Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Qupperneq 43
PV Helgin
FÖSTUDAGUR 16.JÚNÍ2006 51
Næturdrottningin: Báru vor komid o övart i tilefni sjötugsofmælis hennar og hun krynrí Nxturdrottningin o Koffi Romance. Hei ei hun
med Dollu, fyrrveranríi tengríoríottur sinni, Snúllu, frú Astridi H. Anríersen, fyrrveronríi senríiherrofru og i boksýn mo sjo Svövu Johonsen.
finnast sem vinátta okkar skipti hana
miklu máli. Auk þess að kenna mér
margt um lífið, kenndi hún mér líka
margt um hárgreiðslu."
Hreinskiptin og heiðarleg.
„Bára sagði aldrei neitt nema
meina það," segir Ragnheiður Eide.
„Hún hafði þann eiginleika að kalla
fram það besta í fari hvers og eins.
Hún gat leiðbeint vinum sínum
og sagt hlutina hreint út án þess
nokkurn tíma að særa. Ég þekkti
hana í næstum sjötíu ár og það er
heilagt sambandið sem maður á við
æskuvini sína. Bára hafði sjálfstraust
og hún dreif í hlutunum. Hún byrjaði
á mörgu og hélt ótrauð áfram þótt
eitthvað bjátaði á. Hún var óskap-
lega dugleg manneskja og ég held
að manngæska hennar hafi gert það
að verkum að hún varð aldrei gömul,
hvorki í tali né útfiti."
Snúlla segir að sér hafi þótt mjög
vcent um Báru, sem hún telur að hafi
verið misskilin afhluta þjóðarinnar:
„Bára var góð við litla manninn,
miðmanninn og stóra manninn.
Hún hélt reisninni allt sitt líf, sama
hvað á dundi. Það var líka í Báru
stíl að fara fljótt eftir að hún greind-
ist með krabbamein og fá að sofna í
sínu rúmi. Það hefði ekki verið henn-
ar stíll að verða öðrum háð á sjúkra-
stofnun."
Fyrir nokkrum árum bjó Snúlla
til lítinn dömuklúbb, dömurnar hitt-
ust nokkrum sinnum á ári og borð-
uðu hádegisverð saman, til skiptis
á heimilum hverrar annarrar. Fyrir
þremur árum sagði Bára okkur í slík-
um hádegisverði að Maðurinn með
Ijáinn hefði heimsóttsig:
„Ég vaknaði viö að hann stóð
yfir mér, en ég steytti bara hnef-
ann framan í hann og sagði: Ég er
EKKI tilbúin að fara strax!"
Þegar kom að Báru að halda
veislu, var það ekki hádegisverðar-
boð, heldur kvöldverður að hœtti
keisara. Við vöktum til klukkan fjög-
ur um nóttina - en frú Bárafór ekki
að sofa þegar viðfórum: „Hvað ertu
þreytt?" spurði hún hlcejandi daginn
eftir. „Þegar þiðfóruð fór ég að vaska
upp og hlusta á óperur." Ekta Bára.
Áratugum eldri en við en sú allra
hressasta. Alltaf.
Fegurðin aðinnan
„Bára kenndi mér svo ótal margt,
meðal annars það að meta óperur,"
segir besta vinkona Báru síðustu
árin Kristín Johansen. „Við þekkt-
umst í fimmtíu ár, en urðum bestu
vinkonur eftir andlát Péturs manns-
ins hennar, þegar við fórum að ferð-
ast saman. Bára vildi sýna mér allan
heiminn. Við keyrðum um alla Evr-
ópu og alls staðar var Bára á heima-
velli. Hún vitnaði oft til þess að Pét-
ur hefði verið manna fróðastur um
menningu og siði landanna, miðlað
af þekkingu sinni til sín og hún virt-
ist vilja miðla henni áfram til mín.
Það sem mér fannst mest heillandi
við Báru við fyrstu kynni var auðvit-
að útlit hennar og glæsileikinn sem
einkenndi hana. Þegar ég kynntist
henni var það ekki fegurðin að utan
sem heillaði mest, því Bára var jafn
falleg að innan sem utan. Hún var
traustur vinur og leiddi mig inn í
heima sem ég hafði ekki þekkt. Við-
kvæðið hjá mér við hver ferðalok
var: „Hvert ætlarðu með mig næst?"
Núna, eftir að hún lést, tala ég
stundum við hana og segi henni að
hún hafi átt eftir að fara svo margt
með mér og sýna mér. Þótt ekki
væri nema í Bárukot fyrir austan,
þar sem við ætluðum að verja tíma
saman í sumar. Bára var einstaklega
greiðvikin og það var ekkert sem
hún neitaði fólki um. Hún var beð-
in um að lána íbúðina sína nokkrum
sinnum við gerð auglýsinga og sjón-
varpsþátta og alltaf var það jafn vel-
komið. Hún var alltaf tilbúin að
hjálpa. Hún var mikil húsmóðir. Eft-
ir að hún greindist með krabbamein
í maga og lifur kom ég til hennar þar
sem hún var að pússa silfrið: „Ég
ætla að skilja við allt hreint þegar ég
fer!" sagði hún brosandi. Og þannig
kvaddi hún, með allt hreint í kring-
um sig, sólgleraugun á náttborðinu
og smá lögg af Chivas Regal í glas-
inu. Hún var sátt við að kveðja."
Hið eilífa fiðrildi
íaugum karlmanna varBára hin
sanna ímynd kvenleika. Einn þeirra
sem kynntist henni vel var Ingólf-
ur Margeirsson, sem skráði lífssögu
hennar árið 1992, en þá starfaði
hann hjá bókaútgáfu Orlygs Hálf-
dánarsonar. Ingólfur kallar Báru
hið eilífa fiðrildi:
„Meðal þeirra verka sem ég
hafði með höndum var að koma
með góðar hugmyndir að bókum.
Eina andvökunóttina datt mér Bára
bleika í hug. Eins og aðrir kjaftask-
ar í borginni þekkti ég til nokkurra
sagna af Báru en vissi annars lít-
ið sem ekkert um hana. Ég hringdi
í hana næsta dag og bað um fund
sem var auðfengið. Sama kvöld á
heimili hennar birtist mér allt önn-
ur kona en ég hafði ímyndað mér.
Ég hafði séð hana fyrir mér sem eins
konar kjóladrottningu palesander-
kynslóðarinnar; stífaða, snobbaða
og jafnvel svolítið heimska. Það var
Husmodir -Mlt sem Boio gcidi g t'iði luin w '/. Hvöiki i h'Ollll 1 v skortoi p n hidu tjón ot
gúmmihonsko leys i!
„Það var ekki lífsstíll Báru sern hélt henni
ungri. Hún reykti eins og breskur verksmiðju-
strompur, drakk óblandað viskí á nær hverjum
degi og vann stressaða vinnu eins og forkur.
Karlmaður á hennar aldri hefði fyrir löngu
verið búinn að geispa golunni. En ekki Bára.
Lífsgáski hennar fleytti henni yfir alla þrösk-
ulda ellinnar. Hún varhið eilífa fiðrildi. Við sem
þekktum hana, elskuðum hana öll!‘
Vinir Báru Sigurjónsdóttur kveðja hana með
því að bregða upp nærmynd afhenni.