Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Side 44
52 FÖSTUDAGUR 16.JÚNI2006 Helgin E>V nú eithvað annað: Hún reyndist al- þýðleg, gáfuð, kekk, opin og fyrst og fremst skemmtileg. Með tíman- um skildi ég að Bára var einhver sú ókvíðnasta manneskja á verk sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Hún bretti upp ermarnar og gerði það sem þurfti að gera. Hún var hetja og jarðvöðull. Eg dáðist að þessari konu sem aldrei virtist eldast, aldrei ., missa kjarkinn. Svo dó hún, mér og ugglaust mörgum til undrunar, Bára virtist eilíf; ung í hugsun, ung í lík- ama. Á níræðisaldri var hún ekki aðeins glæsileg, hún var grönn og vel vaxin. Margir karlmenn sem ég þekki, ræddu um æskuljóma Báru og hristu hausinn brosandi. Það var ekki lífsstíll Báru sem hélt henni ungri. Hún reykti eins og breskur verksmiðjustrompur, drakk óblandað viskí á nær hverjum degi og vann stressaða vinnu eins og for- kur. Karlmaður á hennar aldri hefði fyrir löngu verið búinn að geispa golunni. En ekki Bára. Lífsgáski hennar fleytti henni yftr alla þrösk- ulda ellinnar. Hún var hið eilífa fiðr- ildi. Við sem þekktum hana, elskuð- 1 um hana öll. Hún var skemmtileg, kjörkuð, glæsileg og dugleg. Eftir að bók okkar kom út, héldum við stöð- ugu sambandi. Við hringdumst á og hlógum saman. Nýlega hringdi hún í mig af einhverjum hjólabar sem hún hafði komið upp í ellinni aust- ur við Mýrdalssand. Þá töluðum við með sterkum orðum um að nú yrð- um við að fara að hittast, kyssast og faðmast. Það verður hinum megin. Það er þá til einhvers að hlakka við að deyja." Hún var sem sólin Ein af vinkonum Báru til fjöru- tíu ára er persneska prinsessan og Ijósmyndarinn Iran Issa Khan: 1 „Hvernig geta þau haldið jarðar- för og brúðkaup í sömu vikunni?" spyr hún þegar ég næ tali af henni á heimili hennar í Miami í Flórída. „Þið íslendingar eigið enga ykk- ar líka. Ég er alltof viðkvæm til að upplifa svona sorg og gleði í einu." Iran Issa Khan segir Báru þann tryggasta vin sem hún hafi eignast í lífinu: „Bára lýsti upp allt, hvar sem hún kom. Ég gat farið með Báru hvert sem var, hún féli alls staðar í hópinn. Hún var sterkur persónu- leiki í tign sinni og mýkt. Hún var verndandi og hafði þann hæfileika að gera fólk að betri manneskjum. Hún var ljós. Ég kallaði hana allt- -1 af „The Sun" - Sólina, því það staf- aði geisla frá henni. Hún fór með mig í veiðitúra klukkan þrjú að nóttu, hún var svo stolt af landinu sínu. Allt sem hún gerði virtist svo einfalt, enda var hún veraldarvön kona. Hún var fullkomin í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Á sjöunda j áratugnum töfraði hún fram rétti, sem þekktust ekki á íslandi á þeim tíma, heimili hennar var skreytt ótrúlegustu blómum og allt var óaðfinnanlegt hjá henni. Að lokn- um kvöldverði lék hún á píanóið. Bára kunni að lifa og gaf vinum sín- um hlut í sínu lífi. Mér gaf hún vini sína og fjölskyldu. Hún var mér sem systir. Ég kallaði hana „La Turka" - hún dansaði við persneska tónlist eins og hún hefði ekki gert ann- að. Hún gekk um St. Moritz í Sviss í síðum, svörtum minkapels og fólk- ið horfði á hana með aðdáun. Hún var snillingur í að daðra á fágaðan hátt. Hún var kamelljón. Miami, London, París, Róm, Reykjavík eða Bárukot í Landbroti, Bára varð hluti ' 1 af öllum þessum stöðum.Þau Pétur voru verðugir sendiherrar íslands og báru hróður lands ykkar hvert sem þau komu. Bára var „once in a lifetime thing" - einstök." Óttaðist storminn 1 bókinni „Hjá Báru" lýsir Bára því þegar hún lagði niður minning- arsjóð um Kjartan fyrri eiginmann sinn, enda hafi sjóðurinn orðið magur með árunum: „Þannig vinnur tíminn; hann máir hægt og sígandi út mynd okkar uns aðeins óljósar útlínur standa eftir sem síðan sökkva og hverfa í haf tímans," segir Bára í bókinni. Vinir hennar eru ekki sömu skoð- unarnú. Þeirsegja minninguna um Báru aldrei hverfa: „Því var hvíslað að okkur að fara til St. Moritz í febrúar og vera þar á afmælisdegi Báru," segir Kristín Johansen. „Við fórum með litlum fyrirvara, sóttum dótið okkar sem þar hefur verið í mörg ár - og Bára kvaddi vini sína. Núna er hún ör- ugglega að vasast í útförinni og ef ég þekki hana rétt sendir hún ein- hvern í kirkjuna ef við gerum þetta ekki allt rétt! Ég vona að Sigurjón hafi farið að mínum orðum og sett viskífleyg með henni í kistuna, því ég veit að Bára þarf að skála við marga á leiðinni upp. Við gátum hlegið saman og grátið saman. Bára grét ekki oft og ég held hún hafi þá grátið í hljóði. Hún var