning veislunnar þar sem allt var heimatil- búið. Henni fannst gaman að halda veislur, henni fannst gaman að taka til og gerði það vel." Breytti kofa í höll Sú vinkona sem Bára átti að í tæp sjötíu ár erfrú Ragnheiður Eide. Hún er sammála Snúllu um að Bára hafi ekki yerið pjöttuð: „Ég hef aldrei þekkt ópjattaðri manneskju," segir Ragnheiður. „Bára geldc í öll verk, hreingerning- ar, moldarvinnu, hvað sem var. Við leigðum okkur stundun veiðikofa við Grenlæk í Landbroti og það var segin saga að um leið og við komum inn fór Bára að gera hreint og breytti kofanum í höll á svipstundu." Hvorki Ragnheiður né Snúlla muna eftir Báru með gúmmíhanska og svo sammála voru þær um það atriði að ómögulegt er að muna hvor þeirra sagði: „Ég man ekki eftir að hafa séð Báru setja upp gúmmíhanska, hún dýfði höndunum bara í skúringar- vatnið og hvorki fallegu neglurnar hennar né skartgripimir báru skaða afþví!" Grét þegar enginn sá til Einhver kann að halda að líf Báru hafi verið dans á rósum. Svo var ekki. Hún varð ekkja tvisvar, fyrst tæplega 23 ára, svo sextug. Hún elsk- aði þá báða, eins og hún segir í nið- urlagi ævisögu sinnar. „Svo hvarfstu á braut án þess að kveðja. ... Ég leggst í rúmið okkar og teygi handlegginn til þín eins og alltaf.... Nálægð þín verð- ur sterkari með hverju árinu sem líður." Þannig skrifar Bára til Péturs, þroskaðri en er hún varð ekkja ífyrra sinn. Bára, aðeins 23 ára, við stríðs- lok í London, 8. maí árið 1945, dag- inn sem Kjartan, fyrri eiginmaður hennarlést: „Andlitið er fölt, augun opin og ekki brostin; enn full aflífi líkt og hann sé að fagna mér. ... Ég geng að eiginmanni minum, lýt að andliti hans og kyssi hann." „Bára bjó hjá okkur Ágústi, eig- inmanni mínum, meðan hún beið ffétta af veikindum Kjartans," segir Ragnheiður Eide. „Hún var óskap- lega ástfangin og missirinn var henni óskaplega sár. Þrátt fyrir þennan erf- iða tíma sá ég hana aldrei gráta, en ég fann rúmið hristast á nóttunni. Bára grét þegar enginn sá til. Þrátt fýrir stríðið hélt hún til London, en náði Kjartani ekki á lífi. Hann lést nokkrum klukkustundum áður en hún komst tfl hans." „Á þeirri stundu sem kaldur vindurinn stóð af hafi og misk- unnarlaus sumarsólin skar í aug- un, féllu rekurnar á Idstuna með þungu tómahljóði. Ég vaknaði. Ég féll saman. Ég grét stjórnlaust." Heillaöi alla Öllum vinum Báru ber saman um að hún hafi verið skemmtileg tónelsk og sjarmerandi. Svona lýsir Joseph Silberberg sem var tengilið- ur Báru við heildverslanir og fram- leiðendur í New York íyfirfjörutíu ár henni í samtali við DV. „Við Bára vomm mjög góðir vin- ir og vinátta hennar og Ann eigin- konu minnar var einstök. Við átt- um saman yndislegar stundir, bæði á Long Island, á íslandi og í Þýska- landi. Það var sama hvert ég fór með Báru, hún heillaði alla. Henni leið alls staðar vel. Það skiptí hana engu hvort henni var boðið á glæsiiegt hótel eða krá; hún fann sig alls stað- ar. Við Bára vorum nákvæmlega jafn gömul, fædd árið 1922 og enn eru vinir mínir hér að minnast henn- ar. Hún var falleg, hlý og góð mann- eskja og enginn sem hittí hana einu sinni mun gleyma henni. Ég tal- aði við hana síðast nokkrum dög- um fyrir andlát hennar. Þá ætlaði ég að hringja í Sigurjón son hennar tfl að fá fréttir, en hringdi óvart í síma- númer Báru. Mér þykir vænt um það núna, því Bára sagði við mig: „Hafðu engar áhyggjur af mér. Ég hef átt yndislegt líf og er að fara tíl Fen- eyja þann 8. júní með Þóra Hrönn, Siguijóni og Bára sem var að verða stúdent." Þann dag fór Bára í aðra og lengri ferð." Tveggja daga aldursmunur Góður vinur Báru til margra ára er hárgreiðslusnillingurinn Svavar Öm Svavarsson og þau komu meðal annars fram í þœtti Gísla Marteins Baldurssonar, Laugardagskvöld. Þegar ég spyr Svavar Öm hversu mikill aldursmunur hafi verið á þeim svarar hann að bragði: „Tveir dagar. Bára var fædd 20. febrúar og ég þann 22.! Ég þekktí Bára frá því ég var barn, því ég var eins og grár köttur að skottast í búð- inni hennar, sem fyrir mér var al- gjör ævintýraheimur. Helstí kost- ur Bára er hvað hún er mikill vinur, sannur vinur. Aldur og aldursmun- ur skiptu hana engu máli, enda hef- ur mér aldrei fundist hún deginum eldri en ég. Við vorum bæði í fiska- merkinu og fundum samsvörun í mörgu. Bára var sveinsprófsmódel- ið mitt og ég sá um hárið á henni í mörg ár. Þrátt fyrir að hún hafi ver- ið jafn glæsileg og mikfl lady og raun ber vitni, var enginn hégómi í henni. Hún kenndi mér að lífið hefur sinn gang og við þurfum að halda því áfram, sama hvað á dynur. Hlutí af því er að sýna sjálfum sér virðingu með því að vera hreinn og vel til fara. Bára dæmdi engan, var góð mann- eskja og mikill vinur vina sinna," segir Svavar Örn. „Hún lét mér alltaf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.