brothætt, þótt hún væri sterk. Þótt hún hafi- staðið af sér storma lífsins veit ég aðeins um eitt sem hún hræddist: Storminn „vindinn í náttúrunni"." Líklega eðlilegt þegar dóttir sjó- manns, sem lifði af Halaveðrið, á í hlut: „Mikill hluti æsku minnar og systkina minna var biðin eft- ir því að pabbi kæmi af hafi. Oft lágum við andvaka um nætur, biðjandi bænir okkar með bljúg- um barnshuganum..." Hörpuleikur á himni Fyrir Iran Issa Khan verður Bára alltafmeð henni: „I mínum huga er Bára ekki dáin, heldur einungis komin á annan stað. Hún verður alltaf með mér. Ég held að hún sé nú á miklu fallegri stað en við. Hún er með Pétur sér við hlið í eilífðinni, þar sem haldn- ar eru veislur en sennilega er Bára ekki að leika á píanó, heldur hörpu. Þannig lifir hún í minningu minni, sem hin sanna vinkona, sem var mér eins og systir, kona sem færði birtu hvert sem hún kom." Svavar Örn segir Báru mikinn örlagavald í lífl sínu og verði því alltaftil: „Fyrir mér er Bára ódauðleg. Ég mun vitna í hana þangað til ég dey. Ég eignaðist marga og góða vini í gegnum Báru og ég er stoltur af að hafa átt hana að vinkonu. Við vor- um tveir litlir fiskar, sem hittust í sjónum og syntu saman um tíma. Sá tími verður mér alltaf dýrmætur. Hún var fordómalausasta og falleg- asta kona, jafnt að utan sem innan, sem ég hef kynnst." Ragnheiður Eide segist sakna hennar gríðarlega mikið: „Bára var trygg og góð mann- eskja. Hún kvartaði aldrei og það var bara gegnum símtöl okkar sem ég fann hvernig dró af henni. Það er skrýtin tilfinning að eiga ekki eftir að tala oftar við hana. Sjötíu ár eru langur tími." „Ég þakka guði fyrir að hafa orðið þess aðnjótandi að kynn- ast Báru," segir Snúlla. „Ég hafði það á tilfinningunni þegar ég gekk af heimili hennar í síðasta sinn og horfði yfir sjóinn, að hún væri flog- in á fallegan stað." Líkt og söngvari á sviði „Hún hélt reisn sinni, stíl og framkomu hvað sem á hana dundi í Iífinu. Hún stóð í búð- inni sinni, seldi kjólana sína og hélt veislur fram á morgun líkt og söngvari sem stendur í sín- um glæsilega búningi á leiksvið- inu innan um fallegu leiktjöldin og syngur um brosið og and- streymið." Þannig fórust Sigurjóni syni hennar orð í minningargrein um móður sína í gœr, Og eiginkona hans, Þóra Hrönn Njálsdóttir skrif- aði: „Bára vildi sýna barnabörn- unum sínum heiminn og fór hún með þau öll til New York og einn- ig til St. Moritz en þangað fóru þau Pétur tengdafaðir minn ár- lega um áratuga skeið, Og nöfnu sína fór hún með til Parísar. Hún hcimsótti þau hvort sem það var Vindáshlíð, Vestmannaeyjar eða Spánn. Að morgni þess dags sem hún lést ætlaði hún einmitt að taka nöfnu sína til Feneyja. Hún fór í annað ferðalag þann dag og ég trúi því að hún sé komin þangað á undan okkur og bíði okkar þar." Leikandi á hörpu. Með Kjart- an, Pétur, foreldra sína og aðra ást- vini sér við hlið. Búin að pússa allt silfrið í himnaríki og daðra á sinn fágaða hátt við Lykla- Pétur. Hún hefur ekki þurft að blikka hann til að komast inn fyrir hliðið. Nú dans- ar hún fyrir hina englana og kenn- ir þeim ósyndu að synda. Kristín Jo- hansen segir að Báru sé óhœtt að skála fyrir lífinu; hún muni koma með hinn viskífleyginn með sér: „Þá fyrst verðum við fleygar og fcerar," segir hún. Bára Sigurjónsdóttir kvaddi sátt við líflð, Guð og menn. Við hlið hennar í rúminu lá alnafna henn- ar, Bárayngri og hélt í hönd ömmu sinnar. A stól við rúmið sat tengda- dóttirin, Þóra Hrönn, og hélt í hina hönd hennar: „Svona vil ég ekki lifa, þetta bara versnar og versnar..." Legg- ur hönd Þóru Hrannar að vanga sínum, leggur augun aftur - og sofnar svefninum eilífa. - Eitt er ég sannfcerð um: Það er ábyggilega enginn 84 ára engill þarna uppi jafn glcesilegur og frú Bára Sigurjónsdóttir... annakristine@dv.is Ljósmyndir: Úr einkasafni sona Báru DV-mynd: Heiða Stórfjölskyldan íiárn ’.kilur cftir ',irj r,ynmn Guájón l>ór orj Sigurjón. Hór cru þeir vir) hhó móöur ’.innur n tröppunum nöAu'.turrjölu 40, cf'.kuheimili fiáru. Pétur Guðjónsson orj Bára Sirjurjóns dóttir. (il.i-.ilrn hjón ■rm háru htóöur Brúðarkjóllinn: liárurhr dnrr.nöi unrjvenknn dun', IJrnumurinn hnönöi rluuöt 23 árct ekkja. '.lórhrotin konn *. tveirnur eirjinirionnuin til rjrufnr. erður matur. I'.árn Inrjöi áher.lu á ■ii heirnnlnrjnö i hennur veislum. ,kipulorjö <») '.tórko’.tlerj heirn nö Jackie og Onassis? Grace og Rainer? Nei, liárn orj Pélur i 'A.Mont/ áriö HJtiJ. 1 •zyiW‘ / /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.